Leita í fréttum mbl.is

Ökum varlega, fjölgum hjólreiðamönnum

Nú er búið að vera í fréttum í nokkur skipti undanfarið að ekið hafi verið á börnum á reiðhjóli.

Til þess að skilja hvers konar slys þetta eru, og koma í veg fyrir frekari slysum, finnst mér brýnt að fjölmiðlar, lögregla og rannsóknanefn umferðarslysa leggi sig fram um að segja frá /skrá frekari upplýsingar um hvernig slysin gerðust.  Mér skilst að RNU vilja gera þetta, en sennilega vantar peninga.

Til að koma í veg fyrir slysin eða allavega fækka þeim og minnka alvarleika, mundi ég  halda að nokkur atriði komi til greina  :

  1. Bílstjórar fylgi lögum og lækka hraða eftir aðstæðum, til dæmis þar sem einhverjar likur á hjólaumferð barna er (gildir um hjólreiðar fullorðinna líka, reyndar).  Með því að lækka hraða minnkar likur á árekstri, og meiðsl við árekstur verði mun minni.
  2. Bilstjórar verði vakandi fyrir önnur umferð en bílaumferð. Sýna tillitssemi. Hér mætti ugglaust bæta kennslu og áróður. ( Umferðarútvarpið  til dæmis ?)
  3. Hjólreiðamenn passa sig á bílana, og öðrum vegfarendum. Sýna tillitssemi.
  4. Bæta umferðarskipulag, og sérstaklega með hjólreiðamenn og gangandi í huga og í samvinnu við fagmenn sem kunna til verka.  Fáir hér á landi eru mjög reyndir, og erlendis eru nokkrar mismundandi stefnir uppi.
  5. Hvetja til aukinnar hjólreiðar. Rannsóknir hafa sýnt að þegar hjólreiðamönnum fjölgar þá verða bílstjorar frkar varir við þá, og gera ráð fyrir þeim. Afleiðingin er að slysum á hvern hjólreiðamann fækki, og viða hafi heildarfjöldi slysa á hjólreiðamönnum sem og almennt fækkað.  (Google "safety in numbers"  og bicycle )  Og ef fólk hjóla leiðir sínar í stað þess að aka, þá eru að sjálfsögðu færri tonn á hraðferð í umferðinni, sem enn dregur úr hætta á alvarlegum slysum.


En að lokum þá er mikilvægt að leiðrétta misskilning sem margir lenda í.  Það er ekki sérstaklega hættulegt að hjóla. Þetta gildir sérstaklega ef maður miðar við  hjólreiðafólk með reynslu og ber saman á grundvelli fjölda ferða en ekki ekinna kilómtetra.   Fyrir karla um tvítugt er mun öruggara að hjóla, og ekki síst betra fyrir samfélaginu. 

Þar að auki er búið að   "margsanna" í vísidalegum úttektum  að  hjólreiðar  bæta við ár í lifárum hjá þeim sem hjóla. Likur á að deyja snemma er 30%  minni en hjá þeim sem hjóla ekki daglegar ferðir sínar. ( Lars Bo Andersen 2000, Archives of Internal Medicine)  Jákvæð heilsuávinning hjólreiðar er 7 til 20 sinnum meiri en hættan á að drepast á reiðhjóli í umferðinni.  Þetta þarf allt umferðarskipulag í þéttbyli að taka mið af,  þegar hreyfingarleysið drepur fleiri og fleiri ( Nýasta tala frá BNA er 300.000 vegna hreyfingarleysis og mataræðis. )

 

 


mbl.is Ekið á dreng á hjóli í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband