Leita í fréttum mbl.is

Hversu hratt ók bíllinn ?

Það skiptir nú mestu máli hversu hratt var ekið. Voru hemlaför á götunni ? Ef það er ekki vitað þarf samt að taka það fram í fréttinni, þannig að betri mynd fáist af raunverulegum atburðum. Þangað til ég heyri góð rök fyrir öðru, segi ég:  Ekki benda spjótum einhliða að drengnum, eins og virðast gert í þessari frétt. Þetta virðist líka vera lenska í flestum sambærilegum fréttum : Óvarði vegfarandinn, fórnarlambið, er gert upp að hafa gert eitthvað af sér.  En bílstjórar eiga að hafa varan á, þeirra er aðalábyrgðin, vegna hversu hættulegt tól þeir séu að nota og sérstaklega í íbúðarhverfum.  

Í mörgum löndum hafa lögin verið breytt þannig að ökumenn bera ábyrgðina þegar keyrt er á vegfaranda, nema hægt sé að sanna annað.  Það væri vel þess virði að athuga þetta fyrirkomulag hér.  Þá væri áhugavert hvort hafi verið talað við vitni, eða hvort þetta etv.  allt byggist á framsögn ökumanns. 


mbl.is Ekið á dreng á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saklaus þanga til sekt er sönnuð... mjög hættulegt að fara að snúa dæminu við í sumum lögum en öðrum ekki.

Geiri (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 02:29

2 identicon

Það var KR leikur í gangi og bílar lagðir báðu megin við götuna svo mjög erfitt var fyrir ökumann að sjá krakka á hjóli koma og eins fyrir krakkan að sjá bílinn. Bíllinn var ekki á miklum hraða og sem betur fer slasaðist drengurinn ekki alvarlega. En það hefði getað gerst EF bíllinn hefði verið á mikilli ferð. Slys gerast því miður.

Áslaug (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 08:35

3 Smámynd: Morten Lange

Ég er sammála því að varhugavert sé að snúa dæminu við, varðandi "saklaus þangað til sekt er sönnuð".  Ég sagði líka að það mætti athuga þessu, koma upp umræðum og skoða rök með og á móti.  Rökin á móti þekkja flestir, en rökin með er ekki eins þekkt og bara það að taka upp þessa umræðu mundi hafa jákvæð áhrif, mundi ég segja.

Rökin með er m.a.  að það sé ákveðinn skekkja "innbyggt"   eins og staðan er núna.  Í umfjöllun fjölmiðla, í rannsókn lögreglu og ekki síst varðandi hver sé sterkari parturinn, bókstaflega, úti á götunum, í skipulagsmálum, í opinberri umræðu og fleira. 

Rétturinn til að ferðast um fótgangandi eða hjólandi með tiltölulega öruggum hætti hlýtur að vera sterkari en rétturinn til að aka um á tæki sem vegur fleiri tonn, mengar, ógnar, og drepur marga og límlestir fleiri hér á landinu árlega.   En þetta virðist hafa snúist við í okkar heimi. Eða hvað ? 

Morten Lange, 15.5.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: Morten Lange

Sennilega  þarf (því miður) að taka það fram, til að reyna að forðast misskilnings að bíllin sé þarfur þjónn fyrir marga, og oft á tíðum ágætur til síns brúks.  En það er enginn skortur á því að það sjónarmið komi fram.  Enda eru þarna um mjög sterka hagsmuni fjársterkra aðila  um að ræða.

Morten Lange, 15.5.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband