Leita í fréttum mbl.is

Hjólreiðar hættuminna en garðvinna ?

Þessi grein heldur því fram að hjólreiðar séu hættuminni en að sýsla í garðinum.

http://www.guardian.co.uk/environment/ethicallivingblog/2009/jun/29/bike-blog-cycling-safety

Gæti vel átt við um fjölda slysa á klst.  Veit ekki með dauðsföll.  En síðustu 10 árin hefur engin dáið á reiðhjóli á Íslandi.  Hversu margir hafa dáið eftir því að hafa dottið af svölum, stíga og svo framvegis ? 

Alla vega þá virðist staðreyndin vera sú að hjólreiðamenn lifa lengur en aðrir, eins og fram kemur í greininni.  Höfundur er þarna óbeint að vitna í rannsóknarskýrslu  Lars Bo Andersen og félagar,  sem Alþjóða heilbriðgismálastofnuninni, WHO,  vitnar líka mikið í.  Greinin birtist árinu 2000,  í virta vísindatímaritinu  Accident Analysis & Prevention.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Það leynast ýmsar hættur í garðinum.  Ég hef stigið á hrífu og fengið skaftið beint í andlitið.  Verulega vont.  Svo tekst mér merkilega oft að labba aftur á bak og detta ofan í safnhauginn, ca 1 metra djúp hola sem ég gref á vorin.  Við þurftum að fella ca 40 aspir þegar við fluttum inn, og ég með keðjusög er sko ekkert lamb að leika við!  Kallinn var ábyggilega í bráðri lífshættu á meðan.

Hjóla-Hrönn, 13.8.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband