Leita í fréttum mbl.is

Lækkum hraðann, verum allsgáð. Reiðhjólahjálmar miklu neðar á listanum

Ég vil óska eftir rök með áherslu á reiðhjólahjálma umfram aðra leiða til að bæta  enn frekar öryggi  og heilsuávinning  hjólreiða.  Hvorki Landlæknir né tryggingafélög virðast hafa neitt bitastætt undir höndum varðandi þessa áherslu.

Ég get ekki séð að rök mæli með því að leggja svona mikla áherslu á reiðhjólahjálma, en ég er búinn að lesa mig til ansi vel um umferðaröryggi hjólreiðamanna undanfarin tvö ár.

Og ef hjálmar fyrir hjólreiðamenn er svona mikilvægir, hvers vegna ekki líka  hvetja til hjálmanotkunar fyrir ökumenn og gangandi ?    Ökumenn, farþegar og gangnadi  eru nefnilega hóparnir sem fá flesta alvarlega höfuðmeiðslin i umferðinni.

Samt fáranlegt segja menn. Já, líklega, en hvers vegna ? Bílarnir og líknarbelgarnir eru greinilega ekki nóg.  Og rökin varðandi gangandi gilda ekki síður fyrir hjólreiðamenn.   Er ekki aðalatriðið að leggja áherslu á að koma í veg fyrir slysin og að lægri hlutfall þeirra gerist á miklum hraða ?  Hvar er mikill hraði er afstætt.  Ef ökumaður ekur á gangandi eða hjólandi á gangbraut á 40 km á klst, þá er það mikill hraði.

En ég er með opnum huga og vil gjarnan fá rök frá þeim sem telja sér hafa. Langbest ef þeir sömu eru til í að hlusta á rökin á móti. 

Aðalatriðið er kannski að það mikilvægasti sé að koma í veg fyrir alvarlegu slysin.  þarnæst  er mikilvægt að ekki draga úr hjólreiðum þar sem hjólreiðar bæta heilsu margfalt meira en öll slys á hjólreiðamenn draga úr heilsu ( Cycling the way for towns and cities (1999), CBA of cycling (2005) ofl) . Í þriðju lagi ( sem tengist fyrra punktið) : Lang flest dauðaslys á hjóli er vegna bílstjóra sem ekki aka eftir aðstæðum.

Sem betur fer hefur engin dáið í umferðinni á hjóli á Íslandi síðan 1998. Samt gerir hjólreiðar um 1-2 %  ferða á landsvísu yfir árið. ( Metið út frá  2,6% ferða samkvæmt Gallup siðla hausts 2006 og 1% ferða um hávetur 2002, bæði  í Reykjavík)

Árin 1996 - 2006 hafa 3 dáið á hjóli í umferðinni samkvæmt Umferðarstofu (enginn eftir 1997),  en  222 ökumenn og farþegar dáið á sama tímabíli.  


mbl.is Umferðaröryggiskynning í Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Mikið til í því sem þú segir Morten en ég samt mjög fylgjandi hjálmanotkun á hjólum. Hef kynnt mér það töluvert en ég stóð sjálfur fyrir því að íþróttafélögin eignuðust sína eigin útgáfu af hjólreiðahjálmum, krökkunum finnst það töff og það er hvetjandi.

Þekki persónulega til tveggja krakka, annar hjólaði of langt þegar hann kom að gangbraut og utan í upphækkaðan jeppa og lenti með höfuðið undir afturhjóli jeppans. Hann var sem betur fer með hjálm og stóð alheill upp. Annar var stálpaður strákur að flýta sér á fótboltaæfingu, hjólaði í veg fyrir bíl, á lítilli ferð sem betur fer, og fékk alvarlegan heilahristing. Það hafði áhrif á hann í meira en ár á eftir, hann átti erfitt með einbeitingu í skólanum allan veturinn, fékk höfuðverkjaköst o.s.frv. Hefði trúlega sloppið við það ef hann hefði ekki verið með hjálm.

Vinahjón mín nota hjól talsvert til að hjóla til og frá vinnu og eitt sinn datt konan, lenti á höfðinu en var sem betur fer með hjálm. Hún var með höfuðverk í nokkurn tíma á eftir en segist sjálf ekki geta ímyndað sér hvernig hefði farið ef hún hefði ekki verið með hjálm.

Hestamenn eru allir farnir að nota hjálma og það er ekki að ástæðulausu, samt eru hestar ekki að fara neitt til muna hraðar en reiðhjól. Ég hef notað hjálm á hjóli í 10 ár og mér finnst ekkert vandamál að gera það - ekki frekar en að spenna bílbeltið þegar ég fer í bíl.

Kv. Dofri.

Dofri Hermannsson, 28.4.2007 kl. 16:19

2 Smámynd: Morten Lange

Takk kærlega fyrir athugasemdina, Dofri.

Mér þótti fróðlegt að heyra hvernig þú hefur kynnt þér málið, og hvort þú hafir hugsað til þess að mögulega séu gild rök á móti, og hvort þú hafi þá leitað þeim rökum uppi.

Ég er ekki að mæla á móti því að menn nota hjálm, en fyrir marga er samt vesen að vera með hjálm. Og sem sagt : Það er varla talað um annað varðandi öryggi hjólreiðamanna en hjálmana.  Aðalástæðan er sennilega að þetta virðist vera einföld og snögg lausn, sem ekki kosta hvorki notendur bíla né skattborgurum neitt annað en það sem Lýðheilsustöð og aðrir opinberiri aðilar leggja í s.k. fræðslu.  En umferðaröryggi er svo miklu, miklu flóknari en það.

Í tilefni af umferðaröryggisviku sendi ég fréttatilkynning til fjölmiðla með tilvitnanir í vísindaskýrslum um allt það sem ætti að bera hæst varðandi umferðaröryggi hjólreiðamanna, en engin viðrögð fékkst.  Ef fjölmiðlar hefðu haft nef fyrir hvað það sé sem skiptir máli, hefði þetta fengið góða umfjöllun.

Að vera með hjálm er náttúrlega ekki hægt að bera saman við bílbelti.

  • Það er óþægilegt, fyrir suma mjög óþægilegt,
  • maður þarf að fá sér sér hjálmahúfu undir hjálminn, því venjulegir húfur passa ekki með góðu móti,
  • þeim þurfi að skipta ef þeir verða fyrir hnjaski og
  • í minni reynslu þarf sífellt að stilla hjálminn.  
  • Þeir sem tala hvað mest um hjálma segja líka að það sé aðalatriði að hafa hjálminn vel fram í enni.  Maður á að sjá brúnina.
  • Og hjálmurinn má ekki vera of laus.  
  • Það er ekki öruggt að geyma hjálminum á hjólinu, og litið þyði almennt að lána eða fá lánaðan hjálm.  
  • Nánast ekkert vesen með bilbelti til samanburðar.
  • Kostnaður hjálms er miklu stærri hluti af hjóli, og endist mun styttri en bílbelti

Það eru mjög margar sögur af hjálmum sem virðist hafa hjálpað, og örugglega margt til í mörgum af þessum sögum, en svo eru líka fleiri en nóg dæmi af hjólreiðamönnum sem dóu með hjálm á hausnum.  Gerir ekki eins vinsælar sögur, en gildi þeirra er mun meira, því þé getur maður sagt með vissu, að hjálmurinn ekki dugði til. Maður í raun
ekkert ályktað með visindaleg vissu frá hinum sögunum.  Þess vegna þarf að nota bestu vísindalegum aðferðum og vanda vali á samandburðarhópum og gögnum vel ef maður vill finna út hver virknin sé.

Loks skiptir máli í þessu öllu að hafa í huga að börn séu styttri komin varðandi andleg og líkamleg þroska og reynslu miðað við fullorðna. Sömuleiðis er eldra fólk að sömu leyti í meiri hættu en fólk á miðjum aldri.  Og þegar maður ber saman slysatiðni, skiptir máli að velta fyrir sér skiptingar í tíma og rými, eftir aðstæðum og jafnvel stéttum, auk aldurs og kyni.  Þetta getur allt varpað ljósi á gögnunum og meintum orsakatengsl.


Vísindamenn virðast sumir hver vakni upp við því að rökin sem hefur verið beitt á vísindalegum grunni um að hjálmar skila miklu í þágu öryggis, sé ekki svo sterk, og að fjölmargar ýkjur hafa verið haft eftir gagnrýnislaust.

Það er grein um hjólreiðahjálmar í Wikipedia, og allir sem hafa eitthvað bitastætt til málana að leggja ættu eiginlega að leggja sitt af mörkum þar, að mér finnst.  Á íslensku síðunni, eða þeirri ensku.  Eða kannski stofna síðu um umferðaröryggi eða umferðaröryggi hjólreiðamanna, á íslensku sem væri gagnlegra  :-)

Morten Lange, 28.4.2007 kl. 17:25

3 identicon

Sæll Morten - í annað skipti á einu ári (c.a.) ertu staðinn að verki í sjónvarpi án þess að vera með hjálm á hjólinu. Síðast í Kastljósi og nú í húsdýragarðinum á upphafsdegi "Hjólaðu í vinnuna". Ákvað því að kíkja á síðuna þína og rakst á þessa röksemdarófærslu um hjólreiðahjálma hjá þér... ég skil ekki hvað þú ert að fara sem formaður þessara ágætu samtaka - eða hvort þú ert bara að fá líflegar umræður á bloggið - svona bara til að vera á móti!?

 Gef ekki mikið fyrir mörg rökin þín hér að ofan;

Ökutækið sem slíkt er "hjálmur" ökumannsins - ver ökumanninn upp að ákveðnu marki líkt og hjálmurinn gerir. Og tala um hjálma á gangandi vegfarendur er bara góður brandari hjá þér - ekki meira! Það gilda ekki sömu rök fyrir gangandi og hjólandi, hjólreiðamenn eru miklu berskjaldaðari, með minna viðbragð við óvæntum aðstæðum og færri möguleika til úrlausna þessara óvæntu aðstæðna - og eins og þú segir réttilega þá eru það óvæntar aðstæður þar sem utanaðkomandi aðili er að valda alvarlegum slysum. Þetta er m.a. annar ein af aðalástæðunum fyrir því að ég nota hjálm - eins frábær hjólreiðamaður og ég er - en það sem bara svo mikið af öðrum þáttum í umhverfinu sem ég hef ekki stjórn á en geta haft áhrif á það hvort ég standi eða falli - skiptir þá engu hver hraðinn er - það geta allir dottið alltaf. Ég er álíka góður ökumaður og ég er á hjólinu en set alltaf á mig belti - jú það getur einhver annar komið og ekið á mig - og það þekkjum við sem höfum lent í árekstri að hraðinn þarf ekki að vera mikill til að líkamlegt tjón verði. Upptalningin á ókostum hjálma í samanburði við bílbeltin er líka meingölluð og hlítu að vera samin þegar illa hefur legið á síðueiganda...

  • Það er óþægilegt, fyrir suma mjög óþægilegt, - það á líka við bílbelti hjá mörgum
  • maður þarf að fá sér sér hjálmahúfu undir hjálminn, því venjulegir húfur passa ekki með góðu móti, - kaupir þér buff og eyrnarhlífar á hjálminn
  • þeim þurfi að skipta ef þeir verða fyrir hnjaski og - þarf líka að eyða pening ef bílinn verður fyrir hnjaski þó bílbeltið sleppi heilt úr tjóni 
  • í minni reynslu þarf sífellt að stilla hjálminn - í bílnum þarf reglulega að stilla sætið (álíka léleg rök). 
  • Þeir sem tala hvað mest um hjálma segja líka að það sé aðalatriði að hafa hjálminn vel fram í enni.  Maður á að sjá brúnina. - ?
  • Og hjálmurinn má ekki vera of laus. - rétt  
  • Það er ekki öruggt að geyma hjálminum á hjólinu, og litið þyði almennt að lána eða fá lánaðan hjálm. - læsa hjálminn við hjólið eða taka hann með - trúi ekki að þetta sé ein af afsökunum formannsins! Að sjálfsögðu er ekkert því til fyrirstöðu að lána eða fá lánaðan hjálm!
  • Nánast ekkert vesen með bilbelti til samanburðar. - hjól er ekki bifreið! - önnur fríðindi = önnur þægindi.
  • Kostnaður hjálms er miklu stærri hluti af hjóli, og endist mun styttri en bílbelti - er ég nú viss um að bílbeltið sjálft endist margar mannsævir en spurning um bifreiðina sem fylgir með! :) Með notkun hjóls og fylgihluta er verið að spara svo mikið á öðrum vígstöðum að endurnýjun á hjálmi ætti ekki að vera fyrirstaða - það kaupir enginn bíl án bílbeltis?

En einn stærsti þátturinn er fyrirmyndin - eins og þú segir réttilega þá eru það börn og ungmenni sem skortir ákveðinn þroska til hjólreiða og því í meiri hættu en vitringar á okkar aldri að lenda í tjóni - en tel mjög mikilvægt að við öxlum ábyrgð og sýnum gott fordæmi og notum hjálm. Það er líka rétt, sem betur fer, að banaslysin hafa verið fá síðustu ár meðal hjólreiðamanna og staðreynd að banaslys hafa orðið meðal hjólreiðamanna með hjálm - en í þeim tilfellum skiptir hjálmurinn kannski ekki máli þar sem hraðinn og höggþunginn er svo mikill að margt gefur sig í líkamanum - við erum að reyna að hindra að heyra sögur eins og Dorfi var að segja fá og maður veit af - þar sem saklausar byltur valda örorku vegna hjálmleysis - slíkt er óviðunandi - þó eflaust sárast fyrir þolandann!

Nóg í bili - með hjálmakveðju, Ellert Örn

Ellert Örn (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:23

4 Smámynd: Morten Lange

Sæll Ellert Örn, og takk fyrir innlít og langt svar.

Rökin sem ég var að fara yfir þarna, og þú kemur með svör við, eru langt frá því að vera veigamestu rökin gegn þvi að setja samasemmerki á milli reiðhjólahjálm og umferðaröryggi hjólreiðamanna. Ég hef séð nokkrar tilraunir fræðimanna til að bera saman aðgerðir til að bæta öryggi hjólreiðamanna, og hjálmurinn kemur aldrei efst á blaði. Þú spyrð af hverju ég er að þessu, en svarið er einfallt : Ég tel að ég hafi öðlast þekkingu á þessu sviði, undanfarin 2 ár með lestur fræðigreina, hvatningarrit ESB um hjólreiðar og þess háttar, og þessi þekking er þörf á að breiða út.

Aftur að atriðunum sem þú svarar í svari mínu til Dofra. Ég var bara að segja að það séu mikilvægir hlutir sem gera það að verki að mun meira vesen er með hjálm en það öryggistæki sem þeir eru oftast bornir saman við, sem er bílbeltið. Gef þér það að flest vandamáin sem ég nefni séu als ekki óyfirstiganleg, en þetta eru samt sem áður hindranir og gallar. Tvö mikilvæg atriði gleymdi ég að nefna í samnburðinni:

  • Það ríkir mikill sátt um að efnislega virkni bílbelta bjargi bílstjóar og farþegar, en ekki getur maður sagt það um skýra virkni til reiðhjólahjálma til að bjarga líf, og sérstaklega ekki í umferðinni, ef maður les til dæmis Wikipedia : http://en.wikipedia.org/Bicycle_helmet
  • Það er alþekkt að bílbeltin gera það að verki að fólk keyra aðeins ógætilegra (tölfræðilega séð sem meðaltöl yfir heilli þjóð). Það kemur meðal annars niður á gangandi og hjólandi. En vegna þess að beltin virka eins vel og raun ber vitni, er heildarvirknin stór og jákvæð. Hér spílar líka inn, að "risk compensation" bílstjóra sé þá nægilega lítill til að ekki kollvarpa öryggið. Umferðarreglur og hámarkshraðamörk halda líka menn í skefjum. Ekki er gefið að súmman af efnisleg virkni og hegðunarbreyting komi nauðsýnlega út í plús fyrir reiðhjólahjálma, þótt þetta gildi fyrir bilbelti. Rannsókn sem var birt í fyrra sýndi að bílstjórar í Bath á Englandi gefa reiðhjólamönnum með hjálm minni rými en reiðhjólamanni með kvenleg hárkollu. Þarmeð þarf að gera ráð fyrir hegðunarbreyting - "risk compensation" bæði bílstjóra og hjólreiðamanna tengd notkun reiðhjólahjálma. Heildarútkoman meðtalinni hegðunarbreytingu kemur líka til tals, og er rannsökuð óháð bilbeltin þegar kemur að loftpúðum, ABS-bremsur, kennsla í að aka í hálku og fleira.

Þessi hegðunarbreyting sem dregur úr heildarvirkni reiðhjólahjálma kemur sennilega til að miklu leyti vegna þess hve mikill áhersla hefur verið lagt á mikla virkni hjálmsins. Með hjálm ertu OK, án hjálms ertu nánast dæmdur. Þannig hafa menn nánast talað. Og önnur atriði sem snýr að öryggi hjólreiðamanna fær nánast enga umfjöllun. Giski út í lofti á 2-5% af umfjöllunin sem hjálmar fá. En jákvæð hegðunarbreyting getur komið í veg fyrir slys. Það gerir hjálmurinn ekki.

En í stað þess (eða auk þess) að þrasa, ættum við kannski að eyða kröftunum í eitthvað sem við erum sammála um ?

Til dæmis breiða út þekkingu um hin geysimiklu jákvæðu áhrif hjólreiðar á heilsu, og þar með á heilsugeirann ef fleiri stunda "daglegar" hjólreiðar ?

Eða skrifa lesendabréf um nauðsýn bætts aðgengis hjólreiðamanna, og að næsti ríkisstjórn fara að byggja upp þekkingu og samstarf til þess að búa til samgönguáætlun hjólreiða ? 

Morten Lange, 3.5.2007 kl. 20:42

5 Smámynd: Morten Lange

Meira efni ... 

  • Dæmi um grein CTC, sýstirklúbbur  Landsamtakana hjólreiðamanna / Íslenska Fjallahjólaklúbbsins á Bretlandi.

http://www.ctc.org.uk/DesktopDefault.aspx?TabID=3910

Morten Lange, 3.5.2007 kl. 20:54

6 identicon

Sæll Morten

 

Ég vil byrja á því að þakka þér frábært starf undanfarin ár til að efla hlut hjólreiða hér á landi, ekki veitir af.

 

Hinsvegar verð ég að segja að ég skil ekki alveg þessa áherslu sem þú leggur á hjálmleysið. Á síðunni hjá Wikipedia sem þú bendir á kemur einnig fram að rannsóknir á hjálmum eru þversagnakenndar, það er niðurstöður eru misvísandi.

 

Í öllu öryggisskipulagi eru þrjú skref gegnumgangandi. Þessa hugsun er hægt að yfirfæra á flestar mannlegar athafnir, efnanotkun, flug, siglingar, vinnu inn á rannsóknarstofu eða umferðina.

 

1.skref.  Fjarlægja hættunu með öllu. Ekki alltaf hægt en þessi leið hefur þó mikið verið farin varðandi val á ýmsum efnum. Menn eru t.d. mikið til hættir að nota málningu með lífrænum leysiefnum. Ljóst að við viljum hvorki banna reiðhjól né bíla svo þá er að fara í skref 2.

 

2.skref. Ef ekki er hægt að fjarlægja skaðvaldinn þá búa svo um hnútana að sem minnst hætta stafi af notkun. T.d. upplýsa fólk um hættuna og kenna því rétta hegðun. Haga skipulagi þannig að sem mestur aðskilnaður sé milli bíla og hjóla annarsvegar og svo hjólandi og gangandi hinsvegar. Aðskilnaður verður aldrei 100% svo einnig þarf að fræða ökumenn um tillitssemi gagnvart hjólreiðamönnum. Hér kemur sýnileikinn inn t.d. að vera í úlpu í skærum litum.

 

3. skref.  Persónuhlífar. Þetta er síðasta varnarlínan ef hitt bregst. Fyrir hjólreiðamenn er það hjálmur, fyrir mótorhjólamenn hjálmur og leðurgalli og fyrir aðra, eftir aðstæðum hverju sinni, öryggisgleraugu, skór, eldtefjandi föt eða öryggislínur fyrir þá sem vinna í mikilli hæð.

  

Að segja að hjálmarnir veiti mönnum falskt öryggi, menn hjóli hraðar og bílstjórar séu tillitslausari við hjálmafólk, hvar endar sú röksemdafærsla ef við útvíkkum hana. ABS bremsur, spólvörn, stöðugleikastýring, loftpúðar, bílbelti. Allt eru þetta atriði sem hugsanlega auka öryggistilfinningu hjá einhverjum ökumönnum og þeir aka því hraðar.

 

Þessar síður sem þú ert að benda á með rannsóknum, jú vissulega eru einhverjir aðrir þættir en hjálmanotkun sem greinilega eru ráðandi varðandi höfuðmeiðsl. Í Hollandi og Danmörku eru höfðumeiðslin fæst þó hjálmanotkun sé þar minnst. Það eru lönd þar sem er áratuga hefð fyrir mikilli hjólanotkun og allt gatnakerfið og hegðun bílstjóra tekur mikið tillit til hjólreiðamanna. Semsagt skref 2 (hér að ofan)  í öryggisskipulaginu er mjög sterkt í þessum löndum.

 

Það er getur verið snúið að túlka svona rannsóknir þar sem menn fá tengsl milli tveggja breyta. Það getur verið að þriðja breytan sem ekki er skoðuð hafi raunverulega sú áhrif sem menn eru að reyna að finna.

 

Dæmi: Í berklarannsókn í Bretlandi í byrjun síðustu aldar fundu menn tengsl milli neyslu smjörs, smjörlíkis og berkla. Þeir sem notuðu smjör fengu síður berkla en þeir sem notuðu smjörlíki fengu frekar berkla. Ergó, látum fólkið borða smjör þá fær það síður berkla. Eða hvað? Staðreyndin var sú að þeir sem keyptu frekar smjörlíki voru tekjuminni og bjuggu frekar í lélegu illa upphituðu, heilsuspillandi húsnæði.

 

Svo má ekki gleyma því að hægt er að benda á mörg dæmi þar sem hjálmur hefur bjargað miklu. Er hægt að benda á reiðhjólaslys þar sem verra var að vera með hjálm?

 

Svo hjálmanotkun sé skoðuð sérstaklega þá er nær 100% hjálmanotkun bæði á Kárahnjúkum og á Álverslóðinni á Reyðarfirði. Slysatíðni er eins og svart og hvítt. Mjög mikil á Kárahnjúkum en lítil á álverslóðinni. Hugsanleg skýring er gjörólík öryggishugsun hjá annarsvegar ítalanum og hinsvegar kananum. Einnig gæti munurinn legið í mismunandi eðli þessara framkvæmda.

 

Læt þetta nægja í bili og takk aftur fyrir frábært starf í þágu hjólreiða á Íslandi.

 

Allir á hjólin, með hjálm.

 

Kv Þorsteinn Jóhannsson

Þorsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 13:27

7 Smámynd: Arnþór L. Arnarson

Mér sýnist að sami misskilningurinn, hvað varðar umræðuna um hjálmanotkun og hjálmaskyldu, vera að koma fram æ ofan í æ.   

Í grunninn virðist þessi misskilningur vera klassískur epla og appelsínu misklikningur ( ef svo má að orði komast ).  Menn eru að tala út frá ólíkum forsendum, og komast þ.a.l. óumflýjanlega að ólíkum niðurstöðum.  

Forsendurnar eða sjónarmiðin eru tvö.

1) Öryggi einstaks hjólreiðamanns ( hjálmur / ekki hjálmur ).

2) Lýðheilsuleg-, samgöngu- og samlegðar-öryggisáhrif ( hjálmaskylda / ekki hjálmaskylda ).

Ef ég skil Mortein rétt ( og ég tel mig gera það ) þá er mortein að tala um öryggi hjólreiðamanna útfrá lið 2).  Og rökin í því samhengi eru mun flóknari og ekki eins augljós og þau sem tengjast lið 1).  

Með fyrirvara ( tek það skýrt fram ) tel ég að Mortein telji að útfrá lið 1) ( ef aðeins er horft til öryggis eins staks hjólreiðamanns ( Palli er einn í heiminum sjónarhorn )) þá játi hann að viðkomandi hjólreiða maður SÉ öruggari með hjálm en án.  Þetta er nú eiginlega svona almenn skynsemi.  Hér sýnist mér menn oftast vera að misskilja sjónarmið þeirra sem berjast gegn hjálmaSKYLDU. ( Mortein leiðréttir mig ef ég er að fara með rangt mál hér. ) 

Hinsvegar ef hjálmanotkunn eða réttarasagt ef hjálmaskylda er skoðuð útfrá öryggishagsmunum hjólreiðamanna, verða málin ekki alveg eins einföld og þau voru í lið 1).  Rannsóknir sýna ( Mortein getur eflaust bent ykkur á hana ) að í kjölfar hjálmaskyldu fækkar hjólreiðamönnum.  Og rannsóknir sýna einnig ( spyrjið sérfræðinginn ( Mortein )) að öryggi hjólreiðamanna eykst með auknum fjölda hjólreiðamanna í umferðinni, og minnkar af sama skapi ef þeim fækkar.  Ef við horfum á hjólreiðamenn sem hóp af flólki ( sem hjörð og öryggi þeirra í fjöldanum ) þá vegur sá þáttur mun meira í öryggi hjólreiðamanna en notkunn hjálma.  -  Það er í þessu ljósi sem hjálmaskylda er NEIKVÆÐ fyrir öryggi hjólreiðamanna. - En athugið aftur, notkunn hjálma er EKKI neikvæð fyrir öryggi hjólreiðamanna.  Það er aðeins SKYLDAN um notkun hjálma sem er neikvæð fyrir öryggi hjólreiðamanna, ekki notkunn þeirra.  Þetta verða menn að skilja þegar þeir ræða þessi mál.

Að auki:

Öryggi hjálma er ekki mikið þegar kemur að samstuði  hjólreiðamanna við bíla. En án efa er það BETRA EN EKKERT.  En um þetta snýst málið í raun ekki.  Við erum að tala um öryggi hjólreiðamanna sem HÓPS, ekki í stykkjatali.   

Arnþór L. Arnarson, 4.5.2007 kl. 22:29

8 Smámynd: Morten Lange

Þorsteinn : Þakka þér hlý orð i mín  garð.   Arnþór : Takk fyrir stuðningn. Þetta er að miklu leyti rétt hjá þér.   En það er kannski best að ég vitni í upphafsorð mín hér :

  • Ég vil óska eftir rök með áherslu á reiðhjólahjálma umfram aðra leiða til að bæta enn frekar öryggi og heilsuávinning hjólreiða. Hvorki Landlæknir né tryggingafélög virðast hafa neitt bitastætt undir höndum varðandi þessa áherslu.
Engin hefur tekið þessi bolti, og engin hefur viðurkennt að hafa ekki svarið við spurningunni ...


Kannski var ósanngjarnt að nefna Landlæknir hér, því hann hefur ekki beitt sér í þessu. En hvorki Umferðarstofa, Samgönguráðuneyti, né  Samband Íslenskra  Tryggingafélaga, eða nokkur annar aðili gátu lagt fram  rök þegar SÍT lagði til  hjálmaskyldu fyrir  fullorðna.  ( Án þess að tala stakt orð við hlutaðeiganda ). SíT nenntu ekki, eða gátu  ekki lagt fram neinn gögn yfirhöfuð, og vildu ekki svara spurninga um hvatir þeirra.  Rökin frá Herdísi Storgaard snérust um mjög afmarkaðan hluta málsins og hún gat ekki / vildi ekki svara afgerandi gagnrýni mina /BHRF á skýrslunum sem hún vitnaði í sem traustan sannleika.

Aðilar og rit sem hafa talað á móti þess að banna hjólreiðar án hjálma ( Lögboð og óhófleg áhersla á hjálma hangir saman - og slagurinn um þvinganir getur komið aftur hvenær sem er )
  • Vegagerðin í Noregi, úttekt um gagnsemi þess að taka upp hjálmaskyldu
  • Þingmenn á Bretlandi
  • Þingmenn í Saskatoon, Kanada ( fyrir nokkrum vikum)
  • Ónefndir opinberir starfsmenn / aðilar á Íslandi
Aðilar og rit sem þar að auki segja að áhersla á hjálmum sé alls ekki aðalmálið í umferðaröryggi hjólreiðamanna, og að gagnsemi þeirra ætti ekki að ýkja, eins og venjan hefur verið 
  • "Kids on the move", bæklingur frá DG Environment, ESB
  • "Cycling and children ad young people",  National Children's Bureau , UK
  • "Improving cycling safety without mandatory helmets", European Cyclists'  Federation
  • Bréf ECF til Barrot, Vice-president EU Commission ( á vefnum)
  • Skýrsla um að auka hjólreiðar, rannsoknir innan PROMISE verkefninu, fjarmagnað af ESB, sem skýrsla  European Conference of Transport Ministers vitnar í. 
  • Carlos Dora, frá aðalstöðvum WHO í Genf, sem hélt fyrirlestur hér í fyrra (Hann verður samt að styðja hvatningu til hjálmanotkunar, því það hefur verið stefna WHO, en virðist vera í endurskoðun ).
  • Samtök hjólreiðaverslana í Svíþjóð
  • Bicycle Helmet Research Foundation, www.cyclehelmets.org
  • Yfirgnæfandi meirihluti sérfræðinga í öryggi og heilsumál í Hollandi ( Samkvæmt hjálmahandbók WHO og "Formúlu-1-samtakanna"  FIA )
  • British Medical Association 1999  ( Óvisindanleg meðferð efnis og 15 mínútna umræður fékk aðalfundin til að breyta opinber afstaða BMA 2005)
  • ... og fullt af vísindaskýrslum 
Rit sem sýna að hjálmar séu alls ekki það sem skipta aðalmálið
  • "The Handbook of Road Safety Measures", Elsevier Publishing / TØI, Noregi
  • Nýleg skýrsa þar sem G.Úlfarsson,  Íslendingur búsett í BNA, er með.

(Titlar efir minni her að ofan... )

Er í samandi við ýmsar aðilar,  opinerir  og aðrir,  innanlands og utan, og er að miklu leiti að leita sannleikans, og reyna að leiðrétta mýtur um (ó)öryggi hjólreiðamanna, eftir sem vitneskjan kemur í ljós.  Engin endanlegur óskeikull sannleikur verður fundinn, en hann verður mun betri ígrundað og rannsakað en það sem menn virðist byggja á núna.

Morten Lange, 5.5.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband