Leita í fréttum mbl.is

Eineygð fréttamennska um tilraunina á Hverfisgötu

Það fer ansi lítið fyrir jafnvægið í þessari frétt.  Ég bloggaði um það fyrr í dag : 

Sauðheimsk fréttamennska ?

Orðið sauðheimsk er lánað frá orðum  sem einn viðmælandi hefur um borgarstarfsmenn.

Reyndar  þá kom fyrst mjög jákvæð  frétt á mbl.is, sem ég bloggaði um hér :

Dásamleg mynd ! Opnið og dreymið

Nú vita kannski sumir að ég sé varamaður í stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna, og fyrrverandi formaður, en hér á blogginu tala ég ekki á þeirra vegum, þó sjónarmiðin séu oft keimlík. 

En mér finnst rétt að það komi fram að LHM hafa ekki lagt áherslu á úrbótum á stöðum eins og Hverfisgötu, heldur fyrst og fremst á bættu aðgengi til að hjóla á milli sveitarfélaga og hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Frá tíma til annars hefur verið bent á svipaðan vanda á Egilstöðum, Ísafirði, Akureyri og viðar.

Hjólreiðamenn þurfa að geta farið leiðir sínar án þess að taka útúrdúra, né þjakast af tilfinningu af óöryggi (eins og á stofnbrautunum í þéttbýli), né verða fyrir aðkasti af bílstjórum sem ekki virðist vita að hjólreiðamenn eiga jafnan rétt á götum á við bílstjórar.

Hér þarf mögulega að undirstrika að bæði bílstjórar og stjórnendur á ökutækinu reiðhjól þurfa að sjálfsögðu að taka tillit hver til annars, eins og gildir almennt í umferðina og er aðal-lagaákvæðið í umferðarlögunum að mínum dómi.

Sjá stefnumál LHM hér :

http://lhm.is/stefnumal

og fersk og góð grein í Mogganum um að hjóla í umferðina hér:


http://lhm.is/frettir-af-netinu/islenskt/536-hjolreieamenn-verea-ae-vera-synilegir

Hvað varðar  þessa tilraun á Hverfisgötu þá hefði mátt gera þetta betur, en það er kannski þess virði að minna á að við flestar framkvæmdir sem koma eitthvað nálægt  götum, stígum og gangstéttum undanfarin áratugi, þá hafi aðgengi fyrir hjólandi og gangandi fengið að láta í minni pokann. 

Leiðir fyrir heilbrigðustu og grænustu samgöngumátarnir, ( og í mörgum tilvikum þær hagkvæmustu fyrir samfélaginu, ma, vega jákvæðra heilsuáhrifa)  eru grafnir í sundur og faratálmarnir og umgengið vitna um skort á virðingu.  Það er enn þannig að mikilvægur stígar og leiðir eru  grafnar í sundur svo skipti meiri en eitt og hálft ár, og fótgangandi og hjólandi ekki látið vita um tímaramma, né beðið afsökunar, og samtök þeirra ekki upplýst né spurt til ráða. Dæmi : Stígur meðfram Sæbraut við tónlistarhúsið og stígur austur af mislægum gatamótum norður af Mjódd.

Viðbót(kl22): Hugmyndin um góða tengingu fyrir hjólreiðamenn frá Hlemmi og vestur  á Lækjartorgi er mjög góð, þó þetta sé ekki á forganglista LHM og hinna hjólasamtakanna.  Á meðan tilraunin stendur má gera ráð fyrir að fleiri voga sér að hjóla þarna, og finna út að núna megi hjóla þarna fljótlegan og þægilegri hátt.  Manni er óskað velkominn á hjóli, og bílstjórum er sagt : hér (kannski enn frekar en annarsstaðar) má gera ráð fyrir hjólreiðamönnum , úti á götu.

Eins og kannski flestir sem hafa lesið þetta blogg eða efni LHM og ÍFHK undanfarið áður vita, þá er_ekki_ öruggt, skilvirkt né kurteist eða í raun löglegt samkvæmt andi laganna að hjóla á sæmilegum samgönguhraða eftir gangstéttum á Hverfisgötu né á sambærilegum stöðum.


mbl.is Hjólreiðastígur til vansa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek helshugar undir með þér með að bætt verði aðgengi hjólreiðarmanna á milli sveitarfélaga. Bý í Mosfellsbæ og þar er ekki nokkur leið að komast á milli nema að setja sig stórhættu á Vesturlandsveginum. Það er að vísu hjólreiðastígur meðfram ströndinni, en það er ekki boðlegt fyrir þá sem vilja nota hjólreiðamátann til að komast t.d. úr og í vinnu. Þetta er brýnsta málið að laga tengja sveitarfélögin saman og hverfin innan þeirra.

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband