Leita í fréttum mbl.is

Hvernig áhrif munu kaup Nokia hafa á KDE/Linux ?

Hér er þráður með vangaveltum í kjölfar þess að TrollTech taki tilboð Nokia :

  http://dot.kde.org/1201517986/ 

Einn "tölvufjölmiðilinn"  leggur mikla áherslu á notkun hugbúnaðar frá TrollTech í  lausnum og gluggakerfum sem eru vinsælir í Linux.  :  Nokia to buy major Linux company
 

Sem Norðmaður verð  ég örlítið dapur því núna er TrollTech ekki lengur jafn norskt  :-)  Já kannski er þetta pínu dapurt fyrir Íslendingnum í mér líka...

En mikilvægari er ef þetta

  • styrkir keppinauta við Windows Mobile.  Það væri slæmt að fá einokun frá Microsoft  á farsímamarkaði í framtíðinni. 
  • styrkir eða veikir Qt  tólin etc  sem eru notuð í gluggakerfinu KDE, í Google Earth, Opera, Skype og fleiri.  Gagnsemi fyrir KDE hangir á miklui leyti á hvort leyfimál Qt eða afleidd tól etc verða samhæf við GPL hugbúnaðarleyfin oþh.  sem Linux nota.  GPL  gefur menn  rétt til þess að lesa frumkóðan og breyta, en ekki til að svo "loka"  afurðunum.  Afleiðiningin er opinn hugbúnaður.  Afleiðingin  af opnum hugbúnaði  virðist vera góður hugbúnaður á mjög sanngjörnu verði ( oft gjaldfrjálst )
Annars er ég hálfgerðu r viðvaningur í þessu, en mér þýkir þetta með Opinn hugbúnaður samt mjög  spennandi, og hef notað  Linux við og við síðan 1996 eða þar um bil.  Algjörlega nýr hugsun sem fólk taldi að ekki mundi virka en sem stórfyrirtæki eins og IBM stýðja og treysta á.  Mjög stórt hlutfall ofurtölva í heiminum keyra Linux eða  GNU/Linux sem sumir vilja segja.  GPL leyfið kemur frá GNU  (http://gnu.org )
mbl.is Nokia kaupir Trolltech
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Viðar Skúlason

Þessi kaup hjá Nokia eru alveg í samræmi við þau kaup sem þeir gerðu á liðnu ári, meðal annars á Navteq, sem hefur verið annað af tveimur stærstu fyrirtækjum í heimi sem hefur séð fyrirtækjum á borð við Garmin fyrir kortaupplýsingum.

Nokia er þróa fyrirtækjastefnu sína yfir í að vera meira hugbúnaðar/netvænna og þeir þetta alveg í þeirra línu. Svo máttu ekki gleyma því að Nokia hefur verið að senda frá sér lófatölvur sem eru að keyra á Maemo sem byggt á Linux!

Magnús Viðar Skúlason, 28.1.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: Depill

KDE er alveg samt búið að tryggja sig gegn því að Qt verði lokað með samningi við Trolltech http://www.kde.org/whatiskde/kdefreeqtfoundation.php

Depill, 28.1.2008 kl. 18:15

3 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir viðbrögðin. Ég held reyndar líka að þessi uppkaup boða ekki neitt slæmt, og allavega ekki á næstunni. Getur líka gert það sem Trolltech gera mun sýnilegri og öflugri, með því að vera undir hatti Nokia. "Allir" þekkja jú Nokia ...

Sumir eru hinsvegar svekkt út í Nokia, ekki síst í Þýskalandi þaðan sem KDE er ættuð, vegna stórfelldar uppsagnir í  verksmiðju þar nýlega.

Morten Lange, 28.1.2008 kl. 18:38

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, ég hef alltaf haldið að þú værir Dani, veit ekki hvers vegna...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.1.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband