Leita í fréttum mbl.is

Það á að taka hjólreiðar alvarlega

Niðurstaða skýrslu unnið á vegum ríkisstofnuninni Cycling England er að það þurfi bara að vanda sér, svo komi í ljós að heilmikið mun ávinnast með því að stórbæta aðgengi til hjólreiða.

Með því að undirbúa dæmið og gera þetta "rétt"  má fá miklu meiri árangur og ábati en hingað til hafi verið reiknað með ( ef menn voru yfir höfuð að leiða hugann að hjólreiðum ) 

Hér er tengill í umfjöllun um skýrsluna :

http://www.dft.gov.uk/cyclingengland/2009/05/new-economic-analysis-signals-a-more-effective-approach-to-cycling/ 

Skýrsla Umhverfisráðuneytisins um aðgerðir í loftslagsmálum  sem var gerð opinber nýlega fer "hálfa leið"  með þessu og setur upp auknar hjólreiðar og göngu sem ( næst ) arðbærasti kostinn til skamms tíma.

Sjá frétt frá Umhverfisráðuneytinu 

En umfjöllunin um hjólreiðar í skýrslunni er nokkuð rýr.  En ef ráðuneytin mundu vanda til verka varðandi hjólreiðar, eins og Cycling England mæli með,  mundi  aðgerðir til að auka hlutdeild hjólreiðar lukkast mun betur, og ávinningurinn margfaldast.

( 2009-06-24 : Reyndi að lagfæra málfar , og skýrði frá að um skýrslu umhverfisráðuneytisins í loftslagsmálum sé að ræða.  )

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst mætti bæta samþættingu strætó og hjóla.Fannst mikil afturför þegar gömlu Volvo strætóarnir fóru að týna tölunni en þeir voru með sæmilegt pláss aftast í vögnunum.Nýju flottu" Renault "vagnarnir eru leiðinlegir til  að troða inn hjóli.Samþætting strætó og hjóla er nauðsynleg til að hjólreiðar séu aðlaðandi fyrir suma.Vissulega eru til "orthodox"hjólamenn sem láta ekki 10km eða meira þvælast fyrir sér,en hjólreiðar ættu að ná víðari útbreiðslu.'eg hef til dæmis verið með beisli með hjólafestingu á bílnum mínum.Hjól/einkabíll/strætisvagn geta  vel unnið saman.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 00:41

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég er sammála þér að öllu leyti Morten. Vandinn er held ég sá að stjórnvöld og margir af þeim sem þau kalla til ráðgjafar trúa því ekki að hjólreiðar og almenningssamgöngur geti komið í stað einkabílsins.

Í skýrslunni "Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi
gróðurhúsalofttegunda á Íslandi" er aðeins á einum stað minnst á skipulag byggðar og hvergi á bílastæði en bæði þessi atriði skipta mjög miklu um hlutdeild annarra samgöngumáta en einkabílinn. Ekki er heldur minnst á jafnræði samgöngmáta í skattalegu tilliti. Auðvitað er þetta heildarskýrsla um málefnið þannig að það er ekki hægt að dvelja við smáatriði en samt finnst mér þetta vanta í.

Á heimasíðu Cycling England er mjög margt gott efni sem við íslendingar gætum notað hjá okkur. Nefni sem dæmi gátlista fyrir hönnun mannvirkja fyrir hjól: http://www.dft.gov.uk/cyclingengland/site/wp-content/uploads/2008/09/design_checklist.pdf

Fyrsti liðurinn þar hljómar svona og mættu íslenskir stjórnmála- og ráðamenn taka hann til sín: "Cycle-specific infrastructure should not be introduced without first establishing whether cyclists’ needs would be better met through demand management or traffic management measures that reduce both the volume and speed of motor traffic."

Árni Davíðsson, 25.6.2009 kl. 10:37

3 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Mig grunar að vandinn hérlendis liggi í því að það séu mismunandi stofnanir sem sjá um hlutina, og þessar stofnanir virðast ekki tala saman.  Þessi annars ágæta skýrsla frá Umhverfisráðuneytinu virðist ekki hafa lent inni á borði hjá ja, nú verð ég að viðurkenna að ég þekki ekki alveg ferlið þegar nýtt hverfi er hannað eða eldra hverfi endurskipulagt, en það hlýtur að vera skipulags- og eitthvað svið.  Hmmm.

Hjóla-Hrönn, 25.6.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband