Leita í fréttum mbl.is

Lífa 10 árum lengra v. hjólreiða

Fréttin sem þessi færsla er tengd við segir "14 árum lengra líf með heilbrigðum lífsstíl"

Vinir mínir í hjólreiðafélögum erlendis halda því fram að daglegar hjólreiðar til samgangna 5 daga  lengja lífinu um 10 ár, eitt og sér !  Man ekki hvaða rannsókn  þeir vitna í. 

En dönsk rannsókn sem er enn stærri en sú Breska  sem ofangreind frétt mbl.is vitnar í, fann að yfir 14 ára tímabili höfðu þeir 30.000 sem fylgst var með 30% lægri dánarlíkur ef þeir hjóluðu til samgangna. Hef oft vitanað í þessa rannsókn sem Lars Bo Andersen er skrifaður fyrir, og birtist í Archives of Internal Medicine árið 2000.  Lars segir að  þessar niðurstöður hafa verið staðfest í Breskri rannsókn, og bendir á að þeir sem hjóluðu meira hefðu enn betri lífslíkur á tímabilinu.  

 


mbl.is 14 árum lengra líf með heilbrigðum lífsstíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

En við búum á Íslandi. Það er ekki hægt að hjóla með góðu móti á þessu landi. Ekkert hægt að bera saman við Danmörku sem er tiltölulega flatt og oftast logn og hlýtt.

Vendetta, 8.1.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir athugasemdina, V. 

Og takk fyrir tækifæri til að svara þessu sem er sjálfsagt mjög gild mótrök  í hugum margra. 

  1. Þúsundir hjóla á höfuðborgarsvæðinu um hávetur samkvæmt tölum frá Gallúp, árið 2002.  Allir sem vinna með umferðarmálum virðist vera á því að hjólreiðar hafa aukist mikið síðan þá, og nagladekkin hafa  selst upp í hjólabúðunum undanfarn vetur. 
  2. Það er hjólreiðar séu svona ótrúkega hollar, hefur lítið með veðrið að gera. Ef eitthvað þá ættu hjólreiðar að vera enn hollara hér vegna þess að men fá að nota kraftana í vindi og upp brekkum.
  3. Það er enginn sem segir að hjólreiðar verða eins vinsælar hér yfir nóttu og í Kapmannahöfn, Oulu í norður-Finnlandi, eða Þrándheimi í Noregi, álíka langt norður og Reykjavík.  (30%, 20 %og 15% umferðar á reiðhjólum) Í þessum borgum er hvatningur  til hjólreiða er mun meiri en hér, boltin varðandi hjólreiðarer farinn að rúlla og veðrið eitthvað aðeins betra.   
  4. Það getur verið ansi napurt í Kaupmannahöfn. Ég hef prófað að gangan um þar snemma í mars.   Almennt séð er hjólað meira þar sem hitastigið er í meðallagi, en ekki þar sem er hlýjast.
  5. Rannsóknir sýna að tilfinning af óöryggi, að ekki sé tekið mið af hjólreiðum í hönnun,  viðhaldi, og hegðun samferðamanna,  er það sem dregur mest úr hjólreiðum, ekki veðrið, en rigning, frekar en vind eða brekkur hefur ákveðin áhrif.
  6. Kaupmannahafnabúar leggja bara að hluta hjólin um veturna, þeim finnst það nefnliga svo einfalt og fljótlegt að hjóla miðað við aðra kosti.  Gott og þétt borgarskipulag, góðartegningar við almenningssamgöngur og sí-raunverulegra  verð á bílastæði spílar þarna inn í. 

Morten Lange, 9.1.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Morten Lange

Svo má bæta við að núverandi samgöngumunstur er mjög óraunhæft til lengdar.  Samfélagið er að borga með bílanotkun, ekki öfugt.  Ég fjalla um það í næsta færslu á eftir þessum og hef oft gert áður. Einkabílar sem aðalsamgöngumáti er mikill sóun á landi, orku, heilsu og umhverfi. Aukandi notkun bíla hefur mikill áhrif á þróun offitu. Offita er tiskuorðið, en hreyfingarleysi og næring eru orsakavaldar og það sem ætti að einblína að, ekki vikt / (hæð*hæð). Hreyfingarleysi drepur 10 sinnum fleiri en umferðarslysin (árekstrar oþh ) í BNA og UK.

Morten Lange, 9.1.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband