Leita í fréttum mbl.is

Frekari upplýsingar um málsatvik árekstrar væru vel þegnar

Það segir sig sjálft að maður eigi ekki að hjóla ölvaður, og ég efast ekki um að það sé rétt að kæra manninn í þessu tilfelli.  En ég væri til í að heyra meir aum hvernig þetta atvikaðist. Það kæmi mér ekki á óvart að bílstjórinn hafi líka brotið af sér, til dæmis ekki miðað hraða við aðstæðum. 

Mér hefur sýnist að oft þegar bílstjórar aka á fótgangandi eða hjólreiðamenn er sjaldan sagt eins nákvæmlega frá málsatvikum og þegar bilslys verða.   Ég hef heyrt frá erlendum sérfræðingum  sem maður treystir, að lögreglumenn oft hugsa frekar eins og bílstjórar, en eins og  gangandi eða hjólandi og þess vegna hallar á "veikari" og umhverfisvænni aðilann þegar skýrslur eru  skrifaðar. Það væri gott að fá vísbendinga  um að svo sé ekki oft hér á landi.  En umfjöllun fjölmiðla af nokkrum árekstrum  síðastliðna mánuði eru ekki hughreystandi.

Loks velti ég fyrir mér hvort ekki sé rétt að ölvað fólk á bílum valda mun meiri skaða, miðað við fjölda ökumanna, en ölvaðir hjólreiðamenn.  ( miðað við fjölda hjólreiðamanna).  Og það þrátt fyrir því að stærri hlutfall ferða á hjóli séu væntanlega farnar með rétt yfir 0,5 prómill í blóðinu en á bíl. Ef þetta stenst gæti skýringarnar verið að 1)  hjólreiðamenn komast ekki langt ef þeir séu mjög ölvaðir.  Þeir þurfa jú að halda jafnvæginu  2) massi og hraði eru mun minni en hjá bílstjórum á sjálfrennireið 3) fjöldi kílómetrar  farnar í  annarlegu ástandi er meiri  hjá bílstjórum.


mbl.is Ölvun á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband