Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Fjölmiðlar

AMX: "Vönduð miðlun frétta" ( hi-hi )

Er nýleg grein AX um hjólreiðar g um Gísla Marteini gott dæmi um "vandaða miðlun frétta"  frá AMX ? Mér sýnist þetta vera morandi í rangfærslum, gott ef ekki sumt af því vits vitandi. Gísli er búinn að svara ( að hluta) á bloggi sínu. (http://www.gislimarteinn.is/?p=196)

http://www.amx.is/fuglahvisl/15507/


Hjólreiðar eru SVAKA hollar, hjálmaráróður vantar stuðning í vísindi

Mikið er þetta einkennileg "frétt".

Ég er að reyna að fylla í eyðurnar...

Einhver vildi huggulega mynd til að gefa blaðinu lít og líf, og einhver annar fékk í hlutverk að semja einhverja litla myndatexta. Var þetta það snjallasti sem viðkomandi gat þrýst út úr sér ?

Líklega ekki, heldur var þetta afgreitt hratt og nánast án hugsun. Hið andstæða við frétt, gubbað upp það sem allir hafa heyrt, og flestir virðist samþykkja.  Og það er svo sem allt í lagi, einhvers konar hvíld frá fréttunum. Umfjöllun um daglegt líf.   En í þessu tilfelli er parturinn um hætturnar byggða á "rangan misskilning". Maður er farinn að velta fyrir sér hvort einhver sér sér hag í að blanda neikvæðni og tortryggni inn í öllu tali um hjólreiðar. 

 

Mæli annars með blogg Árna Davíðssyni tengd þessa frétt. 

http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/1085279/

 

VIÐBÓT eftir fyrstu vistun:  Er búinn að kíkja á pappírsútgáfuna og sé að þetta er einmitt falleg mynd með þessum stutta og lélega texta.  Reyndar þá er tvennt varðandi öryggi sem maður sér strax  þegar myndin er skoðuð í betri upplausn :

  1. Strákrunn er  ekki með hjálminn rétt stilltan.  Ennið á ekki að vera "bert", og hjálmurinn ekki "skakkur".  Rannsókn sem kannaði hvort börn gátu stillt hjálminn, komst að þeirra niðurstöðu að 96% gátu það ekki.  Gott ef þeir fengu ekki líka tækifæri til að fá aðstoð fullorðins manneskja, án þess að niðurstöðurnar batnaði mikið.
  2. Stígurinn er með heildregna línu til að afmarka hvar eigi að hjóla. Þeir feðgar (líklega feðgar), eru ekki að fara eftir þessu.  Og ég er ekki að fetta fingur út í það, heldur hversu vanhugsuð þessi lína sé,  og þá sér í lagi þegar hún er heildregin, og hjólahluturinn af stígnum sé einn metri á breidd, og mjög oft mjórri.  Dugar að sjálfsögðu ekki þegar hjólreiðamenn mætast.  Þessar línur rugla menn í ríminu varðandi hver eigi að vika, menn ruglast í hægri-reglunni. Og gefur  falskt öryggi, á þann hátt að hjólreiðamenn gera ráð fyrir að gangandi sem eru "sín megin" muna halda sér þar, og að óhætt sé að þeysast framúr fólkinu , ef bara maður heldur sér á hjólaræmunni. 

 

þegar maður opnar myndina til að sjá hana stærri sér maður lýsing á myndinni sem er mun eðlilegri, og væntanlega komin frá ljósmyndaranum : "Náttúrunnar notið í Elliðavogi."


mbl.is Hjólreiðar eru holl hreyfing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðamenn "sjálfbjarga", ólíkt öðrum ferðlaöngum

Ég man amk. ekki eftir einni einustu frétt  af hjólreoðamanni sem björgunarsveitir hafi þurft að bjarga.

En rjúpnaveiðmenn, jeppamenn, göngufólk í kassavís hafi verið bjargað.

Þannig er myndavalið við fréttina pínu öfugsnúið :-) 

En kannski er ( hér um bil) öll athygli á hjólreiðum jákvæð ? 


mbl.is Íslendingar meðvitaðir á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðrétting : Af hverju sleppt atriði um aukin umferð v. Landeyjarhafnar ?

Mér varð á mistök...   mbl.is setur þann texta sem ég saknaði fremst í fréttinni... 

Biðst afsökunar.  Ástæðan fyrir að ég hljóp á mér var fljótfærni, en þarnæst að mér finnst fréttamennskan um umferðarmál oft svo afspyrnuléleg og maður býst hálfpartíin við að eitthvað sé athugavert við fréttaflutninginn. Í tilvkinu  með Landeyjarhöfn, þá er sem sagt stjórn Umferðarráðs (óvart?)  að benda á að opnun Landeyjarhafnar, muni auka bílaumferð, og aukin bílaumferð skapi oft aukin áhættu.  En maður upplífir fjölmiðlar sem svo mikið á bílaumboðsspenanum að maður væri að búast við að ábending um aukna hætta vegna aukna umferð, væri alveg eins þægilegt að "gleyma"

Svo hefur enginn heldur reift það í umræðunni, svo ég viti, að færsla hafnar Herjólfs frá Þorlakshafnar til Landeyjar  mun hafa þann kostnað í för með sér að toll umferðarslysa kunni að aukast á Suðurlandi. Hún mun i væntanlega aukast ekki síst á þeim vegarköflum þar sem menn hafa æpt yfir sér um að það þurfi að tvöfalda ( Litla kaffistofan - Selfoss ) og notað dauðaslysin sem nánast eina ástæðan sem er er gefin út opinberlega fyrir því  að þörfin fyrir  tvöföldun sé fyrir hendi.   Hefðu menn í raun verið að spá í öryggi , þá hefðu menn ekki verið svo mikið á móti 2+1 lausnina. 

 

Hér er það sem ég skrifaði : 

Ályktunin frá stjórn umferðarráðs var lengri en það sem mbl.is birtir. Hvers vegna var ákveðið að sleppa þessari setningu ?

"Með tilkomu Landeyjarhafnar má gera ráð fyrir aukinni umferð á Suðurlandsvegi, og þá ekki síst ungs fólks á leið til og frá Vestmanneyjum um verslunarmannahelgina. Stjórn umferðarráðs beinir því sérstaklega til vegfarenda á þessari leið að aka varlega og sýna tillitssemi."

Sjá : http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa/wa/dp?detail=7689&name=frett_ny

 


mbl.is Hvetur til varkárni í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðvald Bóasson Hagen sjötti í stígakeppni Tour de France

Íslensk-ættaði norðmaðurinn Edvald Boasson Hagen náði sjötta sætinu í keppninni um að ná flestum stígum í Frakklandshjólreiðarnar.  Edvald ku vera  1/4 Íslendingur miðað við erfðaefni :-) 

Það er skrýtið ef Íslenskir fjölmiðlar átta sér ekki á þessu :-) 

Sjá :

Íslendingur í Tour de France  http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/07/19/islendingur_i_tour_de_france/

og 

Points classification ( http://en.wikipedia.org/wiki/2010_Tour_de_France#Points_classification   )

Ég hef ekki mjög mikið vit á íþróttakeppnum , ekki einu sinni Tour De France, en mér sýnist að Edvald hafi veri sýnilegasti þátttakenda síns ííðs, þrátt fyrir að þetta var fyrsta þátttaka hans í TdF, og hefði eflaust getað gert enn betur ef liðið hefði veðjað meira á hann.

Svo má nefna, með norrænum augum : 

  • að ef Edvald teljist norskur, þá eru tveir norðmenn meðal tíu efstu í stígakeppni,
  • einn þeirra ( Thor Hushovd )  hefur hjólað í grænu stígakeppnis-treyjunni, hefur unnið eina dagleið og leit út fyrir (nokkrar sekúndur þegar menn voru að nálgast rásmörkin)  að geta unnið dagleiðina í gær
  • Eitt liðanna í Tour de France, Saxo Bak,  er , með danskan liðsstjóra, Bjarne Riis
  • Jakob Fuglsang, frá Danmörku náði sjötta sætið í keppni ungra um besti  heildartíma í keppninni

 


mbl.is Contador vann Frakklandshjólreiðarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um 300 dóu i umferðinni á Indlandi í dag ( og á hverjum degi)

Þessi lestarslys sem er stundum verið að segja frá í fréttum, til dæmis frá Indlandi, eru algjör dropa í hafinu miðað við fólkið sem deyr vegna umferðar bíla og bífhjóla. ( Þar með talið rútur og vörubíla ).

Samkvæmt þessa grein í Times of India

http://timesofindia.indiatimes.com/india/India-leads-world-in-road-deaths-WHO/articleshow/4900415.cms

deyja um 114000 árlega á Indlandi í (bíla)umferðinni. Þar að auki er þessi tala klárlega vanmat, því fólk sem deyr til dæmis sólarhring eftir að slýsið varð er oft skráð sem slasað en ekki dáið ólíkt á vesturlöndum (Þar er í tölfræðinni oft sett markið við 30 daga eftir að "slysið" /áreksturinn/útafakrturinn varð ). 

Það væri óskandi að fjölmiðlar mundu setja hluti í samhengi aðeins oftar, en ekki  miða svona mikið við æsifréttamennsku.


mbl.is Tugir létust í lestarslysi á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregur og Svíþjóð saman með fleiri gull en BNA

BNA hafa náð í í 7 gullverðlaun hingað til, en Noregur og Svíþjóð 8 samtals.

Fyrst menn eru að spá í verðlaunir og hverjir gera það best væri alveg við hæfi að taka þennan vinkill á hlutunum. Fjölmiðlar á norðurlöndunum almennt mættu alveg sýna bræðrum sínum á norðurlöndum aðeins meiri áhuga í íþróttaumfjöllunin. ( Þekki reyndar sjálfur best til fjölmiðla Íslands og Noregs) . 

Aðgengilegasta yfirlitið hvað varðar verðlaunapeningar á Ólympíuleikunum má sennilega finna á Wikipediu :

http://en.wikipedia.org/wiki/2010_Winter_Olympics_medal_table

Þar eru líka krækjur í greinar sem taka til þátttaka hvers lands,  og oft má sjá árangur þeirra. 

Mæli með þessa færslu :

http://en.wikipedia.org/wiki/Ghana_at_the_2010_Winter_Olympics

:-) 

 

 ( Smá "lagfæringar" á texta 2010-02-22 )


mbl.is Bode Miller Ólympíumeistari í alpatvíkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt, en ekki fyrir niðurstöður IPCC

Hvet menn til að lesa pistill George Monbiot um málið,

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/cif-green/2009/nov/23/global-warming-leaked-email-climate-scientists

og líka umfjöllun á lofstlag.is :

http://www.loftslag.is/?p=3862

Þetta er eins og rispa í lakki á reiðhjólinu.  Reiðhjólið virkar jafn vel þó rispa hafi orðið í trúverðugleika einnar af þúsundum rannsókna sem styðja niðurstöður IPCC.

Ef eitthvað það hefur niðurstöðurnar um að hlynunin sé af mannavöldum og að ágerast hratt, styrkst síðan síðasta skýrsla IPCC kom út.

http://www.loftslag.is/?p=3902

 

 

 

 


mbl.is Pachauri ver loftslagsfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goðsögnin um að Viagra bæti kynorku, almennt

Það er fínt að hafa orð yfir hluti sem eru notuð til að auka kynorku, en að nota Viagra í þessu hlutverki er að mér skilst byggt á misskilningi, eða ónákvæmni.

Lyfið er lyf fyrir fólk sem  á í sérstakan vanda, ekki meint fyrir þá sem ekki þjáist af þessum lífræðilega vanda. 

Ég ætla að taka sénsin og vitna í Wikipedia, sem aftur vitnar í vísindagrein :  

 

Studies on the effects of viagra when used recreationally are limited, but suggest that it has little effect when used by those not suffering from erectile dysfunction, and having sex within a stable relationship. In one study, a 25 mg dose was shown to cause no significant change in erectile quality, but did reduce the post-ejaculatory refractory time.[27] This study also noted a significant placebo effect in the control group.[27]

mbl.is „Viagra fyrir konur“ væntanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband