Leita í fréttum mbl.is

Öflug hjólamenning fer vel saman við hjálmleysi

Ef maður rýnir í myndum frá borgum með öfluga samgönguhjólreiðamenningu, þá er stór hluti þeirra sem hjóla án hjálms. Reyndar virðist vera að hjálmaáherslur og öflug hjólamenning geti farið frekar illa saman. Margar rannsóknir hafa bent til þess að hjálmaskylda dragi gjarnan úr fjölda þeirra sem hjóla til samgangna. Ég vil bæta við að mikill félagslegur þrýstingur gagnvart "hjálmlausum" geti verið ígildi hjálmaskyldu. 

Það að hjálmaskylda og mikill fókus á hjálmum dragi úr aukningu í samgönguhjólreiðum, er aðalástæðu þess að nýleg skýrsla OECD um öryggi hjólreiða mæli ekki með áherslu á hjálmum heldur nefnir tugir annarra þátta til að bæta öryggi. "Umferðaröryggisbíblian" frá Samgönguhagfræðistofnun Noregs, Transportøkonomisk institutt, kemst að sömu niðurstöðu. Umferðaröryggisbíblian er virt rit og byggir á skipulega og vandaðri úttekt á bestu rannsóknirnar sem hafa birst í ritryndum vísindatímaritum.

Nú er viðbúið að einhverjir komi með sína sögu af einhverjum sem var "bjargað" af hjálmi sínum, en eins og sagt er á ensku : "The plural of anectdotes is not data". Ef við skiljum ekki að vísindi trompi reynslusögum þá er illa fyrir okkur komið. (Ekki að vísindinn séu með eilíf svör, né hafið yfir gagnrýni, ég var ekki að segja það.)

Valdar setningar úr OECD skýrslunni, sem fer varlega, enda tekur tíma að snúa stóru skipi :

"Non-infrastructure measures can improve safety, but they should not be the sole focus of policy."

"To be clear -- these studies indicate reduced risk of head injury for a single cyclist in case of a crash. The effects must not be mistaken for the safety effects of mandatory helmet legislation or other measures to enhance helmet usage."

 


mbl.is Hjálmar hjálmlaus á hjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt gott. Sakna ákvæði um rökræður

Það er virkilega margt gott, og sumt sem er of afturhaldssamt  í drögunum að nýrri stjórnarskrá. 

En núna langar mig að benda á atriði sem ég spurði  Noam Chomsky  að þegar haldin var fjarfundur með honum í fyrra :  Væri ekki hyggilegt að stjórnarskrábinda að ákvarðandir skulu byggja á bestu þekkingu og á rökræðum ?

Fyrir suma er kannski móðgun að setja svoleiðis í stjórnarskrá, en mér sýnist vera full þörf á því.  

Og _ef_ tímarnir framundan verða uppfullir af glundroði og dómsdagsstemningi  og að það færist í aukanna að fólk treysta stjórnmálamenn og vísindamenn mun minna en áður, þá er virkilega þörf á svoleiðis ákvæði.  Ef fulltrúar okkar á Alþingi koma fram sem yfirvegaðir og skynsamir ætti tiltrú á gangsemi þeirra og heiðarleika jafnframt að aukast   

Það þarf að að brýna á það að rök og haldbær þekking þurfi að liggja til grundvallar, sérstaklega  í löggjöfinni. Rök, haldbær þekking, að sjálfsögðu  ásamt almannahagsmunum og virðingu fyrir hagi minnihlutahópa.

 (Smá viðbót  + leiðrétting kl. 23 ) 


mbl.is Drög að nýrri stjórnarskrá lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænþvottur - amk að hluta

Á vef siðunni ergo.is stendur : 

 "Ergo stefnir að því að vera leiðandi í grænni hugsun fjármálafyrirtækja á Íslandi. Leiðarljós okkar er að hjálpa þér að taka upplýsta ákvörðun. Við viljum vinna með þér að því að spara peninga, vernda umhverfið og efla þjóðarhag."

En samt eru þeir með öflugum hætti að ýta undir því að fólk velji sér bíl.  

Með engu móti er bent á aðra og mun betri möguleika til að "vernda umhverfið"  og  spara peninga,   og efla þjóðarhag.

Það er nefnilega þannig að fyrir njög marga í þéttbýli, þá er svarið miklu, miklu frekar að hjóla, gang nota almenningssamgöngur  mun skilvirkari leið til að stuðla að þessu sem Ergo segjast stuðla að. 

Ergo nafnið er notað eins og þeirra málflutningur sé mjög lógiskur.  Hún er það einmitt ekki. Þetta er sennilega samt ekki nógu skýr tenging til að Neytendastofa mundi geta skipa þeim að drag úr fullyrðingar sínar.  (?)  

 

( Já, já ég veit að geta ekki allir etc, en hér er sem sagt verið að ýta undir bílasölu, en EKKI benda á aðrar leiðir. Það geta ekki allir nota bíl heldur.  Hugsa sér hvernig færi ef allir í Kaupmannahöfn, London, Kalkota eða Shanghai færu á  bíl ) 

 


Gott væri að fá skýringu á seinkun

Það er þakkavert að Gísli Marteinn og Hildur vekja athygli á þessari mikla seinkun í framkvæmdum. Hins vegar hefði mátt leita skýringa, í stað þess að básúna að meirihlutinn séu nánast viljandi að svíkja þessu. En óháð hver skýringin er, þá er nokkuð ljóst að borgin hafi klúðrað því að standa við áætluniuna, og það hljóti að stafa af því að þetta arðbæra framtak (heilbrigði, lækkuð útgjöld við samgöngur) hafi ekki verið sett nógu ofarlega á fórgangslistann. Ekki heldur var neitt plan B ef upphaflega planið v. fjármörgnun mundi dragast á langinn. En mér skilst að það sé skýringin á þessari seinkun.
mbl.is Standi ekki við loforð um hjólreiðastíga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef keppt í borginni, og miðað við meðalferðir, hefði reiðhjól unnið

Það kemur ekki fram í fréttinni af spasraksturskeppninni hvar var ekið og hversu langa vegalengd.

Mjög hátt hlutfall ferða í Reykjavík eru styttri en 5 km, og ágætis hlutfall ferða styttri en 3 km.

Í þessum ferðum, er reiðhjólið mjög verðug keppinaut.  Oft er ferðatíminn á bíl og reiðhjól svipaður á  3 - 5 km leiðum. Á þeim tíma dags sem flestir eru á ferðinni samtímis, mynda bílarnir litlar umferðarteppur  sem reiðhjólið rennur fímlega fram úr, og kemur reiðhjólið á leiðarenda á undan.

Reiðhjólið er þann faramáta sem eyðir minnstu orku, segja fræðingar. Ganga eyðir meiru.

Þar fyrir utan er viðhald á reiðhjóli og annar rekstur mun ódýrari og mengunin hér um bil enginn.  Ekki er heldur neinn ógnun  af reiðhjólum í umferðinni ólíkt bílunum  (Miðum til dæmis við árlegri tölfræði yfir drepnum og alvarlega slösuðum í umferðinni).   Sumar kostir hafa bílarnir fram yfir reiðhjólið, en kostirnir á hinn vegin sem ég gæti bætt við eru líka fjölmargar.  Eki síst ef við skoðum samfélagsleg áhrif.


mbl.is Yaris eyddi minnstu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál og sérstaklega áherlsur á eflingu hjólreiðar og á rannsóknir

Sumir hafa haldið því fram í tengsl við áratug aðgerða í umferðaröryggismálum (UN Decade of Action for Road Safety) að við vitum hvað þarf að gera, nú er bara að framkvæma.

Staðreyndin er - að margra sérfræðinga mati -  að sumt sem er stungið upp á, henti afskaplega illa við mörgum aðstæðum, og gangi gegn öðrum mikilvægum markmiðum. Sér í lagi er of lítið tillit er tekið til gangandi og hjólandi og sérstæði þéttbylis.  

Hér eru dæmi frá Roadpeace.org sem eru Bresk samtök (á twitter ) :

  • Listen again to @BBCr4today this morning (2:41:50) with mention of RoadPeace Patron Ian Roberts: http://bbc.in/kIkCZA #roadsafetydecade
  • ..and Lord Robertson doing a great job of presenting both sides of the argument in road safety vs road danger reduction debate @BBCr4today!
  • Government's road safety strategic framework mirrors the Decade plan with little on pedestrian and cyclist safety #roadsafetydecade 
  • ...but pleased to see 'whether people feel safe walking or cycling' as a key indicator #roadsafetydecade

En í ræðu sinni í dag lagði Ögmundur Jónasson áherslu á þörf á gagnaöflun og rannsóknir, sem er gleðiefni. Og borgin er farin að skilja þessu, enda virðist vera að 30 km/klst haḿarkshraði í hverfunum hafi skilað miklu og bjargað mörgum.  

Í yfirlýsingunni frá Moskvu sem mætti segja að markaði upphaf vinnunnar með áratuginn, var efling hjólreiða, göngu og almenningssamgöngur komið inn sem markmið og leið að yfirmarkmiðunum um fækkun bana slysa og alvarlegum slysum í umferðinni.   Nú er þörf á að minnast á þennan þátt í yfirlýsingu samgönguraherra frá Moskvu. 

 

 

 


mbl.is Umferðaröryggi í brennidepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakkir

Mig langar að þakka í dag :

 

  • Reykjavíkurborg og sennilega verktaka á þeirra vegum fyrir að sópa sandi og möl af mörgum útivistarstígum síðustu daga. (AKA samnýttir göngu- og hjólreiðastígar)
  • afgreiðslufólki í búðum og hárgreiðslustofum (?)  fyrir vínalegu viðmóti
  • hjólreiðamann fyrir að taka vel í ábendingu mína um að fara hægar framhjá gangandi fólki eða fjær því, þannig að það bregði síður
  • starfsmann Reykjavikurborgar sem tók vel í ábending um bilun í vefkerfi þeirra og hélt mér upplýstum um gangi mála
  • starfsmann borgarinnar sem tók vel í fyrirspurn mína um dagsskrá nefndar
  • bílstjórar sem hafa tekið tillit til mín og annarra hjólreiðamanna og gangandi i umferðinni og stuðlað að samvinnu
  • fólki sem er úti að ganga og hjóla, stoppa og spjalla og sem þannig gæðir borginni líf
  • vorið :-)  

 


Svari gjarnan fólki sem vill spyrja um hjólreiðar og umferðarlög

Ef einhver í einlægni vil fræðast frekar um rökstuðning Landssamtaka hjólreiðamanna , til dæmis eftir að hafa lesið /gluggað í umsögnina við umferðarlög sem frétt mbl.is linkar í, þá endilega setjið athugasemdir hér fyrir neðan.  Það má líka senda skeyti á   lhm@lhm.is 


mbl.is Á móti skyldunotkun á stígum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandinn : Bílar og bilstjórar, hraðbrautarstemning

Eins og fram kemur urðu meirihluti alvarlegra slysa þannig í fyrra að ekið var á gangandi vegfarendum. Það ætti að vera ljóst fyrir flestum að þá hefur hraði bíla jafnt yfir verið of mikill miðað við aðstæður, og hugsanlega bílstjórar ekki sýnt árvekni í nægilega mæli. Ég er ekki að tala um einstök slys hér, en frumtilgáta yfir heildina.

Eitthvað á þessum nótum ætti  frumgreining skynsamra manna að vera.  En nú hlýtur að skipta máli að skoða slysin enn betur og reyna að læra af þeim.  Og passa sér að falla ekki í gryfjuna "blame the victim". 


mbl.is Fimmtungi fleiri slösuðust alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að leitað sé að vitni

Stundum hefur maður á tilfinningunni að of létt sé tekið á slysum þar sem keyrt er á gangandi eða hjólandi.  (Eða hvernig sem maður vill orða það )

Ég var fyrst með þessa fyrir sögn : Hvað er að fólki sem stingur af frá slysstað. Það er mjög áleitinn spurning, en sennilega ekki viðeigandi sem fyrirsögn á bloggi tengd við þessa frétt. 

Ég er í alvörunni hissa og um leið að velta þessu fyrir mér. Kannast einhver við rannsókn á svona löguðu ?  Eu þetta tilteknir hópar, í tilteknum ástæðum ? Næst yfirleitt í þá ? Er einhver munur eftir því hvort mikið fjártjón er að ræða eður ei, hvort tryggingafélag beiti sér eður ei ? 

Nú skal skýrt tekið fram að ég sé ekki að segja að svo hafi gerst í þessu tilviki. 

En í raun þá veltur maður fyri sér hvort ekki sé, eins og hefði væntanlega gerst í Hollandi afgreitt þetta með að bæílstjórinn væri tæknilega séð sekur, nema sannað sé að gangandi mannin hafi sýnt á sér _verulega_ vitavert gáleysi.   

Sjá t.d.  http://momentumplanet.com/videos/netherlands-protects-cyclists-with-strickt-liability 

 


mbl.is Leitað að vitnum að umferðarslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband