Leita í fréttum mbl.is

Trúleysingjar koma út úr skápnum, látum það ganga.

Ég er húmanisti. Ég  trúi að við skulum haga okkur út frá því sem við eigum sameignlegt sem manneskjur frekar en vísa í helgirit og æðri máttarvöld. Við skulum samt ekki valta yfir vistkerfin eða aðrar tegundir. Lífhvolfið og fjölbreytni þess er mjög dýrmætt, og einstakt.   Ég get ekki rökfræðilega hafnað  tilvist guða, frekar en nokkur maður geti gert það eða sannað tilvist æðra máttarvalda.

 

Yfirleitt get ég verið  sammála köld rök guðleysinga  (atheists) í trúmálum, prívat.  Ég hlustaði á Christopher Hitchens og Richard Dawkins á YouTube fyrir nokkru og þeir eiga margt til síns máls, þó þeir fari stundum yfir stríkið.  Eftir umhugsun hef ég ákveðið að styðja "The Out Campaign"   Þetta boðhlaup er svípað og hommar og lesbíur hafa verið með, og aðrir hópar - að koma út úr skapnum, til að sýna fram á tilvist sína, að engin þurfi að skammast sín eða óttast að segja frá því að hann eða hún trúi ekki á æðri máttarvöld, og að þessi hópur séu fjölmennari en margan grunar.  Og samanstendur af fólki með skýrri hugsun og með jákvæðum hugsjónum.

Þetta  "A" hérna fyrir ofan táknar  "tæknilega séð"   ateisma/guðleysi, en ég er sennilegast frekar agnostiskur svona mannfræðilega séð: Mér finnst ekki mikilvægt að  koma með rök um að æðri máttavöld sé firra og standist ekki rök.  Hins vegar er mjög margt í stærri trúarbrögðunum sem manni finnst geti engan vegin staðist. Og trúarbrögð virðist auðveld að misnota. Rökfræðilega er ég  í vissan skilning  guðleysingi / atheist. 

En menn mega svo sem trúa fyrir mér, ef það lætur fólk sæmilega vel í fríði.  Þar af leiðir  að ég hef erfitt með að kunna vel við öfgamenn óháð trúabrögð.

Það sem trúabrögðin og húmanisma hafa sameiginlegt með til dæmis Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðirnar,  er  hins vegar mjög mikilvægt og ber að virða og efla.  Það ber hiklaust að auka veg mannréttinda og virðingar. 

Ekki má gleyma gullna reglunni, sem er eldri en kristni, og sennilega innbyggt í genum okkar að einhverju leyti. (Sést líka í dýrum, út frá eðlishvötum).  Við hegðum okkur oft gagnvart öðrum, miðað við að hafa sett okkur í þeirra sporum, í huganum. Og þessu ber að hlúa að og styrkja, ekki bara gagnvart þeim sem við mætum. Líka gagnvart fólki í öðrum löndum og heimshlutum, framtíða kýnslóðir og jafnvel lífríkinu öllu. 

Ég hef mögulega eitthvað aðerins sameiginlegt með  panteista, en þetta gildir kannski um stóran hluti mannfólksins.   Á sumum stundum  finnst manni að  eitthvað  sem nálgist því að vera heilagt og beri að virða búi í landslagi, vistkerfunum, og stjörnuhimni.

Þó ég sé svolítið seinn að "taka við keflið" þá vil ég benda  að þessi yfirlýsing kom vegna áskorana sem hafa birst hér og þar, til dæmis  :

http://thorgnyr.blog.is/blog/thorgnyr/entry/372016/

http://runavala.blog.is/blog/runavala/entry/343133/

Annað :  Við sem trúum ekki á upprisnum Jesúm Guðssyni (vafalaust rangt beygt hjá mér) , meyfæddur með meira,  erum fleiri, en margir halda.  Það virðist nefnilega vera  þannig að  færri en helmingur allra  sem kalla sér kristnir á Íslandi, trúa þessu, samkvæmt könunn Þjóðkirkjunnar sem ég vitnaði í  færslu fyrir nokkru.  Fæstir sem kalla sér kristnir á Íslandi trúa á atriðin í trúarjátningunni.

það getur kannski verið gott ef  við sem ekki trúum á Guð, Jesú, Óðni, Frey,  Jahve, Allah, né fylgjum Búdda séum sýnilegri en hingað til. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband