Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Staksteinar : Nýjar baráttuaðferðir

Skrifaði eftirfarandi sem athugasemd við pistli Staksteina um nýjar aðferðir sumra róttækra umhverfisverndarsinna í Berlín,sem eru sérstaklega illa við stóra bíla, hvernig þetta geti skemmt fyrir að samstiga skrefum verði farin  í að breyta skattlagningu ofl á stórum bílum, og línan dregin til aðgerða "Saving Iceland"

Hér er athugasemdin : 

Leiðir í umhverfismálum er þörf umræða. Það er rétt hjá Staksteinum að samhentum aðgerðum sé þörf og að aðgerðir róttæklinga getur komið í veg fyrir samheldni í þessum málum. En staksteinahöfundur virðist einungis sjá hluti af myndinni.Til að skilja hvað sé í gangi, þyrfti að reyna að setja sér í stað annarra. Það þyrfti jafnvel að hlusta vel og með einlægni á róttæklingum.  Og velta fyrir sér hvort þeir mæta mögulega skilningi hjá hluti þjóðarinnar, þó þeir láta ekki í sér heyra. Það er ekki eins og það muni smita einhvern að velta þessu fyrir sér og mögulega hlusta og nota fjölmiðlar til að láta aðrir hlusta.  Kannski ættu fjölmiðlar í ríkari mæli láta rödd þeirra heyrast jafnvel þegar þeir eru ekki að grípa til örþrifaráða (að þeim finnst). 

Það gæti hugsanlega hjálpað "að tala saman", þó það sé enginn töfralausn.  Láta fjölmiðlar taka róttæklingana í hálfgerðum drottningaviðtölum, en eyða líka talsverðum tíma í  að  benda þeim á hvað stór hluti fólksins finnst vera að í aðferðum þeirra og svör róttæklingana við því.   Kannski ætti ekki að  taka viðtölin í beinni tengsl við umdeildum aðgerðum, heldur þegar þeir reyna að láta í sér heyra með aðferðum sem fleiri geta samþykkt, það eru fréttatilkynningar, greinaskríf, undirskriftasöfnun, ýmsar atburðir, ráðstefnur og fleira. 

Að mér heyrist þá halda alla vega sumir róttæklingar því fram að erfiðleikar með að fá aðgang að fjölmiðlum, til dæmis borið saman við aðilar sem bera fram sjónarmið sem þeir eru ósammála, er skýringin á því að þeir segjast "neyddir"  til þess að grípa til aðgerða sem eru líklegri til þess að ná  athygli fjölmiðla. Ráðstefnur róttæklinga og innihald þeirra eru ekki taldar fréttnæmar.  Ákvarðanir stórfyrirtækja en líka og fata-  og matarsmekk forsvarsmanna þeirra, til dæmis,  eru taldar fréttnæmar, svo ekki sé talað um allt sem Paris Hilton eða Brad Pitt gera eða ekki gera .  Og ólöglegir aðgerðir róttæklinga eru talin fréttnæmar.

Annars þarf að nefna : að einblína á stærð bíla er þröngsýni. Vaxandi stærð bíla er  tákn, en aðgerðir ættu líka að snúast um önnur tákn.   Um leið og skattar eru settar á útblæstri, ætti að leggja af eða minnka skatta  á almenningssamgöngum og reiðhjólum.  Það ætti að  jafna út samkeppnisgrundvöllin í vegakerfinu, því núna hallar mjög á öðrum samgöngumátum en einkabíla. Það ætti að fara fyrir samkeppniseftirlit að þeir sem mæta á bíl til vinnu og í verslanir fá gjaldfrjáls bílastæði, á meðan aðrir ekki njóta sambærileg forréttindi. Það ætti að veita samgöngustyrk, ekki bílastyrk, með sambærilegum greiðslum óháð því hvort fólk kýs að ferðast ódýrari en á bíl.  Ef eitthvað er, ætti frekar að hyggla þá sem ferðast með heilbrigðum samgöngum. Breytingar í þessa veru hafa þegar verið í gangi viða í heiminum í kringum okkur, bæði austan-  og vestanhafs.


Hjólum gegn umferðarvá kl. 18 frá Glæsibæ

Það stendur til að halda sk. Keðjuverkun  ( Critical Mass) í kvöld.

Eitt sem getur verið ástæða til þess að mæta er að vekja athylgi  á því hvernig hjólreiðamenn eru fórnarlömb umferðar, og á sama tíma getur verið hluti af lausninni.  Umferðarvá er ekki bara umferðarslys/árekstrar, heldur líka staðbundin mengun, öryggisleysi, og áhrif skipulags. Fólki er meinað að fara hentuga leið á milli A og B vegna þess að lítið sé gert ráð fyrir greiðar samgöngur á hjóli, en allt miðað við bílaumferð.  Þetta leiðir meðal annars til hreyfingarleysis sem drepur miklu mun fleiri en umferðarslysin ár hvert.

Mætum kl. 18 við Glæsibæ og hjólum saman niður í bæ. 

Eins og sumir vita var hjólreiðamaður sem var á hjóla úti í kanti eftir Vesturlandsveg keyrður niður  á Sunnudags morgun.  Liðan mannsins er eftir atvikum góð.  Meira um það í nýlegum færslum á blogginu.   Annar var keyrður niður við Kleppsveg fyrr í sumar. Það er að segja bara hjólið lenti undir hjólunum, en hann var ómeiddur.  Í hvorugt tilfellið fjölluðu fjölmiðlar um gáleysi bílstjóranna og að bílstjórar bera mikla ábyrgð og þurfa að gera ráð fyrir hjólreiðamenn í umferðinni.  Frekar var eins og hjólreiðamenn bæru einna helst ábyrgð á sinu öryggi einir.  ( Eins og allir þurfa hjólreiðamenn að sjálfsögðu líka að vera vakandi og kurteis )

 


mbl.is Hættulegasta vikan í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá einhver Benz aka á hjólreiðamann á Vesturlandvegi sunnudagsmorgun ?

Gott að löggan lýsir eftir vitni, en ég hef ekki séð þetta í öðrum blöðum, né netmiðlum. Skrýtið að löggan, blöðin og ljósvakamiðlar ekki nýttu tækifærið þegar fyrstu fregnir bárust af ákeyrsluna. 

Það skiptir jú miklu máli að finna út hvað gerðist. Það er forsenda fyrir því að geta unnið markvisst í  að koma í veg fyrir að hjólreiðamenn séu keyrðir niður.


mbl.is Lögreglan lýsir eftir vitnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálmar sem brotna hafa ekki sinnt hlutverki sinu

Samkvæmt sérfræðinga um hjálma, þá eiga hjálmar að minnka högg  með því að frauðplastið sé þrýst saman og þannig dregur úr höggi.  Þetta er svipað og með líknarbelga og krumpueiginleikar sem eru í bílum.  Hins vegar ef til dæmis líknarbelgur er sprungin, þá er sennilegt að hann hafi verið gallaður. Eins er með hjálminn.  Lögreglan hefur greinilega lítið vit á þessu.  Þá segja reyndar sérfræðingar líka að í vissum tilvikum geta hjálmar gert illt verra í árekstrum þarsem höfuðáverkar eru um að ræða.  

Helsta orsök heilaskaða ( hann virðist hafa fengið heilahristing þ "Concussion")  er snögg snúningur heilans, auk þess sem högg geta spilað inn.   En hjálmurinn getur frekar aukið snúninginn frekar en hitt, öfugt því sem gildir um högg.  Í sumum er það sennilega þannig að hjálmlaust höfuð hefði rétt sloppið við að skella í malbikið, en höfuð með hjálm er stærri og fær högg.  Nú veit ég lítið um hversu vísindalegir svoleiðis bollaleggingar séu.  Það sem hinsvegar er ljóst er að fjöldann allan af  góðum rannsóknum hafa komist að þeirri niðurstaða að lítill hjálp sé í hjálmana þegar horft er á slysatölum frá heilli þjóð, heilt fylki  eða heilli borg. Áhugasömum er bent á Wikipedia greinar um  hjálma ( Enska og Íslenska )



mbl.is Ekið á reiðhjólamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar snöggir lausnir

Skrifaði nokkur orð um hvernig ég hugsa um þetta á bloggi Ester.

Í stuttu máli : Orkunotkun verður sennilega alltaf vandi.

Við þurfum að draga úr henni, því lífhvolfið  ( The Biosphere )  þolir ekki öllu meira. Það er að segja allar þær þjónustur sem lífhvolfið veitir okkur Homo sapiens munu þrjóta ef við hugsum ekki okkar gang. 

Ef "lausn" finnist á orkuvandanum einn og sér, þá er næsta vist að  taumlaus nýting orku mun hafa mikill áhrif á lífhvolfinu, til dæmis hraða eyðileggingu vistkerfa sem við þurfum á að halda.  

Hreinsun útblásturs eru góðar fréttir ef satt reynist, og þetta virki og verði metið sem hagkvæmt, en þetta er enginn eiginleg lausn, bara plástur á gríðarstórum vanda.  Plástur á líkama allur í stórum sárum.

En við getum hins vegar leyst vandann með alvöru lausnum. 

  

P.S.

Orðið  "lífhvolfið"  finnist bara 20 sinnum í google, sem er næstum því hneyksli !

Orðið jepplingur finnist 10 þúsund sinnum ... 

 


mbl.is Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aths við : Hjólafólk á beinið... Kaupmannahöfn

Fann þessa frétt í gegnum vefnum samgongur.is .

Annarsvegar er greinilegt að hjólreiðamenn í Kaupmannhöfn þurfa að taka sér á, en hinsvegar dreg ég mjög í efa að þessi frétt  gefi rétta mynd.  Hversu margir eru drepnir  vegna slæmra hegðunar hjólreiðamanna í umferðinni í Kaupmannahöfn ár hvert ?  Ég er nokkuð viss um að þeir séu vart teljandi.  Og hversu margir eru drepnir eða alvarlega slasaðir vegna slæmrar hegðunar bílstjóra ?  Margfalt  fleiri, þótt tala bíla og reiðhjóla ku vera sambærileg í umferðinni í Kaupmannahöfn. 

Aftur,  auðvitað þurfa hjólreiðamenn að taka sér á og lúta umferðarreglum. Að halda námskeið fyrir fullorðna um hvernig hjóla í umferðinni getur verið ein leið.  European Cyclists'  Federation mælir með þessu og stendur að átaki í þessum efnum.  Landssamtök hjólreiðamanna hefur fengið styrk úr pokasjóði til að halda fyrsta námskeiðið í haust. 

Ef til dæmis vantar að opna fyrir umferð til dæmis gegn einstefnu, þá eiga þeir að þrýsta á duglega um að það sé gert.  Að opna götur fyrir hjólreiðar gegn einstefnu hefur gefið mjög góða raun allsstaðar sem ég hef frétt af, sérstaklega í Brüssel, þar sem mikið er um þröngar einstefnugötur. 

En sem sagt fréttin og almennt úrval frétta um hjólreiðar sé ansi skakkur miðað við gagnið sem hjólreiðar gerir okkur öllum, og miðað við hvernig er fjallað um bíla, nýja og gamla og aksturs"íþróttir". Ofan á þessu bætist auglýsingaflóðið um bílar.   

Til dæmis get ég ekki séð að neinn miðill á Íslandi hefur fjallað um að Parísarborg nánast gefa íbúa og gesti hjól til afnota. Á sunnudagm daginn eftir þjóðhátiíðardag Frakka var  opnuð sérstakt kerfi með stöðva sem halda þúsundir reiðhjóla. Stefnt er að því að hafa eitt hjól á þúsund íbúa, fleiri en 20.000 hjól að ég held.

Hér eru greinar úr erlendum blöðum / netmiðlum : 1  2

Sem sagt varðandi fréttaval fjölmiðla: Something is rotten in the state of ( nei ekki Denmark) Rúv, Morgunblaðið, Vísir / Fréttablaðið / 365 miðlar, Blaðið.  Kjörorðið virðist ekki vera  að segja frá því sem skiptir máli, eða gæti upplýst fólki um heiminn, heldur segja "fréttir" sem ýta undir því sem fólkið trúir eða veit nú þegar og ekki síst því sem fyndnari reynist.

 

Hér er loksins fréttin  :-)

 

Vefur Ríkisútvarpsins, www.ruv.is | 15.07.2007

Kaupmannahöfn: Hjólafólk á beinið

Kaupmannahafnarlögreglan hefur skorið upp herör gegn hjólreiðamönnum ekki síst til að tryggja öryggi erlendra ferðamanna í borginni.

Lögreglan segir fullkomið stjórnleysi ríkja meðal hjólreiðamanna á götum borgarinnar. Í gærmorgun hafði lögreglan á fjórum dögum sektað 678 hjólareiðamenn, helmingur eða 323 hjólaði yfir á rauðu ljósi, 46 hjóluðu á móti einstefnu, 61 hjólaði á gangstétt og 83 hjóluðu þar sem innakstur var bannaður. Sektin nemur 5.500 íslenskum krónum.

Ole Kahr hjá umferðarlögreglunni hristir hausinn yfir ómenningu danskra hjólreiðamanna. Hann segir ekki erfitt að hafa hendur í hári þeirra, það sé nóg að ganga út á götuhorn og byrja að sekta. Hann segir Kaupmannahafnarbúa sjálfa vana tillitsleysi hjólreiðamanna en það séu erlendir ferðamenn í borginni ekki.

Lögreglan sé því í og með að tryggja öryggi ferðamanna sem gái ekki að sér og verði fyrir hjóli. Lögreglan hefur meðal annars hugleitt möguleikann á hjólandi lögregluþjónum til að bæta umferðarmenninguna þó svo sektir geri alltaf sitt gagn.
92 hjólreiðamenn slösuðust alvarlega í umferðinni í Kaupmannahöfn í fyrra en alls leggja hjólandi Kaupmannahafnarbúar að baki 1,1 miljón kílómetra á dag. Helmingi þeirra stendur ógn af öðrum hjólreiðamönnum.

Orðrétt heimild: Frétt á vef Ríkisútvarpsins, www.ruv.is


Ein athugasemd í viðbót : Oft er tölfræði um slys á hjólreiðamönnum villandi, því allt önnur dreifing er á slysunum en hjá bílstjórum, farþegum og þeim sem verða fyrir bíl.  Hlutfall minniháttar meiðsl, sem skrámar til dæmis, vega  mun þyngra hlutfallslega meðal  "slysa"  á hjólreiðamönnum.  Þannig að þessi tölfræði þyrfta að skoða nánar til að geta metið. 

En að sjálfsögðu ættum við flest að bæta ráð okkar í umferðinni. En það gerist varla með því að benda á sökudólga.  Segjum frekar eins og sagt er stundum í Bandaríkjunum :   Share the road !

 


Forvarnir er málið : Hætta að loka á gangandi og hjólandi

Mikilvægustu og bestu forvarnir væri að taka Dani og Holendinga ( og til dæmis París og fjölmörgum borgum um allan heim) okkur til fyrirmyndar.  Ganga og hjólreiða er alvöru samgöngumáta en með mislægum gatnamótum,  hraðbrautir og "ókeypis" bílastæði er verið að leggja stein í götu þeirra sem helst vildu ganga og hjóla. 
mbl.is Fáar aðferðir betur til þess fallnar en forvarnir að efla heilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært að sjá frétt um þessa stóra viðburð

Það er gott að sjá að núna sé fjallað smávægis um hjólreiðar sem  íþrótt.  Enda er  Tour de France stærsti viðburðurinn í greininni.    Þegar Norðurlandabúar gera það vel, er enn meiri ástæða til.

Almennt finnst mér að íþróttafréttamenn ættu að  einbeita sér meira að hjólreiðum, hlaup og þess háttar og leggja minna áherslu á  fjarsterku, hættulegu og mengandi  íþróttarnir rall,  formúlu 1 og þess háttar  :-) 

Og almennt væri gott ef fjölmiðlar á norðurlöndum mundu hafa auga á afrekum norðurlandabúa, sem sagt meiri en gert er núna. Það mundi auka samkennd okkar í norðri  eitthvað, að ég held. 


mbl.is Rasmussen enn fremstur í Frakklandshjólreiðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skulum vona að rétt reynist

Kinverjar eru að lenda í gríðarlegum umhverfisvandamálum, allveg eins og iðnríkin gerðu.  Reyndar eru iðnríkin með mörg vandamál í gangi enn, en annað hefur náðst góðum árangri með.

Ég heyrði frá fyrrum starfsmanni Alþjóðabankans ( á hjólaráðstenuna Velo-City í München í júni) að þegar Kínverjar fyrst taka sér á, geta þeir verið ansi fljótir, þrátt fyrir stærð.  Við skulum vona að stóru vandamálin sem þeir lenda í núna leiði til snögga en skynsamlega viðhorfsbreytingu þar í landi.  Það er mikilvægt fyrir okkur öll.   


mbl.is Kínverjar taka sig á í mengunarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband