Leita í fréttum mbl.is

Hjólreiðar : Bætt aðgengi vegna bætts öryggistilfinnnigs

Það er gleðilegt að sjá það í fréttinni að sagt sé frá áformin um að bæta aðgengi fyrir hjólandi yfir Svínahrauni og Hellisheiði.  

En það er röng áhersla að tala einungis út frá öryggi.  Sumir gætu haldið að einhverjir hafa slasast þarna á hjóli.   Sumir geta talið að án þess að hafa sér leið fyrir hjólreiðamenn sé svakalega hættulegt að hjóla eftir þjóðvegum. En reyndin er að fullt að ferðamönnum, sérstaklega erlendum, hjóla eftir þjóðvegunum á hverju sumri. Samt hefur enginn hjólreiðamaður drepist í umferðinni á Íslandi síðustu 10 árin. Enginn.  Tölurnar benda sem sé til þess að ekki sé svo rosalega hættulegt að hjóla eftir þessum vegum.  Bæði bílstórar og hjólreiðamenn eru nógu mikið á tánum  til að enginn drepst.  En þetta litur hættulega út, og mjög margir sem hefðu viljað hjóla lengri vegalengdir um landið leggja ekki í því vegna óþæginda sem stafar af bílum á miklum hraða og vegna ótta um öryggi.

Og það að menn ekki þora að hjóla getur hæglega verið mun stærri bagga á heilsu landsmanna en slys á hjólreiðamönnum. Rannsóknir benda sterklega til þess að ekki sé hættulegt að hjóla, heldur er hættulegt að hjóla ekki.

Ástæðan fyrir að nú verði lagt í tengingu yfir Hellisheiði þar sem hjólreiðamenn geta verið í meiri næði,  er sennilega fjórþætt :

  1. þetta er ódýrt, það eru leiðir til sem mega nýta sér  og það er loksins komin heimild fyrir þannig útgjöld í vegalögunum
  2. Minnki ónotstilfinning og pirring  bílstjóra tengd því að fara fram hjá hjólreiðamönnum
  3. Bæti aðgengi hjólreiðamanna sem leiði til eflingar jafnræðis, lýðheilsu og ferðamannaiðnaðs
  4. Bæti umferðaröryggi út frá huglægu mati fremur en út frá tölum eða póttþétta fræði sem sýna fram á vanda.

Ég held að bætt aðgengi hjólreiðamanna ætti að hafa mesta vægið í þessu. Hjólreiðamenn hafa margir hver  veigrað sér fyrir að hjóla um þjóðveganna. Ég þekki samt til  hjólreiðamenn  sem þrátt fyrir tiltölulegt reynsluleysi hafa hjólað þarna yfir, eftir Suðurlandsveg.  En mjög margir  hafa veigrað sér vegna hávaða, vegna óöryggistilfinning, að of lítið tillit sé tekið til hjólreiðamanna og/eða  ónotstilfinning við að "þvinga" bílstjóra til að taka tillit til aðra en bílstjóra. Sérstaklega hefur ekki verið boðlegt að hjóla þarna með börnum.

Það er munur á aðgengi og öryggistilfinning og raunverulegt óöryggi.  Og óöryggið tengist bílunum og bílstjórum í  raun meira reiðhjólin.  Hjólreiðar og ganga eru eðlilegri samgöngumátar en að aka bíl.   Við hjólreiðar og göngu notast menn við eigin orku og hafa mun minni eyðingarmátt en bílstjórar.   Bílstjórar eiga samkvæmt fjölda lagagreina og dómsúrskurða að taka tillit til hjólreiðamenn og gangandi og miða akstur að aðstæðum en gera það í allt of mörgum tilfellum ekki.

Þannig að sér leið fyrir hjólreiðar kemur til vegna hegðun eða sofandaháttur sumra bílstjóra en ekki vegna sérstæði hjólreiða. 

Þetta er aðgengismál og réttlætismál ekki síður en raunverulegt umferðaröryggismál.

Því miður er enn óljóst hvernig gæðin verður á þessa tengingu.  Ef yfirborðið verður svo hrjúft eða illa við haldið eða með stóra útúrdúra, munu menn sennilega áfram hjóla eftir þjóðveginum, bæði ferðalangar og íþróttamenn.  Ef að tengingar við vegi og stíga verða of lélegar mun það draga í sömu átt, og sömuleiðis ef upplýsingaskilti verða af skórnum skammti eða með litlu upplýsingagildi. 

 

Sjá greinina "The Right to Travel by Human Power"



mbl.is Umferðaröryggi og afköst aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband