Leita í fréttum mbl.is

Frá Umferðarstofu, ekki Umferðarráði

Umferðarstofa  er stofnun :

Vefur :  www.us.is

Umferðarráð er ráð "grasrótarinnar"  í  umferðaröryggismálum, þar sem líka eiga sæti fulltrúa ráðuneyta, stofnanna ( þ.m.t.  Umferðarstofu ) og Reykjavíkurborg

Vefur  : www.umferdarrad.is

Í fyrra kom  í ljós  að þó að fjöldi látinna hafði lækkað hafði fjöldi alvarlegra slasaðra hækkað. Þetta sýnir að við getum alls ekki hvílt okkur í umferðaröryggisstarfinu, né státað af "heimsins öruggasti umferð". 

Varðandi ástæður fyrir breytinguna, þá held ég að virkt eftirlit hafi skilað sínu, en mögulega hafa líka fleiri bjargast frá dauða af heilbrigðisstarfsfólki  og þannig hafafólk sem hefði getað dáið í staðin lifað af en þá líklega sem alvarlega slasaðir.

Það þarf að bæta hegðun ökumanna, herða enn á eftirliti  og helst lækka hámarkshraða á vegum þar sem slysin gerast.  Úttekt á öryggi vega hefur sýnt fram á að vegirnir bera ekki þann hraða sem er leyfður á þeim.

Þá ætti samgönguráðherra að sjá sóma sinn í því að :

  • Breyta ákvörðun um tvöföldun og ljós yfir Hellisheiði.   2+1 vegur er öruggari ( segja sérfræðingar), og miklu miklu ódýrari , og ljósastaurar geta boðið hættuna  heim, eins og hefur nýlega komið fram í fréttum.
  • Nota peninga í hjólreiðabrautir sem valkost við stofnbrauta í þéttbyli og líka með fram þjóðvegum út frá Höfuðborgarsvæðinu.  
Þetta tvennt er skynsamlegt að gera út frá umferðaröryggissjónmarmiðum, efnahagi, umhverfi og lýðheilsu.
mbl.is Sjaldan færri látist í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gott að benda á þetta, Morten. Umferðamenningin okkar er alls ekki nógu góð ennþá.

Úrsúla Jünemann, 2.1.2009 kl. 14:52

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þú veður villu varðandi 2+1 og ég ætla nú bara að segja þér að nóg erum við Sunnlendingar búin að berjast fyrir 2+2 að annað verður ekki, það verður bara ekki, fyrr ligg ég dauður.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.1.2009 kl. 01:56

3 identicon

Ég er sammála þér að  mestu leiti fyrir utan 2+1. Það fær enginn sérfræðingur mig til að trúa því að umferð sem kemur á móti mér án þess að vera aðskilin sé hættuminni en aðskilin umferð eins og 2+2. Maður talar  nú ekki um þegar að stórir bílar eins og Olíubílar eru fastsettir með 80 km hámarkshraða en umferðarhraðinn er 90 km.  Ég held að þetta sérfræðiálit hljóti að vera pantað af yfirvöldum.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 12:54

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég veit ekki hvort að ég er að skilja þig rétt Rafn.

Þannig er að 2+1 var draumur vegagerðarinnar og vegagerðin ætlaði sér 2+1 hvað sem aðrir söggðu og því má segja að það hafi verið pantað af stjórnvöldum sem ætluðu að láta þetta eftir vegagerðinni.

Hvað varðar framaná ákeyrslu er ekki munur á 2+2 eða 2+1, þó það væri 1+1, séum við að tala um samskonar mannvirki sem aðskilur akstursstefnurnar, en 2+1 heftir umferðarflæðið verulega og hefði þar með heft lífsgæði okkar sem notum Suðurlandsveg og það er bara svo margt sem skiptir máli í þessum samanburði og búið er að segja og skrifa víða.

Hitt er svo annað að vegagerðin er ekki hætt að tefja málið, ég held því fram að vegagerðin ætli sér að þessi framkvæmd verði mjög dýr úr því að þeir fengu ekki að hafa veginn 2+1, því að þeir eru að dunda sér við það núna að hanna hann sem 3+3 þó svo ekki eigi að framkvæma verkið þannig og þeir eru að hanna rándýr mislæg vegamót í stað hringtorga, sem væri þá hægt að nota en það hefur vegagerðin enn ekki getað og bara á milli Kamba og Selfoss eru þeir að hanna 5 slík mislæg vegamót, það duga tvenn.

Olíubílar og aðrir stórir eru ekki fastsettir í 80 það er leyfilegur hámarkshraði þeirra en þeir eru fastsettir í 90, skiptir ekki máli.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.1.2009 kl. 14:20

5 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir innlit og athugasemdir, Úrsúla, Högni og Rafn.

Ég hefði kannski átt að taka það fram að ég átti við 2+1 með aðskilinni akstursstefnu.  Og að lausnin í Svínahrauni er ekki nógu góð lausn, því vegurinn þar var hönnuð sem 1+1   og svo breytt í 2+1 með vegavegrið.

Varðandi að 2+1 lausn sem hefur verið hönnuð þannig frá upphafi sé betri, þá sérfræðingar í umferðaröryggi hingað til haldið því fram að  þeir væru um það bil eins öruggir og 2+2 lausnir, en á Umferðarþingi kom maður að nafni John Dawson, tengd verkefninu EuroRAP, sem  hefur mat á öryggi vega sem sitt sérsvið.  Hann sagði í viðtali við Stöð 2 að nýjar rannsóknir hafa sýnt að 2+1 lausnir eftir fordæmi Svía sé það besta sem hægt er að bjóða upp á fyrir öryggi bílstjóra og farþega.  Als staðar þar sem hægt er ætti að velja þessa lausn, nema umferðarflæðið sé verulega mikið. Ég skal viðurkenna að ég hafi ekki séð tilvitnanir í þessar rannsóknir sem Dawson hlýtur að vísa í. En þið sem ekki hafa trú á að 2+1 sé betri sem  lausn hafið svo sem ekki bent á rannsóknir heldur. 

Rök og rökstuðningur ( og helst rannsóknir) hlýtur samt að vera mælistikan sem menn nota til að meta gagnsemi ólíkra lausna eða hvað ?

Að  2+1 skuli hefta umferðarflæðið það mikið að það sé þess virði að forna öryggi og seinkun á úrbótum á öðrum vegaköflum tel ég vægast sagt hæpið.  Annað er að orkan sem er notuð í samgöngur á sennilega eftir að verða dýrari. Framleiðslu á olíu virðist far minnkandi og / eða að verða miklu dýrari. Og rútuferðir verða tíðari.  Þannig mun draga úr umferð frekar en aukast yfir Hellisheiði þegar til lengri tíma er lítið.  Jafnvel þó jafn margir einstaklinga fara þarna á milli.  

Varðandi þessa þætti í hönnun Vegagerðarinnar, sem þú bendir á Högni, sem gera Suðurlandveg dýrari, þá er þetta með hringtorg áhugavert. 3+3 held ég að tengjast öryggiskröfur sem verða óháð hönnun.  ( sem sagt 3+3  er 2+2 með nægilegar vegaaxlir. Með sömu rök mætti kalla 2+1 lausnina 3+2 )

En það væri mjög áhugavert að heyra svör Vegagerðarinnar við athugasemdir þínar.  Sýnd að bloggið sé svona lélegur staður til að safna saman áhugamenn og fræðimenn um málefnin.  Okkar vantar íslenskt wiki um umræðu-efni sem lífa lengur en nokkrar mánuðir. Þar mundu menn setja fram rök og rökstuðning með skipulegum hætti, og Þetta wiki yrði helst eitthvað sem blogg og blaðagreinar mundu vísa í. 

Morten Lange, 4.1.2009 kl. 17:15

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Morten, það er ætlun vegagerðar ríkisins að gera þessa frmkvæmd eins dýra og hægt er, það er almenn fýla í vegagerðarmönnum yfir því að þeir voru stoppaðir af með 2+1, yfirmenn vegagerðar ríkisins eru ekki starfi sínu vaxnir, þetta vitum við sem bæði höfum starfað fyrir vegagerðina og þurft að hafa það að atvinnu að keyra atvinnubíla hér um vegi landsins.

2+1 er kjaftæði, það skiptir engu máli hvað akreinarnar eru margar og hvort þær eru mismargar þegar talað er um öryggi varðandi framaná ákeyrslu þá skiptir máli hvað það er sem aðskilur akstursstefnur og það má ekki rugla þessu saman.

Setjum svo að við Sunnlendingar mundum bakka með okkar eðlilegu kröfur seggðu mér þá Morten hvoru megin myndirðu hafa 2 á milli Hveragerðis og Selfoss og af hverju?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.1.2009 kl. 22:42

7 Smámynd: Morten Lange

Takk aftur fyrir svarið, Högni.  Það er sennilega rétt hjá þér að aðskilnað akstursstefna sé aðalmálið.  En hraðbraut ( 2+2  ) hvetur til hraðaksturs. Það liggur eiginlega í nafninu.  Og hvernig brautin litur út fyrir ökumenn.   Þó svo að líkur á framanákeyrslur stórminnka, þegar búið er að aðskilja akstursstefnur, er enn hætta á útafakstri, aftanákeyrslu ofl.

Málið með 2+1 er að akstursstefnurnar fá tækifæri til framúraksturs á víxl.  Þannig að svarið við spurninguna um leiðina á milli Hveragerðis og Selfoss er að maður fær tækifæri til að taka framúr á þessa leið óháð í hvaða átt er ekið. Vonandi er enn hægt að nálgast tillögurnar um 2+1 lausnina og að þetta komi fram þar, etv óbeint ?

Morten Lange, 5.1.2009 kl. 00:32

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ókey Morten þá erum við búnir að afgreiða þetta með aðskilnað aksturstefnanna.

Hætta á aftaná ákeyrslu er meiri á 2+1 vegna þess að annað slagið þrengist vegurinn niður í eina akrein og svo eykst slysahætta aftur þegar einföldun sleppir vegna þess hve einstaka bílstjórar eru búnir að gera aðra bílstjóra kolbrjálaða í skapinu með því að dóla sér og vera sléttsama um hvað fyrir aftan þá er (og ekki megum við gleyma þeim sem hafa minni þjálfun en aðrir og geta einfaldlega ekki meir, en hafa fullann rétt til að vera í umferðinni).

Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur ekki sýnt að hraðinn aukist og slysum við útaf akstur hefur ekki fjölgað þar, svo enn er niðurstaðan hjá mér að við tvöföldum Suðuralndsveg í báðar áttir.

Fyrir austan Selfoss er vegagerðin enn farin að tala um þessa erkisens heimsku 2+1, ég hefði heldur viljað sjá 1+1 þ.e. aðskilja akstursstefnur en hafa akreinar breiðar og góðar axlir þar sem hægfara bílar geta hleypt framúr sér og það sem vegagerðin á að vera löngu búin að gera að gera almennilegar afreinar og aðreinar.

 Á milli Hvergerðis og Selfoss eru ekki nema 10 kílómetrar svo það er ekki um það að tala að hafa 2+1 þar, svo einfallt er það og vegagerðin lét gera afreinar á veginn milli Hveragerðis og Selfoss eftir alvarlegt slys sem varð á veginum þar í haust, sem auðvitað átti að vera búið að gera fyrir mörgum árum, mjög mörgum árum og heimskulegri mannvirki hef ég ekki séð og hefur vegagerðin þó klúðrað mörgu

Ég segi enn og aftur að yfirmenn vegagerðarinnar eru gjörsamlega óhæfir einstaklingar sem eru gjörsneyddir öllum metnaði eða áhuga á starfi sínu hvað þá á öryggismálum á vegunum, eins og dæmin sýna og þeir hafa sagt sjálfir, en þeir hafa sagt að þeirra markmið sé fyrst og fremst að halda niðri hraðanum og það er rangt hugarfar því að það er ekki þeirra að hugsa um það þeir eiga að gera vegina örugga og ódýra enn umfram allt góða.

Í dag skiptir mjög mikklu máli að vegir séu beinir eins og mögulegt er því að sparnaður á olíu er atriði framtíðarinnar og við förum í gegnum fjöll og yfir firði til þess að hafa vegi örugga og ódýra.

Er farinn að vinna :)

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.1.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband