Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindabrot að banna daglegar hjólreiðar ?

Ég hef lengi velt fyrir mér hvort það sé mannréttindabrot að banna hjólreiðar.  Rökin sem eru notuð eru mjög svipuð og í tilfelli  gleðigöngunnar.  Menn eru á því að að leyfa hjólreiðar geti ógnað öryggi. Og ef það er ekki mannréttindabrot, hvernig eigi þá að skilgreina þetta kerfisbundna ójafnræði á hendur hjólreiðamanna ?  Hér eru nokkur dæmi, pínu hraðsoðið  :

  • Bannað að hjóla eftir hraðbrautum jafnvel þótt ekki sé til aðra leið á milli A og B. Eða leiðri sem í boði eru , eru ekki í nánd við að vera jafn greiðfær.
  • Bannað að hjóla án hjálms, hvort sem ferðin er stutt eða löng á leið í veislu eða á stígum í óbyggðum án umferðar, hvort farið er upp bratta brekku í 50 stíga hita. Í mörgum löndum gildir þetta alla aldurshópa. Háar sektir eru beittir og fangelsi ef maður borgar ekki.  Og yfirvöld þverneita að ræða vísindagögnin sem sýna að hjálmar skipta ekki höfuðmáli heldur eru aðrir hlutir miklu, miklu mikilvægari.
  • Bannað að hjóla án endurskinsvesti  ( þetta er að ryðja sér til rúms í mörgun löndum til dæmis í Litháen sem var eitt fyrsta landið sem setti svoleiðis lög.  Og tillaga um svipað liggur nú fyrir Alþingi)
  • Alfarið bannað að hjóla (líka fyrir börn, og á litlum hraða)  á göngustígum., þar sem sér hjólastígur er til hliðar. Tillaga um þetta liggur fyrir alþingið.
  • Alfarið bannað að þvera heildregna línu sem aðgreinir 1m "hjólaræmu"  á 2+1 skiptum stígum.  á þessari ræmu er ekki hægt að mæta öðrum hjólandi. Það ætti sérhver hugsandi maður að sjá.  Tillaga um þetta liggur fyrir alþingið.
  • Alfarið bannað að hjóla eftir vegum í þéttbýli með hærri hámarkshraða en 50 km/klst.  (Spekingar hjá borginni lögðu þessu til í fullu alvöru við Samgönguráðuneytinu þegar fjallað var um heildarendurskoðun umferðarlaga )
  • "Bannað" að tala satt um litla gagnsemi hjálma hvað varðar heildarmyndina um öryggi hjólreiða.   Opinberir aðilar  neita að rökstyðja stöðu sína af fullri alvöru og svara gagnrýni en halda áfram  að mæra hjálmana, "ljúga" skýrt um gagnsemi þeirra ( fullyrða að hjálmar hafa bjargað fjölda mannslífa  og stuðla að "victim blaming". Jafn vel í tengsl við átakinu "Hjólað í vinnuna".

Svo eru fleiri óbein bönn eða kannski frekar gróf jafnræðisbrot :

  • Samgöngumannvirki  miðuð við hraðri akstri bíla
  • Ökutækjastyrkir ef ökutækið er vélknúið annars ekki.  ( Samgönguráðuneytið er að stíga fyrsta skrefið í rétta átt þessa dagana : http://visir.is/article/20100505/SKODANIR03/945267172 )
  • Niðurgreidd eða gjaldfrjáls bílastæði sem þó kosta stofnanir, fyrirtæki og búðir morðfjár
  • Kvaðir um lágmarks fjölda (oftast "ókeypis" )  bílastæði við íbúðar- og öðru húsnæði.  (Sumstaðar er verið  að breyta yfir í hámark, eða lækka lágmarkið ) 
  • Bílablöð í dagblöðunum  dregur dilk bílasalana
  • Akstursíþróttir hafa fengið ótrúlega mikið pláss í fjölmiðlum.  Það er ekki verið að einfaldlega gefa fólki það sem það vill, heldur verið að segja fólki hvað það vill.  Í Noregi og á Bretlandi eru það hjólreiðar sem hafa styrkst mest sem áhorfendaíþrótt ( og þátttakendaíþrótt  )  undanfarin ár.
  • Og maður gæti haldið áfram .... 

mbl.is Segir fráleitt að stöðva gleðigöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Góð samantekt hjá þér Morten.

Síðast þegar ég gerði mistök hjólandi í umferðinni, þá tók ég vinstri beygju í veg fyrir aðvífandi bíl sem þurfti að nauðhemla til að keyra mig ekki niður.  Vissulega mín mistök, en ég sá hann bara alls ekki, gráan bíl á gráum vegi í gráum rigningarsudda.  Bílar ættu allir að vera gulir, með endurskinsröndum svo við sjáum þá nú örugglega.  Ökumennirnir með hjálm (geta rekið hausinn í rúðurnar og aðra málmhluti við árekstur) og á gatnamótum ættu þeir að fara út úr ökutækinu, labba nokkra metra og ýta á hnapp til að fá grænt ljós.

Hjóla-Hrönn, 6.5.2010 kl. 11:21

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Og láta þá keyra í gegnum málmhlið með 90° gráðu beygjum á gatnamótum, og taka 15 mín króka á leið sinni því útsýnið er svo fallegt við sjóinn!  

Árni Davíðsson, 6.5.2010 kl. 12:11

3 Smámynd: Morten Lange

  • Bannað að hjóla í skóla, frekar en að a) átta sér á því að hjólreiðar eru ekki hættulegar, heldur bílar b) efla hjólafræðslu c)  lækka hraða í íbúðarhverfum d) bæta aðstæður til að geyma reiðhjól.

Morten Lange, 6.5.2010 kl. 13:54

4 Smámynd: Morten Lange

Góð samlíking Hrönn !  :-)

Morten Lange, 6.5.2010 kl. 18:24

5 Smámynd: Vilberg Helgason

Ég held að það sé að sumu leiti kynslóðamunur sem veldur þessum bönnum.... Munurinn í ár og í fyrra á Akureyri er að forvarnafulltrúi lögreglunnar hætti sökum aldurs og eftir það fóru skólarnir að hvetja til hjólreiða fyrir alla aldurshópa. Fyrir það voru aldursmörk.

Þetta er alltaf bara einhver 1 með áhrif sem veldur þessu kjaftæði í hverju tilfelli. Spurning um að senda þetta fólk í endurmenntun svo ég vitni í fræg orð ;)

Vilberg Helgason, 31.5.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband