Leita í fréttum mbl.is

Aðalfundur Bíllaus í kvöld þri 26. Rætt um Hverfisgötu ?

Hér fyrir neðan er tilkynning um aðalfundinn af heimasíðuna billaus.is.  Það vekur ahygli að einn aðalmennina á bak við Hverfisgötutilraunina með græna hjólarein í september mun vera með framsögu á fundinum. 

--

Aðalfundur samtaka um bíllausan lífsstíl verður haldinn í Útgerðinni, Grandagarði 16, Reykjavík, þriðjudaginn 26. október næstkomandi. Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf. Hans Heiðar Tryggvason, verkefnastjóri hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar mun halda erindi. Hans var meðal þeirra sem stýrðu tilrauninni með hjólastíginn á Hverfisgötu og lokunum í miðbænum í sumar. Hann mun ræða þessi verkefni stuttlega.

Magnús Jensson formaður samtakanna mun einnig halda stutt erindi. Allir velkomnir.

Skv. lögum samtakanna verða tekin fyrir eftirfarandi mál:

1. Ársskýrsla um störf stjórnar

(2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram)

3. Kosningar til stjórnar

4. Lagabreytingar

5. Önnur mál

Á aðalfundinum verður m.a. kosið í stjórn samtakanna. Eftirfarandi stöður eru auglýstar: Formaður, ritari, gjaldkeri, tveir meðstjórnendur og tveir varamenn.

Þeir sem hyggja á framboð láti vinsamlega vita af sér á netfangið billaus hjá billaus.is

 
http://billaus.is/index.php/frettir/34-frettir/137-adalfundur2010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband