Leita í fréttum mbl.is

Hjólum gegn umferðarvá kl. 18 frá Glæsibæ

Það stendur til að halda sk. Keðjuverkun  ( Critical Mass) í kvöld.

Eitt sem getur verið ástæða til þess að mæta er að vekja athylgi  á því hvernig hjólreiðamenn eru fórnarlömb umferðar, og á sama tíma getur verið hluti af lausninni.  Umferðarvá er ekki bara umferðarslys/árekstrar, heldur líka staðbundin mengun, öryggisleysi, og áhrif skipulags. Fólki er meinað að fara hentuga leið á milli A og B vegna þess að lítið sé gert ráð fyrir greiðar samgöngur á hjóli, en allt miðað við bílaumferð.  Þetta leiðir meðal annars til hreyfingarleysis sem drepur miklu mun fleiri en umferðarslysin ár hvert.

Mætum kl. 18 við Glæsibæ og hjólum saman niður í bæ. 

Eins og sumir vita var hjólreiðamaður sem var á hjóla úti í kanti eftir Vesturlandsveg keyrður niður  á Sunnudags morgun.  Liðan mannsins er eftir atvikum góð.  Meira um það í nýlegum færslum á blogginu.   Annar var keyrður niður við Kleppsveg fyrr í sumar. Það er að segja bara hjólið lenti undir hjólunum, en hann var ómeiddur.  Í hvorugt tilfellið fjölluðu fjölmiðlar um gáleysi bílstjóranna og að bílstjórar bera mikla ábyrgð og þurfa að gera ráð fyrir hjólreiðamenn í umferðinni.  Frekar var eins og hjólreiðamenn bæru einna helst ábyrgð á sinu öryggi einir.  ( Eins og allir þurfa hjólreiðamenn að sjálfsögðu líka að vera vakandi og kurteis )

 


mbl.is Hættulegasta vikan í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband