Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Hvernig er nýtni og ávinningur miðað við rafhlöður, vetni eða reiðhjól ?

Spennandi frétt þetta með framleiðslu metanóls úr koltvísýringi, með því að eyða heilmikið af rafmagni.

Það vantar  að spyrja ýmsa spurning um þetta:

  • Hvaðan á koltvísýringin að koma ?
  • Hvað kostar að fanga koltvísýringin ? 
  • Þarf aðilinn sem framleiðir metanól með þessum hætti að borga eða fær hann borgað fyrir að "endurnýta" kola-frumeindirnar ( tengd losunarkvótum og þess háttar )  ?
  • Hér er ekki um eiginlega bindingu að ræða, þannig að mun grænni væri að taka koltvísýringinn upp í tré, gras, eða láta vera að búa hann til.  Ekki satt ?
  • Eru "hvatar"  nýttir sem þurfi að endurnýja og eru dýrir eða mun verða dýrir eftir sem auðlindir verða óaðgengilegar ?

Hver er nettó raunávinningur  ( i mörgum tilfellum neikvæð),  miðað við til dæmis að

  • nota rafmagnið beint, eins og í lestum eða Trolley-strætó
  • nota rafmagnið fremur í léttum og mun sparneytnari rafhlöðu-farartæki, sem til dæmis rafmagns-reiðhjól
  • Nota rafmagnið og smá koltvísýring til að búa til mat, sem að hluta knýr hjólreiðamenn
  • nota rafmagnið til að búa til vetni ( sennilega betri nýtni þegar búi metanól er búið til ) 
  • nota rafmagnið í mismundandi tegundum af rafhlöðum, hver með mismunandi vigt, endingu, nýtni og sem ganga á  auðlindum jarðar með mismunandi hætti
Við vitum að lestir, rafmagns-strætó með rana ( trolley-) og reiðhjól hafa margs konar sterka kosti fram yfir metan- eða rafhlöðu- drifnum bílum.  Betri skilvirkni heildarkerfisins, færri umferðarslys, betri lýðheilsu, betri plássnýting, huggulegri bæir/borgir stóran sparnað á mörgum sviðum í samfélaginu í heild.

:-)
mbl.is Og það varð ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt

Frá vef LHM :

Í dag var sagt frá því að Reykjavíkurborg hefur samþykkt að efla hjólreiðar með  margvíslegum aðgerðum á næstu árum sem hluti af grænu skrefunum.

Það er fagnaðarefni að Reykjavíkurborg sýnir frumkvæði í því að efla hjólreiðar og þannig viðurkennir hjólreiðar sem alvöru samgöngumáta, og sannarlega hagkvæm, heilsusamleg og umhverfisvæn.

 

http://lhm.is/content/view/357/125/


Landlækni hvetji til að hvíla bíla

Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna Landlæknir, heilbrigðisfulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Umferðarstofa  og Vegagerðin  hvetji ekki með afgerandi hætti fóli til að hvíla bílana á þessum dögum með vetrarstillur. Að draga úr mengunin hlýtur að vera langefst á forgangslistanum. Hingað til hefur mikið til vera einblínt á "victim blaming"  ( skammastu þín fórnarlamb, eða allavega forðaðu þér, fórnarlamb) þegar kemur að loftgæða í þéttbýli. 

Mér skilst að tímabundin lækkun aksturshraða á stofnbrautum gæti verið önnur leið, en ekki alveg eins áhrifamikill og að minnka umferð bíla.  Kosturinn væri að hún mundi ná til alla sem aka um stofnbrautirnar, þannig að flestir mundu örugglega hafa tækifæri til að skilja ábyrgð  sína á  mengunina.

( Jú að vísu hefur bilaeigendum verið hvattir til til að nota ekki nagladekk að óþörfu, sem er gott og gilt, en nagladekkin eru bara lítill hluti af vandanum.  Og það er gott að það komi loksins fram frétt um loftgæðamál þar sem nagladekkin koma klárlega ekki við sögu.  Vonandi geti þessa frétt hjálpað  til með  að leiðrétta þessa misskilning, um að nagladekk eður ei sé 90% af vandanum  )


mbl.is Loftmengun yfir mörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband