Leita í fréttum mbl.is

Hjálmar sem brotna hafa ekki sinnt hlutverki sinu

Samkvæmt sérfræðinga um hjálma, þá eiga hjálmar að minnka högg  með því að frauðplastið sé þrýst saman og þannig dregur úr höggi.  Þetta er svipað og með líknarbelga og krumpueiginleikar sem eru í bílum.  Hins vegar ef til dæmis líknarbelgur er sprungin, þá er sennilegt að hann hafi verið gallaður. Eins er með hjálminn.  Lögreglan hefur greinilega lítið vit á þessu.  Þá segja reyndar sérfræðingar líka að í vissum tilvikum geta hjálmar gert illt verra í árekstrum þarsem höfuðáverkar eru um að ræða.  

Helsta orsök heilaskaða ( hann virðist hafa fengið heilahristing þ "Concussion")  er snögg snúningur heilans, auk þess sem högg geta spilað inn.   En hjálmurinn getur frekar aukið snúninginn frekar en hitt, öfugt því sem gildir um högg.  Í sumum er það sennilega þannig að hjálmlaust höfuð hefði rétt sloppið við að skella í malbikið, en höfuð með hjálm er stærri og fær högg.  Nú veit ég lítið um hversu vísindalegir svoleiðis bollaleggingar séu.  Það sem hinsvegar er ljóst er að fjöldann allan af  góðum rannsóknum hafa komist að þeirri niðurstaða að lítill hjálp sé í hjálmana þegar horft er á slysatölum frá heilli þjóð, heilt fylki  eða heilli borg. Áhugasömum er bent á Wikipedia greinar um  hjálma ( Enska og Íslenska )



mbl.is Ekið á reiðhjólamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem hjólamaður var ég ekki var við það að það væri einhver deila um notagildi hjólreiðahjálma.  Las þessa færslu á Wikipedia og fannst hún frekar sérstök að mörgu leyti, og minnti mig á hvers vegna ég nýti mér ekki Wikipedia til að afla mér upplýsinga, þar sem ég veit ekki hver tók saman efnið.  

Þar er til dæmis verið að fullyrða um tíðni slysa með því að bera saman tölur frá Ástralíu og öðrum stöðum, við tíðni og eðli slysa í Danmörku og Hollandi !!  Það sér það hver maður að það er ekki sama hjólamenning þar og á flestum öðrum stöðum.

Ég hjóla til dæmis ekki á hjólastígum, á eins gíra hjóli með gormum í sætinu og körfu á stýrinu á 15 km hraða á klst.   Ég er með hjálm vegna þess að það er ekki að ástæðulausu að þeir eru kallaðir "brain-bucket" á góðri ensku.  Eins og sést vel á þessari mynd hér:

http://www.helmets.org/images/trace1a.jpg

Til hægri er línurit yfir álag á höfði við högg og sést að ferillinn er all-hvass.  Hálfa leið upp ferilinn er álagið þannig að heilaskaði hlýst af.  Til vinstri er svo sama högg mælt í gegnum hjólreiðahjálm, og sést hve vel hann dreifir álaginu.  

Ef fólk er eitthvað að hugsa um að fara eftir þessum skrifum þínum og eða Wikipedia færslunni, þá ættu þeir að lesa sig aðeins til aftur á http://www.helmets.org/ 

Hvað varðar hjálm sem brotnar, þá er eðli högga misjafn, og ef þú mannst eitthvað úr eðlisfræðinni, þá þarf ákveðna orku í að brjóta hluti, rétt eins og það þarf orku í að  kremja hluti.  Þessi orka fór í að brjóta hjálminn, en ekki höfuðkúpuna þína, þannig að ég ætla mér að halda áfram að vera með hjálminn minn, takk fyrr :)

Hákon (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 15:17

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ekki rétt að hjálmar, sem brotna hafi ekki sinnt hlutverki sínu. Hjálmar eru hannaðir til að brotna á ákveðin hátt þannig að þeir gefi eftir einmitt til að draga enn frekar úr líkunum á svona meiðslum og einnig hálsmeiðslum. Þetta er sviðað og með krupusvæði í bílum þar, sem þeir eru hannaðir til að gefa eftir á ákvkeðnum stöðum við árekstur til að minnka höggið á ökumanni og farþegum. Ég hef sjálfur tvisvar brotið hjálm og tel hjálmana hafa bjargað miklu. Í annað skiptið var brotið á hjálminum á móts við gagnaugað. Ég fer sjálfur aldrei á hjólið án hjálms og heimila börnum mínum ekki að gera slíkt.

Hvað varðar þetta tiltekna slys þá verður að hafa í huga að þetta er tvíbreiður vegur með 90 km. hámarkshraða að mestu leyti þó hugsanlega sé hann komin niður í 70 eða 80 km. á þessum stað. Meðalhraðinn þarna er þó um 100 km. eftir því, sem ég best get séð þegar ég ek þarna um. Því hefur höggið á hjólreiðamanninn sennilega verið mikið.

Sigurður M Grétarsson, 22.7.2007 kl. 15:19

3 Smámynd: Morten Lange

Sæll Sigurður og takk fyrir innlitið.  Hvaðan hefur þú þetta að hjólreiðahjálmar "eiga að brotna" ?   Hjálmar eru hannaðar til þess að minnka höggið með því að frauðplastið er kramið saman, ekki brotið.  

Hefur þú einhverjar heimildir sem segja að hjálmar sem brota sinna þannig hlutverki sinu ?  Dæmasögur eins og þú nefna eru fjölmargar, en þeir sanna engu.  En sannfæringarmátturinn er stór engu að síður.  Mér finnst samt dæmin um þá sem hafa hlotið alvarlega áverka eða jafnvel dáið þrátt fyrir notkun hjálma vera mun afdráttarlausara.  Þetta er skýr logík.

En ef þú getur vitnað í heimildir um að brotinn hjálm hafi sinnt hlutverki sínu, má vel vera að þér takist að sannfæra mér.  

Hvað varðar hraðann og annað, þá væri mjög gott ef hægt væri að fá að vita meira um tildrög og staðreyndir slyssins. Er einhver sem veit leið til þess ?

Morten Lange, 22.7.2007 kl. 16:01

4 Smámynd: Morten Lange

Finnst þetta styrkja rökin um að frauðplastið eiga að pakkast saman frekar en að brotna. Hvergi er minnst á að frauðplastið eigi að brotna, til að minnka höggið.

Morten Lange, 22.7.2007 kl. 17:26

5 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir málefnalegt innlegg, Hákon.

Ég er allveg sammála að ekki beri að taka öllu sem maður les á Wikipedia í góðri trú, en þar er núorðið ansi mikið um það að vitnað sé í frumheimilda. Oft meira en í til dæmis í  Encyclopaedia Britannica, eða   helmets.org.  Mjög gott mál ef menn lesa sér til á helmets.org, en ef leitað er að upplýsingum um áhrifamestu visindaskýrslunum, er sennilega best að  kíkja líka á   http://cyclehelmets.org/mf.html?1157  

Stór umræða um gagnsemi hjálma sem aðaltól til að bæta öryggi í umferðina og bæta lýðheilsu var í fyrra í British Medical Journal.  Það er krækja þangað frá cyclehelmets.org  

Rétt er að sjálfsöðu að einhver orka krefst til þess að brjóta frauðplast, en rökfærslan á Wikipedia, ( sem því miður vantar stuðningi frumeimilda ) er að þessi orka sé afar lítill, og því skipti afar litlu máli.  Og þetta með að hjálmurinn  brotni virðist alls ekki heyra með í hönnunarforsendum né stöðluðum prófum á hjálmum.  Í staðalinum finnst mér sagt að ef hjálm brotnar í profunum, er sú lota ekki tekin gild.  

En auðvitað er ég ekki að segja þér að hætta að nota hjálm. Ég hef ekkert með því að segja þér fyrir í þeim efnum né yfirleitt.  En ég mæli með að fólk (og sérstaklega stofnanir sem eiga að leiðbeina og að hluta stjórna okkur ) treysta ekki um of á hjalmana, né einblíni á þeim þegar kemur að umferðaröryggi. 

Mun betra er að við séum vakandi, sýnileg, tökum tillit og förum eftir umferðarreglum og skynsömum ábendingum um leiðir til að fækka árekstrum.  Bæði hjólreiðamenn og ökumenn bifreiða þurfa fræðslu og kannski jafnvel písk (sektir ofl) til að auka umferðaröryggið.  Og samt er jafn mikilvægt að aðgengi og samkeppnishæfni hjólreiða til samgangna skerðist ekki, því gagnsemi hjólreiða fyrir heilsu og umhverfi eru undraverð, og þeir sem hafa  spáð í þessu segja að þetta vegur talsvert þyngra en umferðarslysin.  

Morten Lange, 22.7.2007 kl. 18:01

6 identicon

Sé að það vantaði aðra myndina á fyrra innlegginu hjá mér, og biðst einnig afsökunar á MBL-legu orðalagi sem gaf í skyn að myndin sýndi gott dæmi um "brain-bucket" sem er ekki mynd sem ég mundi vilja sjá ;) 

En að hjálmunum, já, nú las ég eitthvað af þessum heimildum, en þegar höfundar þessara skýrslna eru farnir að velta fyrir sér að hjólreiðahjálmar virðast vera þess valdandi að fólk reki höfuðið frekar í, þá fara viðvörunarbjöllur í gang hjá mér.  Það er eins og það skal finna eitthvað neikvætt, og það skildi þó ekki vera að fólk sem lendir frekar í slysum með hjólreiðahjálm, séu að stunda þannig hjólreiðar að þeir þurfi frekar en aðrir að vera með hjálma. 

Eins þegar þeir eru að tala um að hjálmaskyldur hafi dregið úr vilja fólks til að hjóla sökum þess að hjólreiðahjálmar eru "asnalegir" eins og þú bentir á að myndin Benchwarmers nýtti við sína karaktersköpun á "lúser".  Mér finnst þessi umfjöllun tímaskekkja, þekki engan sem finnst hjálmar hallærislegir lengur, krakkar sem og fullorðnir, þannig að vel hefur tekist að afmá svona hugsun, enda margar tilvitnanir þarna í skýrslur sem voru gerðar á árunum 1985 til 1995, og jafnvel eldri.

Hvað varðar brotinn hjálm, þá þarf að mínu mati tvennt til að hjálmurinn brotni frekar en að hann kremjist, og það er í fyrsta lagi að höggið sé það einbeitt á einum stað að það sé nánast eins og högg með exi.  Það þarf ekkert gallaðan hjálm til þess að þetta geti gerst, og aftur væri ég feginn að vera með hjálm í því tilfelli.  Rétt er samt að í þeim tilfellum dregur hjálmurinn lítið úr högginu sjálfu, ef horft er eingöngu á tölur um hröðun og krafta.  Í hinu tilfellinu, þarf undirlag hjálmsins, þ.e.a.s. höfuðið, að mynda ójafnt undirlag fyrir hjálminn, þannig að það lofti óeðlilega mikið á milli höfuðs og hjálms, og þannig fái efnið ekki það mótvægi sem þarf til þess að kremjast, heldur brotnar.   Ímyndaðu þér frauðplastboga á beinum fleti og ýttu á miðjuna.   Brotnar eins og eggjaskurn.  Þetta er ástæða þess hve mikilvægt er að finna hjálm sem smellpassar á höfuðlag þitt.  Ef hann hringlar á hausnum og kemur bara við hér og þar, passar hann ekki, alveg sama hvað þú stillir ólarnar.   Þeir sem hafa fundið hjálm sem smellpassar sætta sig ekki við annað eftir það. 

Gott að heyra að þú ert ekki að hvetja mig né aðra til að hjóla hjálmlaus, þó mér hafi fundist það á innlegginu upphaflega, enda eins og svo oft þegar einhverjir fara að nit-picka eitthvað svona í þaula og finna allt til foráttu, þá er ekki komið með neinar úrbætur í staðinn.  Það er hægt að fara í sömu sálma með bílbelti og handsápu, og hefur verið gert.

Svona í lokin, þá er löglegt í hjólreiðakeppnum á borð við Tour de France að vera hjálmlaus í keppni, þar sem farið er upp brattar brekku og dagleiðin endar í þeirri brekku, en ekki fyrr en komið er í brekkuna.  Enda er þá verið að hjóla á svipuðum hraða og fólkið í Danmörku og Hollandi sem dettur aldrei á hausinn ;) 

Hákon (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 22:36

7 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir athugasemdirnar, Hákon. 

Ég þekki þessa tilfinning sem þú lýsir að það sé eins og fólkið vilji finna eitthvað neikvætt, og að viðvörunarbjöllur fara í gang.  Sumir efasemdarmenn um hjálmaskyldu og hjálmaáróðri virðist ganga full langt.  En ég finn nú ekki mikið hjá þeim sem er greinilega og beinleiðis rangt, þegar ég athugi málið.  Annað gildir um  þá sem hvetja til hjálmaskyldu  og eru með eldheitan áróður fyrir hjálma og hversu lífshættulegt sé fyrir alla að hjóla án hjálms. Til dæmis tala lang flestir"hjálmamenn" um að hjálmar koma í veg fyrir 85% höfuðmeiðsla - í öllum tegundum af slysum samanlagt.  Það er della.  Og það hefur komið í ljós að þessi tala er hæsta tala sem hefur komið úr rannsókn um gagnsemi hjálma. 

Í þessum rannsókn Thompson, Rivara og Thompson frá Seattle,  ( skýrsla frá 1989) var borið saman hópur barna sem ekki var með hjálm, hjóluðu mest á götu og voru ekki sérstaklega efnuð.  Í hinum hópnum voru krakkar sem voru helst að hjóla í almenningsgörðum,  voru ríkir, og með hjálm.  Ekki skrýtið   að meira var um höfuðáverkar  í fyrri hópnum, sérstaklega miðað við heildarfjölda heimsókna til læknis.  Ríkir fara til læknis jafnvel með smáræði, en ekki fátækir.  Þar fyrir utan minnir mig að hóparnir voru litlir, engar virkilega alvarlegir höfuðáverkar voru með í rannsókninni, og hjálmarnir voru "hard-shell", svipað og notað er á hjólabretti og BMX í dag. Frekari upplýsingar á cyclehelmets.org

Sammála þessu með að ef maður notar hjálm þarf hjálmurinn að passa við höfustærð og höfuðlag. Það þarf líka að festa hálmurinn þannig að han sé  frammi (niðri) á enninu.  Allt of sjaldan er talað um þetta og mér sýnist fólk ekki fá mjög mikla hjálp í búðum né annarsstaðar.  þegar Kiwanis gefur hjálma er bara ein tegund í boði.  Iðulega þegar myndir eru birtar af krakka eða fullorðna með hjálm er hann laus og/eða allt of aftarlega á hausnum.  

Þetta með að bera saman Ástralíu eða UK með Holland og Danmörk : Já það er stór munur á kúltúrnum, en er það ekki jafn mikið af því að fleiri hjóla, og öfugt ? Rannsóknir frá ýmsum borgum í mörgum löndum hefur sýnt að því fleiri sem hjóla því öruggari er það.  "Safety in numbers"  kemur sennilega til hér m.a vegna þess að bílstjórar taka meira tillit þegar þeir eru orðnir vanari hjólreiðamönnum, en kannski líka vegna þess að að meðaltali er hver hjólreiðamaður reyndari og þarf að taka tillit til fleira sem hjóla en þar sem færri hjóla.  

Þetta með að fólk finnist kjánalegt með hjálm,held ég að sé ennþá við liði sumsstaðar.   Ég sé fullt af krökkum og fullorðna án hjálms.  Svo er líka töluvert vesen með hjálm þegar maður fer mikið út og inn.  Í skólum verða hjálmar örugglega auðveldlega fyrir hnjaski.  Hjálmur getur að manni skilst fengið sprungu sem maður ekki sér, sem veikir hjálminn. Mögulega  getur meðferð sem hjálmur getur fengið í skóla til dæmis valið svoleiðis sprungur.  Við þessu bætist að sumum finnst hjálmurinn óþægilegur.  Kannski einmitt vegna þess að ekki var nógu vel gáð að því að hjálmurinn smellpassaði við formi höfuðs, eða af því  höfuðið hefur stækkað. 

Mér sýnist frá Wikipedia, frá vefsíðu UCI og þetta blogg að hjálmaskylda sé núna (síðan 2005 amk) án undantekningar.  Í dag lauk Tour de France einmitt á brekku, og allir voru með hjálm alla leið inn, að mér sýndist.  Litur kannski betur út, einsleitari stíll þannig  og ekki verið að rugla menn með að hægt sé að hjóla án hjálms?    

Morten Lange, 23.7.2007 kl. 00:56

8 identicon

Þá vil ég minna á að ég hef aldrei séð konum með permanent nota hjálm.

 Þetta snýst ekki um hallærið við það að nota eða nota ekki hjálm heldur þann "skaða" sem hjálmurinn veldur hágreiðslunni.

Haukur (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 17:19

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Haukur, hver í ósköpunum fer í permanent nú á dögum? :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband