Leita í fréttum mbl.is

Breskur hjólakennari segir : Hjólum á götunum (oftar)

Hér er auglýsing frá verkefninu Hjólafærni 

Veronica Pollard hjólakennari, kynnir Hjólafærni/Bikeability,
á morgun fimmtudag  22. maí kl. 12 - 13  

á hádegisfundi í ÍSÍ.

Staður : Engjavegi 6, í húsi 3 ( næst Reykjavegi), 3 hæð.

Morten Lange, formaður Landssamtaka Hjólreiðamanna, segir frá hjólreiðabyltingunni í borgum í Evrópu.
 
Allir hjartanlega velkomnir. Aðgangur ókeypis.

Bestu kveðjur,
Sesselja Traustadóttir
verkefnastjóri Hjólafærni á Íslandi


Veronica Pollard hefur hjólað í Reykjavík undanfarna daga, til og frá námskeiðinu   í Hjólafærni  /Bikeability  sem  haldið er í  húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum  og á götunum í nágrenninu.   Hún segir fræðin  sem Hjólafærni byggist á  nýtist vel her, og að íslenskir ökumenn bregðast vel við. Fræðin er ákveðin útfærsla á   "Vehicular cycling", sem þýðir að stjórna reiðhjólinu að miklu leyti eins og bíll eða mótorhjól. Eins og ökumenn vélhjóla læra, þá skiptir miklu máli að staðsetja sig þannig á akbrautum og akreinum, að maður sé sýnilegur, og oft á gatnamótum að "taka akreinina"

Mögulegt heiti á íslensku gæti verið samgönguhjólreiðar.

Að stunda samgönguhjólreiðar eykur umferðaröryggi og gera hjólreiðamenn kleift að komast greiðar á milli staða.   Það er mun sjaldnar sem götur eru grafnar í sundur en stígar, og gæði yfirborðs oftast betri á götunum.  Eftir götunum er auðvelt að rata öfugt við stígana.            Þá verða hjólreiðamenn sýnilegri í umferðinni, sem er ákveðin auglýsing fyrir þessa heilbrigða og vistvæna samgöngumáta.  Það geta fáir samgöngumátar keppt við hjólið að þessu leyti  í þéttbýli.

Helsti kostur stígana er að þegar maður þekkir leið eftir stig með góðu viðhaldi, getur verið þægilegra upp á hávaða og andlegu áreiti þar. Á stígunum, getur maður þegar umferð er lítill llíka spjallað við samferðamann á hjóli ef maður hefur varann á. 

Stígarnir gefa viss þægindi, en alls ekki nauðsýnlega meiri öryggi í reynd þegar á heildina er lítið, með undantekningu af  löngum leiðum eftir stofnbrautum eða þjóðvegum þar sem lítið er um gatnamót og útkeyrslur.  Stígar geta verið góðar, en hjólreiðamenn þurfa ekki síður að kunna að hjóla á götunum.  Fyrst mjög rólegar götur og svo aðeins umferðarmeiri götur. 

Kennsluaðferðir sem Veronica  kennir framtíða hjólakennarar að nota hafa líka vakið athygli sexmenningana sem sækja námskeiðið.  Fyrirlestrar skilar að jafnaði miklu, miklu minni eftir hjá nemendunum, og ekki síst hjá krökkum en sýnikennslu, virkri þátttöku  í umræðu, og að gera sjálf.

 


mbl.is Hjólreiðamaður í steininn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Úff, ég þori varla að nota göturnar. Í gær var ég að teyma hjólið mitt yfir merkta gangbraut þegar bíl bar að sem stoppaði. Bílstjórinn flautaði á mig!

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 21.5.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Morten Lange

Ólöf : Kannski væri þessar tilfinningar og reynsla álíka þessu  einmitt ástæða fyir því að sækja námskeið í Hjólafærni ?

Jóna ingibjörg : Gaman að heyra þessu. Á meðan þú ert á rólegum götum getur þú prófað hvernig það virkar að "taka akreinina" þegar þú nálgast gatnamótum.  Rólega, yfirveguð, fyrirsjáanleg, af öryggi, en kurteis varðandi staðsetningu á götu þegar aðstæður bjóða upp á það.    Ég þakka kærlega fyrir hlý orð í garð Landssamtaka hjólreiðamanna.

Morten Lange, 22.5.2008 kl. 00:57

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Leitt er að þetta námskeið er um miðjan dag, þar kemst samviskusamlegur kennari ekki frá vinnunni. En ég er annars fyrir löngu komin að þeirri niðurstöðu að það er gott og rétt að hjóla á götunni, því við hjólreiðamenn eru alveg eins þátttakendur í umferðinni eins og bílastjórar og mótorhjólamenn. Við eigum bara að vera ákveðnir og sýnilegir og fara eftir umferðareglunum.

Úrsúla Jünemann, 22.5.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Einn kostur við göturnar umfram stíga og stéttir er að göturnar eru yfirleitt hreinni.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 22.5.2008 kl. 18:34

5 Smámynd: Morten Lange

Úrsúla :  Í dag var bara létt kynning.  Svo verða haldin námskeið fyri rbörnum og einkakennsla fyrir fullorðina  þegar fram líða stundir.  Hjólakennararnir 6 sem eru nú næstum því útskrifaðir, munu halda áfram að þróa sína kennslu í sumar og munu  þurfa á nemendum að halda, bæði börn og fullorðnir

Reyndar þarf ákveðinn áhersla hjá þeim að vera á því að æfa sér í að kenna börnum á rólegum götum.

Ólöf : rétt er það.  Mun minna um drullu, glerbrot, möl og þess háttar á götunum.

Morten Lange, 23.5.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband