Leita í fréttum mbl.is

Kominn tími til - eða hvað ?

Væri ekki  gáfulegt  að gera skúrk í að taka þá sem hjóla hratt og gera hjólin upptæk, enda mikið vandamál, allstaðar sem hjólreiðamenn eru á ferð ?  Það eru örugglega einhverjir sem geta staðfest að það sé vandamál hérlendis, til dæmis á  göngu- og hjólreiðastígum ?

Eða væri líklegra til árangurs varðandi að vernda mannslífum að gera svípað og stefnt er að varðandi hjólreiðamenn í Stokkhólmi gagnvart ökufanta á öflugum bílum hér á landi ?  Sem sagt leggja hald á bílana ? Það kæmi kannski í veg fyrir að einn og sami maðurinn geti ekið á ofsahraða 10 sinnum á stuttum tíma ?  Líklega hefur hann og aðrir ekið á ofsahraða mun oftar, án þess að lögreglan hafi náð að mæla þá 

Það er stundum gott að reyna að sjá hluti í samhengi. Er ekki mun meiri aðkallandi að gera eitthvað við þá ( við allir nánast) sem aka of hratt á bílunum, og getum valdið mun meiri skaði en hjólreiðamenn geta ?

Það þyðir ekki að ég sé hlynntur því að menn hjóla hraðar en aðstæður leyfa, og sérstaklega ekki á stígum og gangstéttum, því þar eru hjólreiðamenn gestir.  Samkvæmt lögum eru reiðhjól ökutæki, og hjólreiðamenn eiga full réttindi á götunum, nema þar sem sérstök skilti segja annað.  Á gangstéttum og stígum, þar sem ekki er merkt sér "hjólarein"  eiga hjólreiðamenn að sjálfsögðu að taka tillít til gangandi.  Dæmin sýna  að réttarstaða hjólreiðamanna á  hjólareinum er  þannig að hjólreiðamenn eiga að taka tillit til gangandi, og mega ekki fara óhflega hratt yfir.  

En svoleiðis neikvæni í garð hjólreiðamanna er svo ótrúlega algeng. Já það er hreint ótrúlegt.

Það eru hins vegar fjölmörg dæmi um að auknar hjólreiðar skilar sér í fækkun umferðarslysa, minni mengun og batnandi heilsufar.  

 Lesið til dæmis nýleg grein

"Bicycle is king of the road as gas costs rise"

    í International Herald Tribune    (5. mai 2006)

 


mbl.is Hraðatakmarkanir settar á sænska reiðhjólamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband