Leita í fréttum mbl.is

Umræða um umferðarlögin á skuggaþingi

Ég vona innilega að umræðan um umferðarlögin verði kröftug en markviss og málefnaleg. Ein leið til að  ýta undir að svo verði er ef fólki nýti sér þann möguleika að setja inn rök með og á móti lögunum á Skuggaþingi :

http://skuggathing.is/priorities/379-umferdarlog

Hver sem er sem er getur  skráð sér, og það er einfalt að nota Facebook-aðganginn til skráningar noti maður FB.

Enn betri umræðu mættu skapast ef fólk og ekki síst fólk sem skrifar á vegum eða í samsvari við sýn samtaka og sérfræðinga mundu bæta inn rök við staka greinar, eða eins og núna er gert ráð fyrir við rökstuðning við staka greina. 

http://skuggathing.is/process_documents/show/528-umferdarlog-stjornarfrumvarp

Þá má gefa staka greinar stjörnur eftir hvernig manni líkar við þá. 

Loks má líka kjósa með eða á móti málum á Skuggaþingi, en hvað varðar umferðalögin er hún svo margslungin að þetta missi  marks, nema til að vekja athygli á málinu innan kerfisins á Skuggaþingi.

Ég mundi skjóta á  30% af því sem snúa að hjólreiðum og er breytt er gott, en 60% vont eða helst vanhugsað og illa rökstutt.   Það veldur vonbrigði að svo skuli vera, þrátt fyrir endurtekinna skrifelaga ábendingar Landssamtaka hjólreiðamanna  og ítarleg rökstuðning með tilvitnanir í rannsóknir.  Á yfirborðinu litur samráð ráðuneytisins við "hagsmunaaðila"  vel út, en það eru mörg teikn um að athugasemdir LHM hafa varla verið lesnar.  Samskipti við menn ráðuneytisins á fundi tveggja embættismann og tveggja sem mættu af hálfu LHM bar keim af þessu.  Ráðuneytið hefur ekki einu sinni tekist að leiðrétta nafn samtakanna eftir að LHM bentu á það í tvígangi. Nei, ekki getur maður séð að um samráð sé að ræða, heldur möguleiki á að koma sjónarmiðum á framfæri. Og vissulega hefur eitt og annað breyst til batnaðar sem hluti af ferlinu.  En of snemmt er að segja hvort það mun hafa áhrif í raun.  Þetta eru hlutir eins og

  • að leiðrétta ruglingslegt orðalag hvað varðar aðgangi til þess að taka vinstribeygju á reiðhjóli með öðrum hætti en það sem bílstjórum er gert að gera.
  • að banna ekki reiðhjól á sérreinum, heldur taka það fram í skýringartextanum að viða erlendis deila strætó, leigubílar og reiðhjól sérreinum.  Það kemur í ljós hver reyndin verður í Reykjavík, því hvert sveitarfélag mun fá að ráða þessu fyrir sitt leyti.

 

Neikvæðir hlutir, og sem því miður eru líklegri til að hafa meiri áhrif  eru  breytingar sem

  • Banna hjólreiðar með lögum, með öllu jafnvel barna í fylgd með fullorðinna sem ganga á gangstíg ef sérstakur hjólastigur er til staðar.
  • Banna með öllu hjólreiðamenn að þvera óbrotna línu á stígum sem eru skipt í 1m ræmu merkt hjólreiðamenn og 2 m ræmu merkt gangandi. Þetta er óframkvæmanlegt og ótrúlegt þekkingarleysi
  • Festa bann við hjólreiðum barna án hjálma í sessi.  Og halda leyfi ráðherra til að banna líka fullorðnum að hjóla án hjálms ef honum svo sýnist.  Ef einhvern tímann hefði farið fram umræða um þessa hluti og mótrökin svarað af alvöru væri þetta mun minna þrætuepli, en yfirvöld hafa aldrei viljað rökstyðja mál sitt í samræðum við Landssamtaka hjólreiðamana eða aðra sérfræðinga í þessu máli.  ( Þeir sem hafa komið fram sem sérfræðingar og stutt hjálmaskyldu hafa ekki sýnt sér nafnbótunum verðugir, enda er ekkert sem bendir til þess að þeir  hafa kynnt sér rannsóknirnar ) . Forsendunar sem menn gáfu sér þegar ráðherra var veittur heimild til hjálmaþvingunar, stóðust ekki þá, en síðan hafa rökin á móti eflst til muna, og fjömargur opinberiri aðilar erlendis draga gildi hjálmaskyldu og gildi hræðsluáróðurs til að hvetja til hjálmanotkunar í sterklega í efa.

Það mætti halda áfram um lögin í löngu máli, en hér er í staðinn krækja í frétt á vefsíðu LHM um málið :

http://lhm.is/lhm/skjol/319-drjum-umfer-og-athugasemdir-lhm-viu

 


mbl.is 110 km hraði leyfður á ákveðnum vegum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Það gengur ekki að banna að fara yfir heila línu á reiðhjóli þar sem saman fara reiðhjól og gangandi. Fólk gengur mjög oft á hjólreiðahlutanum og færir sig ekki þegar maður kemur á hjóli. Ég hef þurft að stoppa á reiðhjóli þegar hópur fólks víkur ekki svo ég komist alla vega áfram á hjólin í kantinum.

Eru einhvers staðar sérstakir, aðskildir hjólastígar?

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 6.4.2010 kl. 14:52

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Stundum finnst mér að við hjólafólk séum hópur af Don Kíkótum að berjast við vindmyllur.  Fínn pistill hjá þér og ég dáist endalaust í eljunni hjá þér að berjast fyrir réttindum hjólafólks!

Hjóla-Hrönn, 7.4.2010 kl. 10:29

3 Smámynd: Morten Lange

Ólöf : Alveg rétt hjá þér.  Manni skilur ekki hvernig menn eða nefnd ráðuneytisins geta dóttið svona löguðu í hug.  Meðfram Ægissíðu og á köflum eftir stígnum inn eftir Fossvogsdal er búið að leggja sér stíg fyrir hjólreiðar / hjólabraut við hliðina af gamla samnota stígnum.

Hrönn : Takk kærlega.  Þú gerir líka mjög góða hluti með þínu bloggi. Var Jóna í Hjólað í vinnunna búin að hafa samband við þig ?

Það eru þrátt fyrir allt mörg jákvæð tákn á lofti, um allan heim, en þetta gengur svo ótrúlega seint, og stundum eru einmitt vindmyllur sem þarf að berjast við meðfram veginum.

Morten Lange, 7.4.2010 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband