Leita í fréttum mbl.is

Eru skattar á bíla ekki frekar of lágir ?

Á heimasíðu FÍB finn ég engan rökstuðning við þeirri fullyrðingu að vegatollarnir koma "í ofanálag við gríðarháa skatta sem fyrir eru á eldsneyti, bifreiðar og rekstur þeirra."

Aðstoð væri vel þegin hvað varðar tölur sem sýna fram á að kostnaður samfélagsins af bílum sé minni en skattarnir.

Það má að sjálfsögðu taka þessu saman með ýmsu móti. Dæmi um þætti sem mætti athuga:

  • Skattar og gjöld tengd kaupum á bifreiðum, skráningu, og  rekstri (VSK - sem er á öllum vörum - ekki tekinn með)
  • Útgjöld ríkisins til vegagerðar og vegamannvirkja, ásamt viðhaldi
  • Útgjöld sveitarfélaga til vegagerðar, viðhalds ofl.
  • Stærsti hluti rekstrar Vegagerðarinnar, Umferðarstofu, Rannsóknarnefndar umferðarslysa, umferðarlögreglu oþh.
  • Kostnaður heilbrigðisstofnanna og vinnustaða vegna umferðarvár, dauðsfalla og  örkumla og
  • Kostnaður tengd dreifingu byggðar
  • Kostnaður vegna niðurgreiðslna í formi ökutækjastyrkja, gjaldfrjálsra bílastæða
  • Kostnaður vegna mengunar ( mjög viðamikið svið, að hluta umtalað/rannsakað af WHO, IPCC ofl)

Og mögulega þetta : 

  • Niðurgreiðslur tryggingafélaga til þeirra sem aka  langar vegalengir ár hvert ? 
  • Tími sem sparast vegna greiðra samgangna á bílum
  • Tími sem tapast í umferðarteppum ( og þeim verða ekki leyst til langframa með því að byggja meira )  Munið líka að reiðhjólið er oft sneggsti ferðamátinn í borgum, svo og oft í Reykjavík á háannatíma. 
Og áfram mætti telja ...

Hægt væri að byrja með þessu sem Jens setur fram í athugasemd hér :

http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/975438/

Stutta samantektin hljómar :

"Fjárlög 2009:

Útgjöld samgöngumálaráðuneytis til vegamála: 32,4 milljarðar

Tekjur ríkisins af bifreiðum, bensíni og olíu: 19,4 milljarðar"
 

En vert er að taka fram að þetta ár var eitthvað afbrigðilegt. Fyrri ár voru nær "jafnvægi", en fjölmarga þætti vanta.  

 

(kl. 22:28 : Leiðrétti nokkrar málfarsvillur eftir vinsamlega ábendingu. Takk, B  :-)


mbl.is Um 10 þúsund mótmæla veggjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Ég ítreka að það sem ég vildi helst ræða eru rök með og á móti því að skattar séu háir á bíla í dag.  Miðað við útgjöld og óbeinum kostnaður samfélagins tengd notkun bíla.  Vegatollarnir eru önnur umræða, en þetta sem FíB fullyrðir kemur upp aftur og aftur án rökstuðnings.  

Það er líka allt annað mál hvort þetta sé erfitt fyrir fólk, en að sjálfsögðu mikilvægt innlegg í pólitískri umræðu um hverjir eigi að bera byrðirnar. En ég segi aftur : það er best að taka fyrir eitt í einu, sem meginviðfangsefni. Í þetta skiptið :  

Hverjar eru tekjur og útgjöld + annan kostnað tengd bílanotkun ? 

Hvað á FÍB við með sinni fullyrðingu ?  

Morten Lange, 4.1.2011 kl. 15:33

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er mín skoðun að það á að taka upp þá reglu sem víðast að þeir borgi sem nota. Vegatollar er ein leið til þess, þó ég telji vafasamt að lífeyrissjóðir fjármagni dæmið með því að lána ríkinu.

Með því er í raun aðeins verið að láta lífeyrisþega borga sinn eigin lífeyri (aftur, eftir að framkvæmdastjórar lífeyrissjóðanna leyfðu útrásarvíkungunum að ræna sjóðina að vild) í formi vaxtatekna sem þeir fá af ríkinu og þar með af sköttum greiðenda lífeyrisiðgjalda.

Theódór Norðkvist, 4.1.2011 kl. 20:35

3 identicon

Hvernig borga reiðhjóla menn fyrir reiðhjólastígana, gangstéttirnar og vegina sem þeir hjóla á?????

Róbert (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 09:42

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Morten Lange-Skattmann, væri það ekki nafn við hæfi?

Önnur hver króna fyrir benzínið fer til ríkisins, svipað með diesel.

Aðflutningsgjöldin eru gríðarleg, einkum á amerískum bílum.

Margir hafa komið sér upp heimili á umhverfisvænum stöðum eins og Hveragerði og Árborg, þótt þeir starfi í Reykjavík eða nágrenni, og nú er allt í einu verið að kippa fótunum undan því með ósvífinni lagasetningu, sem gerir þetta óbærilegt.

Við hrindum þessu af höndum okkur. Þetta er rosalega jákvæð undirskriftasöfnun, sem FÍB er með í gangi. Núna hafa 26.826 skráð sig. Um kl. 7.50 í gærkvöldi höfðu 18125 skráð sig (yfir 3000 manna fjölgun þá á tæpum 2 klst.).

Ég man ekki eftir neinni undirskriftasöfnun sem hafi gengið svona hratt fyrir sig.

InDefence-söfnunin fyrir rúmu ári gekk mun hægar, þótt hún endaði í 60.000.

Vinnurðu í fjármálaráðuneytinu, Morten Lange?

Ég mundi ekki íhuga nafnbreytingu. Morten Lange er fínt.

Jón Valur Jensson, 5.1.2011 kl. 12:50

5 Smámynd: Morten Lange

Þakkir til ykkar, Theódór og Róbert fyrir athugasemdirnar.

Hvorugir ykkar tekur á því sem ég tel mikilvægast að ræða um, samt. En ef ég aðlagi spurningu Róbert aðeins, get ég sagt að samkvæmt danskri könnun skilar hver hjólreiðamaður nokkra tugi króna til samfélagins fyrir hvern kílómetri, á meðan á hvern kílómetri ekinn á bíl er nettó kostnaður fyrir samfélaginu og á svipuðu róli. 

Sjá :

http://politiken.dk/indland/article723086.ece

http://www.lhm.is/frettir-af-netinu/frodleikur/365-hjolreiear-eru-hagkvaemar-fyrir-samfelagie

Morten Lange, 5.1.2011 kl. 13:22

6 Smámynd: Morten Lange

Jón Valur, mér sýnist þú vilja ræða um manninn en ekki málefnið ? Það er yfirleitt ekki talið mönnum til framdráttar. Jafnfram er talað um ad-hominem rök sem klassísk rökvilla í umræðum.

Get annars mælt með uppbyggilegri umræður um málið hér :

http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1130706/ 

Morten Lange, 5.1.2011 kl. 13:27

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Morten, þú snýrð þig ekki svona út úr þessu, þótt ég grínist með þig. Þú sýndir hér eindregna ofsköttunarhneigð og það á sama tíma ogr stjórnvöld eru að auka ýmsa aðra skattheimtu úr hófi fram, ég talaði því hér ad subjectum discussionis fremur en ad hominem Morten Lange og benti á, að helmingur af benzín- og diesel-verði fer til ríkisins og að þannig er ævinlega goldinn umtalsverður skattur í bílferðum, auk þess sem ég talaði um há aðflutningsgjöld.

Landsmenn eru greinilega á öðru máli en þú, samkvæmt talningunni á undirskrifta-vefsíðunni eru komnar þar 29.456 undirskriftir!

Jón Valur Jensson, 5.1.2011 kl. 16:37

8 Smámynd: Morten Lange

Það mætti auðveldalega fá jafn marga til að skrifa undir gegn skatta almennt.  Undirskriftirnar mundi vekja athygli ,mína ef með fylgdi uppbyggilegar tillögur.  Eða ef einhver góð greining og rökstuðning mundi fylgja.  

Mér finnst þessi grein frá FÍB í raun mikilvægari :

http://test-3.fib.is/?FID=2668

Tilvitnun þaðan : 

„Ef við höldum áfram á sömu braut og við erum á, verður alvarlegur og viðvarandi orkuskortur orðinn daglegt brauð innan áratugs,“ segir hann. Hann gagnrýnir hversu stjórnmálamenn virðist sofandi á verðinum og ófærir um að taka viturlegar ákvarðanir í orkumálum, sem væri þeim nær í stað þess að hrökkva fyrst í gírinn þegar allt er í óefni komið.

Morten Lange, 5.1.2011 kl. 16:53

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flestir vegfarendur komast ekkert hjá því að ferðast, Morten.

Það er alvarleg mismunun fólgin í þessum vegskatti.

Ef afl almennings (nú 29.705) dugir ekki til, verður þessi skattur sennilega kærður sem lagabrot gegn stjórnlögum um jafnstöðu og jafnrétti.

Enn heppilegri lausn væri sú, að með annarri uppsafnaðri óánægju gegn þessari ríkisstjórn verði þetta til þess að hjálpa henni að lognast út af.

Jón Valur Jensson, 5.1.2011 kl. 17:08

10 Smámynd: Morten Lange

Mín tilfinning er að ég get giskað á hvað þú sért að fara, Jón Valur, þó ákaflega illa rökstutt. Enda ertu að endurvarpa einfaldar tilfinningar sem jafnan fá miklum hljómgrunni í gölluðum fjölmiðlum.  

En ég sé ekki neinn tilraun hjá þér til að skilja hvað ég er að benda á.

En ég get tekið undir að það sé óheppilegt að hækka sköttum, sem eiga að vera að hluta til vegna grænna áherslna, án þess að lækka til dæmis skatta á vinnu. Þetta skemmir fyrir boðskapnum sem ætti að vera fólgin í grænni skattabreytingu. 

Það er eitt aðalmarkmið grænna skattakerfi, eins og ég hef skilið það, að leiðrétta/hækka skatta á mengandi og umhverfisspillandi ásamt auðlindaeyðandi starfsemi og athæfi, en lækka á móti skatta á vinnu.

Morten Lange, 6.1.2011 kl. 10:06

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, við þurfum ekki skatta af því tagi sem hrekja fólk úr húsum sínum utan Reykjavíkur og neyða það aftur inn í borgina – og svo fær það jafnvel minna verð en út var lagt fyrir íbúðina sína í Hveragerði eða Árborg, allt vegna þessarar vitlausu skattastefnu, sem Ögmundur er reyndar að heykjast á, en þú virðist þér ómeðvitaður um það í þinni "grænu" skattastefnu.

Ekki stóð Gnarrinn við það að fella niður fargjöld í strætó, heldur hækkar þau í 350 kr. og enn meiri hækkun á börn!!! En á þessu höfðu Akureyringar vit, nýja framboðið þar, og þetta er græn stefna í framkvæmd, því að hún dregur úr bílanotkun og minnkar mengun, um leið og hún sparar þá á móti malbikunarkostnað fyrir sveitarfélagið, þegar til lengri tíma er litið. Það er skynsamlegt, bæði frá umhverfis- og fjárhagssjónarmiði, ekki ofsköttunarstefna vinstri manna.

Jón Valur Jensson, 6.1.2011 kl. 16:49

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Ég nota hjól og strætisvagna, en hatast ekki út í einkabílinn.

Jón Valur Jensson, 6.1.2011 kl. 16:51

13 Smámynd: Morten Lange

Gott að heyra, Jón Valur :-) Ég ferðast aðallega um á reiðhjóli, en nota líka strætó, labba/skokka, nota leigubíl, rútu, bílaleigubíl og fæ stundum far í bíl. (Erlendis eru enn fleiri möguleikar í boði, sem maður nýtur sér.) 

En ... hmmm ...  hvað átt þú við með "hatast út í einkabílinn" ?  Er það þannig að maður þarf að segja eitthvað jákvætt um einkabíllin í hvert skipti sem maður tjáir sér um hann, til að fólki haldi ekki að manni sé fylltur hatri ?  Væri það ekki ákveðið tákn um skort á góðri umræðumenningu, ef svoleiðis kvöð mundi hvíla á fólki sem leggja sitt að mörkum með því að taka þátt í að ræða samfélagsmálin ?  Þú ert alls ekki sá fyrsti sem beint eða óbeint heldur því fram (gagnvart mér og öðrum) að eitthvert hatur sé á sveimi, þannig að mér þykir það áhugavert umræðuefni. Annað er að við sem bendum á vankanta ættum kannski að geta bætt inn "disclaimer", um kosti bíla eða skort á hatri, ef að það mundi bæta umræðuna (?) 

En kannski er það helst þannig að fólki er illa við breytinga, og sérstaklega þá sem virðist koma illa við þá sjálfa (etv bara fyrst um sinn, eða bara þangað til maður hafi náð að aðlagast / venjast) og svo kveikja tilfinningar og hugmyndir út frá einhverja (eðlilega) hræðslu og vissu um að hlutir séu ósanngjarnir.

Morten Lange, 10.1.2011 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband