Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ekki fangelsi fyrir að aka á 150 ?

"Ökumaður má búast við eins mánaðar sviptingu ökuréttinda og 50 þúsund króna sekt að sögn lögreglu." 
 

Hefði ekki verið nær að svipta  ökumannin frelsi í mánuð (fangelsi) og ökuréttindi í  að minnstu kosti  eitt   ár   ?

Við erum jú að tala um 153 km á klukkustund, og meir að segja á vegakafla  með beygjur og blindhæðir.

Tel að svoleiðis viðbrögð mundi því miður hræða ungir ökumenn meira en auglýsingar Umferðarstofu. 


mbl.is Tekinn á 153 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Setja hann upp við vegg, troða sígarettu í kjaftinn á honum og skjóta. Um að gera að sýna þessu pakki að BB er alvara.

Villi Asgeirsson, 21.6.2006 kl. 08:57

2 Smámynd: Morten Lange

Þú ert sem sagt að hæðast, Villi, en af hverju finnst þér að þetta væri ýkt viðbrögð að stinga menn í fangelsi fyrir að aka á 150 ?

Morten Lange, 21.6.2006 kl. 13:02

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er á þeirri skoðun að hraðakstur sé ofmetinn. Ég hef enga beina skoðun á þessu einstaka dæmi þar sem ég þekki ekki aðstæður, en mér finnst allt of auðvelt að kenna bara hraðakstri um allt sem illa fer. Þetta hefur lagast eitthvað á síðustu árum en ekki nóg. Ennþá er hámarkshraði á Íslandi 90 þar sem mest er. Auðvitað er 153 á holóttum blindhæðum óafsakanlegt, en fangelsi er of strangt. Allt í lagi að framfylgja lögum en óþarfi að vera með lögregluríkis tilþreyfingar.

Villi Asgeirsson, 21.6.2006 kl. 16:01

4 Smámynd: Morten Lange

En það eru flestir sem hafa skoðað málið vel, sammála um að það sé hraðinn sem drepur. Hegðun bílstjóra er aðalástæðan fyrir því að rúmlega 20 manns eru drepnir í umferðinni ár hvert, og 10 eða 20 sinnum það slasast illa. Eigum við bara að taka það sem náttúregefin staðreynd ? Hér drepast fleiri á vegunum en í nágrannaríkjunum, en reyndar mun færri á 100.000 íbúa en í BNA.

Kannski má egja að þetta var pínu ýkja hjá mér varðandi fælingarrefsingnum. Aðrir eru að stinga upp á svörtum kassa hjá öllum sem hafa keyrt svona glannalega, eða hreinlega í öllum bílum. Hverjar eru þínar tillögur ?

Morten Lange, 21.6.2006 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband