Leita í fréttum mbl.is

Sjálfvirkar skammtíma hjólaleigur í Rvk ?

Úr 24 stundum í dag ( Heilsuhlutanum, bls 22 ):

Höfuðborgarsvæðið hentar vel
til hjólreiða ef hjólreiðakappar
klæðast vel í verstu veðrunum.
Vegalengdir eru ekki stórkostlegar
og margar góðar hjólaleiðir liggja
um borgina þvera og endilanga
sem auðvelda fólki að nýta hjólið
sem samgöngutæki. Hvers vegna
eru ekki allir á hjóli á höfuðborgarsvæðinu?

Pálmi Randversson, sérfræðingur
hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar,
segir það í skoðun að
koma á fót hjólaleigum í miðborginni

en hugmyndin komst fyrst á
kreik í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Við erum að skoða hvernig
framkvæma má hugmyndina
sem okkur þykir vænleg. Hversu
mörg hjól við þurfum, hvar mætti
staðsetja leigurnar og hvernig
rekstrarfyrirkomulag hentar best.

Við viljum auðvitað að fólk nýti
hjólið sem samgöngutæki og þá
sérstaklega í miðborginni. Þar má
létta á umferð bíla. Flestir eiga nú
hjól en ef til vill hvetur það enn
frekar til hjólreiða ef hjól eru boðin
til leigu.

(tilvitnun lýkur) 

Þetta er þegar til staðar í öllum öðrum höfuðborgum norðurlanda (Kaupmannahöfn, Stockholm, Helsinki, Osló), auk þess sem auðvtað eru til hefðundnar hjólaleigur þar sem maður leigir til lengri tíma og sækir og skilir á sama stað. (Eins og Borgarhjól rekur hér í Reykjavík ) 

Þar að auki má nefna að Drammmen, Þrándheimur, Stafanger og fleiri borgir í Noregi eru með svona sjálfvirk kerfi til skammtíma hjólaleigu.  París setti á fót kerfi 15.júli og eru núna með 15.000 (mögulega 20.000 )  hjól sem eru mjög vel nýtt.  Hjólaleigan í París er þannig æpandi heppnaður að borgarstjórar frá Lundúna, Chicago, Washington DC of fleiri borga hafa hug á að læra af þeirra reynslu.  Sjá http://bike-sharing.blogspot.com/

 

Meira úr 24 stundum í dag ( bls 19 ) : Hreyfing allra meina bót :

Regluleg hreyfing og líkamsrækt efur ekki aðeins jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina eldur einnig á
andlegu hliðina. Líkamsrækt dregur úr streitu og fíkn í hvers kyns efni ásamt því sem regluleg hreyfing dregur úr neikvæðum áhrifum hormónastarfsemi líkamans á líðan kvenna. Margir benda á að hreyfing sé ein besta leiðin til þess að draga úr sjúkdómum á borð við þunglyndi og hafi gefist mörgum vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband