Leita í fréttum mbl.is

Bæði og : Hegðun barna og hraðalækkandi aðgerðir

 Áðan var að berast skeyti frá"hjúkkuna" í skólanum :

"Kæru foreldrar
Gangbrautarvörður skólans hefur orðið var við að börn eiga til að tala í síma er þau ganga yfir götu. Þá líta þau hvorki til hægri né vinstri. Skólinn hefur beðið kennara allra vinsamlegast að vekja máls á þessari slysahættu við börnin.
Hér má sjá fróðleiksmola um umferðaröryggi http://www.us.is/id/1000444  "

 

Þetta eru þörf skilaboð. En hinn helmingurinn vantar að mér finnst. 

Áminning um að það séu bílar og bílstjórar sem valda skaðann. Bílstjórar eiga að breyta hraða eftir aðstæðum. Eiga að geta stoppað fyrir börnum sem hlaupa yfir gangbraut eða því sem næst.

Hjúkkan og ekki síður umferðarstofa hefðu mátt  upplýsa um hversu mikilvægur hraðinn er fyrir líkur á ákeyrslum og útfalli af þeim.  Að þeir gera það á öðrum stað finnst mér ekki nóg. Þetta þurfi helst alltaf að fylgja. Því sumum finnst þægilegast að einblína á hvað fórnarlömbin þurfa að gera til að forða sér frá "slysunum".

30 km er eiginlega  of mikill hraði við skóla að mínu mati. Hún ætti frekar að vera 15 eða 20.  30 í öll íbúðahverfi eins og borgarstjórn hefur samþykkt.  Og beri að styðja með  "traffic calming" aðgerðum. Þrenging götumyndar, til dæmis með trjám, blóm eða runna.  Eitt hið einfaldasti er að bara fjarlægja miðlínuna, eins og stefnt  er að á einni götu / vegi í Kópavogi.  Þá breytist gatan í átt að svæði þar sem þarf að taka tillit til aðra, en ekki eins og maður sé á teinum eða kappakstursbraut (þó að kappakstursbrautir hafa ekki miðlínur, ég veit , ég veit.. ) . 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Já og svo kannski hið augljósasta :  Hvað með bílstjóra sem tala í síma undir stýri ?

EF þeir keyra á eða óvart ógna öðrum, þá er ábyrgðin milu þyngri en hjá manni sem labbar um talandi í síma.  En auðvítað bera allir einhver ábyrgð líka á eigið öryggi.

Það er bara því miður þannig að umferðarmannvirkin eru frekar hönnuð með skilvirkni bílaumferðar í huga frekar en vellíðan og skilvikni umferðar gangandi fólks.  

Morten Lange, 4.5.2010 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband