Leita í fréttum mbl.is

Græn samgöngustefna borgarstofnanna

Hér má sjá umfjöllun um grænkun  á samgöngustefnu borgarinnar

  http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-39/351_read-13027/

Hér klippi ég inn smá frá þeirri síðu :

Græn samgöngustefnu fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar.

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að unnin verði græn samgöngustefna fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar. „Slík stefna gæti orðið eitt af aðalsmerkjum Reykjavíkurborgar,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri en tillaga þessa efnis var samþykkt með öllum atkvæðum á fundi borgarstjórnar í dag.

 

Enn fremur :

„Þetta þýðir meðal annars að borgin skuldbindur sig til að bjóða starfsmönnum sínum að nýta aðra kosti en einkabílinn vegna starfa sinna,” sagði Þorbjörg Helga. „Þannig er komið til móts við þá starfsmenn sem velja að ferðast til og frá vinnu á hjóli, gangandi eða með almenningssamgöngum.“

 

Hmm svo þetta virðist snúast bæði um ferðir á vegum vinnunar og ferðir til og frá vinnu ?

Þarna er krækja í skjali , sem kveður á um að reiðhjól og visthæfir bílar verða í boði fyrir starfsmenn. ( Smátt og smátt býst maður við...) 

 

Enn fremur : 

 

Tillaga um samgöngustefnu fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar
Teknir verði upp samgöngusamningar við starfsólk þar sem það á við og komi þeir í stað aksturssamninga. Með samgöngusamningi er samið við starfsmann um að nota fararmáta eða farartæki í eigin eigu vegna vinnuferða. Samgöngusamningur getur tekið til allra vinnuferða eða einungis hluta þeirra til móts við vistvæn farartæki vinnuveitanda. Samgöngusamningar geta tekið til ólíkra farartækja og ferðamáta en skulu ávallt hafa það að markmiði að auka hlut vistvænna ferðamáta í vinnuferðum á vegum borgarinnar.

 

Fyrirmyndaraðstaða:

Reykjavíkurborg tryggir góða aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi starfsfólk sem og viðskiptavini. Þetta verður gert með góðri aðstöðu fyrir reiðhjól starfsfólks og gesta og með hreinlætisaðstöðu og hjálma fyrir starfsfólk.

 

Get ekki séð að þarna sé fjallað um sambærilega samningar og starfsmenn Mannvits og Fjölbrautar í Ármúla séu með.Þar er það þannig að allir sem ekki "eyða"  bílastæði fá greitt sem samsvari strætókorti. Samtökin um bíllausan lífsttíl verðaluðu þessi fyrir tæki í haust :

http://www.lhm.is/content/view/227/125/

http://billaus.is/index.php?option=com_content&view=article&id=58:eitt-hundrae-manns-a-stofnfundinum&catid=34:frettir&Itemid=53

 

( Reyndar kostar bílastæði um 20.000 á mánuði , þannig að þrátt fyrir þetta er enn verið sé að styrkja bílanotendur um sex sinnum meira en öðrum.  Auk þess er styrkurinn skattlagður, en eki gjalfrjálsu [ eða niðurgreiddu ]   bílastæðin )

Það er eitt sem ég hreinlega skil ekki : Af hverju blandatr borgin  samnota reiðhjólahjálma inn í þessu ? Mér sýnist það ekki vera vel til fundið.

Á póstlistanum um borgarhjólaleigur / almenningsreiðhjól ( World Citybike mailing list ) var niðurstaðan að það sé ekki æskilegt úr frá heilbrigðissjónarmiðum að vera að samnýta hjálma.  Ýmis óhreinindi getur flýst á milli.  Hér verður notkunin minni og veðrið ekki eins heitt, en samt.  Annað er að hjálmurinn verður að passa við höfuðstærð og vera rétt stilltur til að gagnast.  Það kann oft að vera talsvert mál að stilla hjálm rétt eftir lögun höfuðs hjá aðilanum sem ætlar að nota hjálminum í hvert skipti.  Nær væri að bjóða upp á góða geymslu fyrir hjálma, þannig að þeir verða ekki fyri hnjaski.  Mér sklstr að ekki sé  mælt með því að nota hjálm sem hafi dottið  ítrekað í gólfið / malbiki/steypu. Ef menn samnota hjálma geta þeir aldrei vitað hversu mikið hnjask hjálmurinn hefur orðið fyrir. 

Svo er reyndar hitt að hjálmar gera miklu, miklu minna gagn, og sérstaklega gegn alvarlegum meiðslum á heila en af er látið.  Að leggja áherslu á hjálmum segir óbeint að þeir gera gagn sem munar um og óbeint að hjólreiðar séu sérstaklega hættulegar, sem er ósatt.   Það er mín niðurstaða  eftir að hafa þurft að kynna mér málið til hlitar.  Hef lesið tugi visindaskýrslna, mætt á sérstakan alþjóðlega málfund um hjálma og öryggi  á vegum European Cyclists' Federation og rætt við nokkrum af fremstu sérfræðingum heims á þessu sviði. ( Sjá t.d. cyclehelmets.org , Wikipedia-greinin Bicycle helmet og cykelhjelm.dk.  Fullt af tilvitnanir í greinar með hinum  "hefðbundna" sýn líka á þessum síðum. )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Í löndum þar sem fólkið notar reiðhjólin mikið er varla að sjá neinn mann með hjálm. Helst eru það ung börn (og þau eiga að vera með hjálm) og menn sem stunda hjólreiðar sem keppni. Ég er mjög efins um gagnsemi hjálmsins.

Úrsúla Jünemann, 19.11.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Morten Lange

Sæl Úrsúla,

Takk fyri innlit, og vingjarnlega athugasemd  :-) 

Ég get tekið undir að margt bendir til þess að hjálmar gera meiri gagn fyrir krakka en fullorðina, _ef_ þeir detta. Stærri haus, viðkvæmari stig þróunar á heilanum býst ég við, og að þeir eiga erfiðara með að meta fjarlægðir og hraða.  En ég get ekki tekið undir að börnin eiga öll að vera með hjálm. ( Nema vegna  lagasetningu sem byggir reyndir á slökum rökum)

Segi ekki heldur að ég hafi neitt á móti því að foreldrar kaupi hjálm og stilla rétt fyrir sín börn.  Til er skyrsla sem tók sérstaklega fyrir hjálmaáróður og -skylda fyrir börn.    Hún segir að rökin sé mjög veik með þessa rísa-áherslu á hjálmum. 

Tim Gill, National Childrens' Bureau : Cycling and Children and Young People

Morten Lange, 19.11.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband