Leita í fréttum mbl.is

Samgönguráðstefna: Gera ráð fyrir reiðhjól í umferðinni, ekki miða allt við bíla

Svo segir á heimasíðu Samgönguráðuneytisins um hvað það var sem kom fram á raðstefnu um sjálfbærar 
samgöngur á Akureyri á laugardaginn var. 

Öflugasta leiðin til að draga úr megnandi útblæstri frá bílum á Íslandi er að auka hlut dísilbíla; yfir 50% ferða fólks í Reykjavík til og frá vinnu eru styttri en 2 km; gera þarf ráð fyrir reiðhjólum í umferðinni og hætta að miða allt skipulag við bíla.


Eftir þessa fína opnun er hins vegar ekkert meira fjallað um annað en eldsneyti...

Það má vel vera að eldneytisbreytingar eiga eftir að skila mestu varðandi beina mengun, en  að breytingar á eldsneyti geta stuðlað að minni mengun er varla neitt nýtt.

En ef ráðuneytið mundi líka fjalla um hjólreiðar sem mögulegur þáttur í stefnu um sjálfbærar samgöngur, þá væri það fréttnæmt. Ekki vegna þess að rökin séu veik, eða að þetta sé óraunhæft, heldur vegna þess að Íslensk stjórnvöld hafa kannski ekki tekið hjólreiðar til samgangna alvarlega hingað til. Ennfremur virðist vera að segja á vef samgönguráðuneytisins, að ef menn vilja í alvöru stuðla að sjálfbærum samgöngum, þá þarf líka að huga að jafnræði samgöngumáta, frekar en að miða öllu við bíllinn. Þetta er nýr tónn þegar svoleiðis orðræðu heyrist frá Samgönguráðuneytinu, en því miður  er ekki farið nánar út í rökin sem liggja að baki, né hvernig mætti útfæra breytingar á þessu sviði.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband