Leita í fréttum mbl.is

Ef bílar væru þjóðfélagshópur ...

Ótrúlegt umburðalyndi ríkir gagnvart bílana sem eiga þátt í að límlesta og drepa fjölda manns á hverju ári. Oft blásaklaust fólk.  Annað fólk í bílum og ( þetta þykir mér sárast ) gangandi og hjólandi.  Að vísu hefur engin  verið  _drepinn_ á hjóli síðustu rúmlega 10 árin.

En umræður um bílana er oftast á þeim nótum að þeir séu albesti vinir mannsins, nauðsýnlegur, sexy og krúttlegur.  Dagblöðin  eru flest með sérblöð og fullt af auglýsingum um bíla.   Engar aðvaranir prýða bílana né auglýsinganna ólikt því sem gerist með tóbakið.  Stundum er jafnvel reynt að plata okkur til þess að trúa að til séu  eða að fram munu  koma "grænir bílar".   Þvílík firra.   

Vegna hversu blindir menn eru,  þarf ég að taka það sérstaklega fram að ég sé ekki að segja að bílar séu bara af hinu illa. Ég hef sjálfur fengið far í bíl örugglega tíu sinnum bara síðan síðustu áramót.  Og skammast mín ekkert fyrir það.  En umfjöllunin um bílana bendir til þess að við lifum  í einhverskonar blekkingu og leiðumst áfram af tálsýni.   Þegar árekstrar verða eða fólk aka út af, segjum við : Æ þetta var slys.   En við ræðum ekki um samhengi hlutanna.   Skort á raunsæju og heildarmynd.  Svipað og blekkingin um útrásin og hlutabréfamarkaðinn sem bjargvættir. 


mbl.is Ók yfir gagnstæða akrein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband