Leita í fréttum mbl.is

Strætófundur í kvöld, tilvalið f. áhugamenn um samgöngur og efnahag

Skelli hérinn fréttatilkynninguna frá  billaus.is   á Facebook (sem líka fór á helsu fjölmiðla )

 

Fréttatilkynning:

Strætó er vinsæll staður í augnablikinu. Þar fjölgaði farþegum um nær 50% síðustu mánuði meðan að íslenskum farþegum um flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði um helming. Strætó er bjargráð í kreppunni og góður kostur í viðleitninni til að breyta ferðavenjum þéttbýlisbúa í átt að til vistvænni samganga á sama tíma og svarað er breyttum aðstæðum í íslensku þjóðfélagi. Hvaða hlutverki gegnir strætó og almenningssamgöngur aðrar sem raunhæf leið til að forgangsraða öðruvísi umferðarskipulagi. Hvaða leiðir og útfærslur eru færar í þeirri stöðu sem upp er komin – fækkun ferða utan annatíma en fjölgun farþega, sbr. samþykkt stjórnar strætó um rekstraráætlun fyrir árið 2009.


Samtök um bíllausan lífsstíl halda opinn fund um málefni strætó á höfuðborgarsvæðinu
miðvikudaginn 10. desember klukkan 20:00 á efri hæð Kaffi Sólon í Reykjavík.

Dagskrá:
• Einar Hlér Einarsson arkitektanemi og Sigrún Birgisdóttir fagstjóri Arkitektadeildar Listaháskóla Íslands um niðurstöður rannsóknaverkefnis um strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu.
• Fulltrúar úr stjórn strætó
• Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur.
• Opnar umræður um farþegafjölgun, rekstrarsamþykkt stjórnar strætó 2009, kostinn við að taka strætó í kreppunni og áform um vistvænni samgönguhætti, raunhæfar úrbætur á þjónustu við notendur strætó og fleiri málefni.

Fundarstjóri: Sigrún Ólafsdóttir sálfræðingur.

 


mbl.is Verð á dísilolíu lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Ég verð nú að setja að Samtök um bíllausan líffsstíl hafa aldrei gefið orð og þá meina ég 1 orð út um annað en strætó.

Gangandi, Hjólandi eða aðrir bíllausir samgöngumátar hafa ekki átt sér til rúms hjá þessu félagi hingað til.

Dæmi til að hafa skoðanir á eru snjómokstur göngu/hjóla/ÚTIvistarstíga, hvatnig til ljósanotkunar hjólreiðamanna eða í raun ekki neitt annað en strætókerfið hentar þeim ekki.

Ég hugsa að þessir 1000 manns sem skráðu sig í þetta félag hafi ekki allir verið strætóliðar og með það að markmiði að efla strætókerfi borgarinnar eða fá það frekar niðurgreitt.

En góð hugmynd engu að síður.

Kannski er Bíllaus lífsstíll eins og fjölmiðlarnir, fjalla bara um hjólreiðar á sumrin.

Einn áhugasamur um frekari hjólreiðaumfjöllun á íslandi.

Vilberg Helgason, 11.12.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir innlit og athugasemd, Vilberg :-)

Ég  verð að segja að ég skynji eitthvert ósætti hjá þér sem ég heyri nú ekki oft úr þínum munni.  ;-)

Ég hef mætt á fundum Samtaka um bíllausan lífsstíl, og þar hefur oft talað um hjólreiðar.  Til er sérstakur hjólreiðahópur, skipulagshópur og strætóhópur.  Strætóhópurinn er sá fyrsti sem gerir eitthvað útávið að ég held. En fólkið í stjórninni hjólar sumt sjálft, til dæmis formaðurinn, Sigrún.  Þau hleypa fólki að sem vilja efla hjólreiðahópnum.  ( hjolreidar@billaus.is )

Á heimasíðu þeirra, www.billaus.is má sjá stefnuyfirlýsingin sem snertir líka hjólreiðar.  En auðvitað má útfæra þetta betur. En eins og þú bloggaðir um nýlega, þá eru þegar fullt af hópum og vefsetrum sem fjalla um hjólreiðar.  Annað gildir um sýn strætófarþega og gangandi fólks. 

Morten Lange, 11.12.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Sæll Morten.

Það eina sem er að trufla mig er að Bíllaus lífsstíll hefur nýtt sér fréttatilkynningar um breytingar hjá Strætó til þess að fá umfjöllun um sig og er það hið besta mál. Enda akkúrat það sem á að gera.

En ég saknaði alveg rosalega að félagið hefði einhverja skoðun á greininni sem fjallahjólaklúbburinn var svo almennilegur að endurbirta um mokstur á stígum borgarinnar. Ég hefði vilja sjá Bíllausan lífsstíl nýta sér það til að sýna að verið sé að berjast á öllum vígstöðvum.

Varðandi að fullt sé af hópum sem fjalla um hjólreiðar en ekki strætó þá er það samt þannig að allt sem hægt er að setja útá strætó ratar sjálfkrafa á forsíður blaðanna og fær mikla umfjöllun en að sama skapi er það ekki forsíðufrétt að vegið sé að gangandi eða hjólandi vegfarendum á einhvern hátt. Ég trúi því að bíllaus sé hópur sem geti fengið áheyrn fyrir hönd hjólreiðamanna og gangandi en til að fá áheyrn þarf að segja eitthvað.

En auðvitað er búið að vera 99% umfjöllun um kreppuna í öllum fjölmiðlum undanfarið og menn allir hálf dofnir þannig að þetta er kannski smá frekja í mér ;)

Vilberg Helgason, 11.12.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband