Leita í fréttum mbl.is

Sundabraut og hjólreiðar ?

Á sínum tíma, í umhverfismatinu, var talað um það að gangnalausn  og hábrú fyrir Sundabraut hafði þá annmerki að ekki henta fyrir gangandi og hjólandi umferð.  Þessi hlið á umræðunni virðist hafa gleymst allveg.  Að segja að NIMBY ( Not In My Back Yard) hafi unnið yfir heildstæðar lausnir væri full-langt gengið, en gangalausnr urðu ofaná þegar Grafarvogasbúar tóku kröftulega til máls og snéru umræðunni.  Síðan hefur ekkert verið talað um hvernig eigi að bæta samgöngu fyrir hjólreiðamenn eða fólk sem skokkar eða gengur, eða hefði viljað gera það  á þessari leið.  

En eitt dæmið um hvernig er verið að hygla bílaumferðina fram yfir heilbrigðum samgöngum.  Landssamtök hjólreiðamanna sendi inn athugasemd við umhverfismatið, en sú athugasemd virðist hafa týnst í kerfinu. Allavega var hún ekki nefnd þegar sagt var frá hver jir hefðu gert athugasemd við umhverfismatið v. annars áfanga Sundabrautar.

Sumir halda að samgöngumannvirki fyr rgangadi og hjólandi séu ekki samfélagslega hagkvæmir, en Transportøkonomisk institutt  í Noregi ( Virt stofnun samgönguhagfræði ) hefur fundið út að þetta sé þveröfugt farið.  Jafnvel með varlegaum áætlunum um hagkvæmni virðist þessi samgöngumannvirki hafa hærri hagkvæmni en flestir akvegir. Þar að auki er mjög margt  sem bendir til þess að hefðbundin hagkvæmnismöt á akvegum séu að að "gleyma"  alls konar miður góð áhrif af völdum bílaumferðar og ofmeta varanlegum ávinningum varðandi tíma sem sparast.  Sjá til dæmis skríf Kjartans Sælensminde.

 


mbl.is Lögðu fram nýja tillögu um Sundabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband