Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegar umbúðir, lítið innihald ennþá

Ég mætti og skrifaði undir yfirlýsinguna, þrátt fyrir að sjá marga vankanta.  Eins og oft vill vera eru markmiðin flott og háleit en svo er minna um efndir.   En ef alvara er í yfirlýsingum um að bæta aðstæður sem ýta undir að fólki stundi hreyfingu, og þá sérstaklega sem hluti af daglegum gjörðum, þá get ég og eflaust stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna, þess vegna, fagnað. 

Þá má vel vera að margt gott sé sagt í skjalinu, til dæmis "hvatt til að settar verði reglur um hámarksmagn transfitusýra".    ( Farið frekar varlega í þessu samt, er það ekki ? ) 

En varðandi hreyfingu sem hluti af daglegu lífi og alvöru aðgerðir til að styðja við þessu, get ég ekki séð að neitt sé sagt í skjalinu.  

Ég spurði verkefnastjórann fyrir verkefninu, Héðinn Unnsteinsson, hjá Heilbrigðisráðuneyti, hvort ekki þurfi að fara inn í það verk að vinna Heilsueflingarstefnuna í samvinnu við hin ráðuneytin.  Hann var samþykkur því og sagði að það væri  stefnan á næstu árum....   Það er náttúrulega forsenda til þess að skapa aðstæður í samfélaginu sem ýta undir bætta lýðheilsu.  Fjáramálaráðuneyti, Samgönguráðuneyti, Umhverfisráðuneyti, Menntamálaráðuneyti, Félags- og tryggingamálaráðuneyti, sveitafélögin og að sjálfsögðu frjáls félagasamtök miklu viðar enn í ranni heilbrigðismála þurfa að vera með í þessa vinnu.

Bæði Gunnlaugur Þór, ráðherrann og Þórólfur forstjóri Lýðheilsustöðvar lögðu áherslu á því að heilsustefnan væri ekki greypt í steini.  Lagt er upp með samvinnu, og á milli línanna stendur það í hverjum kafla að sögn Þórólfs  Þórlindssyni.

Eitt sem var sérstaklega bent á var áætlun í Heilsustefnunni um að Lýðheilsumat  ( Health Impact Assessment) verði lagt á öllum málum sem ráðherra leggur fram á Alþingi  (markmið 5.1, í lok árs 2009).   Þetta er sannarlega fagnaðarefni, en þörf er ekki siður  fyrir þannig mat á til dæmis umferðarmannvirki í þéttbýli,  skattlagning nagladekkja svo dæmi séu tekin.  En einhvers staðar þarf að byrja og með þessu verður að minnstu kosti þekkingaruppbygging á Íslandi um  lýðheilsumat / HIA.


mbl.is Ný heilsustefna heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Stefnan bar undirtitlinum "fyrsti hluti"  - og aðspurður sagði Guðlaugur þór að annar hluti kæmi kannski í febrúar n.k.

Morten Lange, 18.11.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Morten Lange

Hewilbrigðisráðherra og aðrir á fundinum óskuðu eftir samvinnu og mér skilst að eftirfarandi netfang sé enn í notkun, og að þar sé tekið við tilögur og athugasemdir :

heilsustefna@hbr.stjr.is

Morten Lange, 18.11.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband