Færsluflokkur: Bloggar
6.7.2008 | 22:46
Vá, fjallað um hjólreiðakeppni !
Ég hef mestan áhuga á almenningsíþróttina samgönguhjólreiðar, en fagna ákaft því að nú sé fjallað um Tour de France að einhverju marki .-)
Ekki er verra að landi minn hafi unnið í dag, og það á lokasprettinum :-D
"Thor de France" vann í nokkrum íslenskum fjölmiðlum í dag.
Norðmaður fyrstur í mark í öðrum áfanga Frakklandshjólreiðanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2008 | 18:20
Leiðakerfi neytenda
Minnismiði /ábending í mýflugumynd :
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4410593
http://www.talsmadur.is/Pages/55?NewsID=668
http://www.leidakerfineytenda.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2008 | 16:02
Hjóluðu og berössuðust
Þessi fyrirsögn á sér rætur í íslenskum veruleika. En skrifuð þannig einungis skrifuð til að lokka hingað lesendur. Það er í raun fáránlegt hvernig fréttamatið í fjölmiðlum og bloggheimi virðist vera.
Lesið áfram og ég skal segja ykkur frá berrössuðum hjólreiðamönnum á Íslandi.
En fyrst um fréttina. Það virðist engin í bloggheimi kippa sér upp við að sagt sé að hjólreiðar eru eðlilegasti ferðamátinn í borgum og bæjum. Enginn sem gerir grín að boðskapnum einu sinni. Getur það verið vegna vaxandi vinsælda hjólreiða hér eða vegna jákvæð og á tímum innihaldsrík umfjöllun um hjólreiða hérlendis og erlendis síðustu 12 mánuði ? Eru menn farnir að sjá sannleiksgildið ?
Nei, það er frekar hæpið. Fólk agnúast út í gúrkufréttum en virðist samt gera alvöru fréttir að gúrkufréttum. Það nennir sárafáir að ræða málin og allra síst nenna menn að rökræða ef þeir eru ósammála einhverju. Sumir hafa sagt að Björk og SigurRós tilheyra krúttkynslóðinni. Skil ekki alveg. Kannski er ég að misskilja. En þau taka skýra afstöðu í ýmsum málum, með bakgrunni í rökum. Þá er annað með flesta bloggara. Þau eru að gera fullt af krúttlegum hlutum, og fátt annað.
Svo að nöktum hjólreiðamönnum :
Í gær var haldin almenningsíþróttamót í blandi við keppni, í ætt við Reykjavíkurmaraþon.
Þar hjóluðu 120 mann frá Hafnarfriði um Djúpavatnsleið, Grindavík og í Bláalónið þar sem þau fækkuðu fötum og fóru úti. ( Heh, eins og þið sjáið : berrassaðir hjólreiðamenn - allavega í sturtunni á leiðinni út í lóni )
Hefur einhver séð eitthvað í fréttum /fjölmiðla um þetta merka almenningsíþróttamót ?
Hér er allavega tengill að vefsíðu um Bláalónsþrautina.
Hér fann ég reyndar ágæta umfjöllin fyrr þrautina í fyrra :
Hjóluðu naktir til að sjást | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2008 | 13:38
Norðurlönd standa sér feikivel í boltanum :-)
Mér finnst það vanta í íþróttaumfjöllun hérlendis og í Noregi ( eflaust líka á hinum norðurlöndunum ) að segja frá íþróttum á hinum norðurlöndunum, og kannski sérstaklega þegar vel gengur hjá þeim. Til dæmis þegar Dani og Norðmaður voru að að gera stóra hluti í Tour de France um árið. ( Daninn féll reyndar seinna í ónáð... )
Hér er mitt framlag í þeim efnum, þó að ég hafi litinn áhuga á fótbolta. :-)
Fyrir neðan kemur fram hvernig öll norðurlöndin lenda á FIFA listanum :
http://fifa.com/worldfootball/ranking/lastranking/gender=m/fullranking.html
Norðurlöndin eru þarna nokkuð ofarlega, nema reyndar Ísland
27 Norway 814 2 -22
28 Paraguay 805 -4 -52
28 Poland 805 -1 -43
30 Sweden 799 -7 -63
31 Ukraine 791 1 17
32 Northern Ireland 752 2 48
33 Denmark 750 0 -11
34 Nigeria 709 5 49
35 Australia 708 8 74
36 Finland
(..)
85 Iceland 367 0 -10
Svo er ekki úr vegi að benda á listann fyrir kvennafótbolta :
http://fifa.com/worldfootball/ranking/lastranking/gender=f/fullranking.html#confederation=0&rank=170
Noregur er í 27. sæti á báðum listum og er það efst norðurlandanna....
Eldri listi um karlaknattspyrnu, en eitthvað stillt af v. fólksfjölda :
http://www.fifaworldrankings.egowar.com/per_capita.htm
Þar er Ísland í annað sæti ( með nokkrum öðrum þjóðum) á eftir Mozambík, hvað varðar að lenda ofar á FIFA listanum en fólksfjöldi segði til um.
En fyrst og fremst þarf að mínu mati að fjalla meira um almenningsíþróttir og um hjólreiðar :-)
Ísland stendur í stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 00:15
Góðs viti þegar USonians draga úr akstri
Bandaríkjamenn draga úr akstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 01:51
Örstutt um lausnir í gróðurhúsamálum
Næ ekki að skrifa neitt langt núna, en mig langar að varpa fram :
** Leggjum áherslu á því sem líka bætir umhverfið og sparar peninga óháðhnattræna hlýnun
** Stóreflum fræði í kring dulda kostnaði af mengandi starfsemi svo sem brennslu olíuafurða. Einn hópurinn sem hefur reynt fyrir sér í þessu komst að því að við borgum þegar óbeint amk 150 ISK á líter bensín, aukalega en óbeint og ekki til bensínstöðva og ekki til ríkisins. Bensínið ætti samkvæmt þessu að kosta 300 krónur líterinn
** Er ekki komið tími til að setja aðvörunarmerki á ýmsan varning eins og gert er með tóbakið ? Nú er bannað að auglýsa tóbak hér, en ekki bíla. Bílaauglýsingar væri kjörinn vettvangur fyrir svoleiðis aðvaranir/fræðslu.
Margir sporna gegn breytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.3.2008 | 22:32
UK, BNA tala um mannréttindi þegar þeim hentar ?
Útdrátt úr grein í The Guardian, eftir Kishore Mahbubani, föstudaginn 28. mars 2008 :
The sermons of cowards
The west is squandering authority on democracy and human rights: it fails to practise as it preaches
http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2008/mar/28/humanrights
Something remarkable has happened in the struggle for greater freedom and democracy. The world's most powerful nation and the traditional beacon for democracy, the United States, has slid backwards. ( Klippaði burt texta um Indonesíu )
The first flaw of western discourse is its inability to practise what it preaches in this respect: to speak truth to power. This is revealed in the reluctance of western governments to discuss the most catastrophic reversal in the field of human rights: the decision by the US government to defend the use of torture. In the evolution of human rights there have been two quantum leaps: the first was the universal abolition of slavery; the second, the move towards abolishing torture
--
Breyting : Tók út texta sem talaði um að Indónesía sé að gera stór framfaraskref í lýðræðisátt. Textahöfundurinn útskýrði það ekki, og í öðrum fréttum sýnist mér koma fram að nýja lýðræðið þar standi mjög höllum fótum - eins og kemur fram t.d. í þessa grein sem google fann handa mér...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2008 | 18:33
Góðar fréttir frá Kenýu
Það fer allt of lítið fyrir þeim jákvæðum fréttum sem skipta sköpum, og kannski sér í lagi frá Afriku.
Ég var ekki einusinni búinn að heyra þess frétt... en sá þetta svo í RSS-straumi.
Stjórnarskrárbreytingar í Kenýa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 14:27
Svar til Ómars Ragnarssonar
( Ég ætlaði að setja inn athugasemd á bloggi hans, en svo varð þetta frekar langt. )
Gott að heyra að þú tekur þessu létt með sjúkrahúsvistinni, Ómar.
Margt til í þessum skrifum hjá þér, en þessi borgaralega óhlýðni snérist ekki um frídaga, né hvíldardaga sem slík. Þetta er mín túlkun á þessum athafni og orðum Vantrúar, með bakgrunni í laganna hljóðan.
Með þessum aðgerðum var að mér finnst bent á fáránleikanum í löggjöfinni.
Bingó og happdrætti eru nefnd sérstaklega í lögunum og sagt að bannað sé að stunda þessu á föstudaginn langa, páskadag og hvítasunnudag (Um jól er minna um undantekninga og því minni fáránleiki ) .
En samkvæmt lögum er margs konar önnur starfsemi, svo sem sumar tegundir af verslunarrekstri leyfð á "næstheilagasti dögunum" sem etv ekki er í samræmi við því sem fólk tengir við hvíldardögum, fyrst bingó og happdrætti eru bönnuð (?)
Úr Lög um helgidagafrið :
I. kafli. Tilgangur laganna.
1. gr. Um helgidagafrið er mælt í lögum þessum í því skyni að vernda helgihald og til að tryggja frið, næði, hvíld og afþreyingu almennings á helgidögum þjóðkirkjunnar innan þeirra marka er greinir í lögunum.
II. kafli. Um helgidagafrið og helgidaga þjóðkirkjunnar.
2. gr. Helgidagar þjóðkirkjunnar eru þeir sem nú skal greina:
1. Sunnudagar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska, uppstigningardagur og annar dagur hvítasunnu.
2. Föstudagurinn langi, páskadagur og hvítasunnudagur.
3. Aðfangadagur jóla frá kl. 18.00 og jóladagur til kl. 6.00 að morgni næsta dags.
III. kafli. Um helgidagafrið.
3. gr. Óheimilt er að trufla guðsþjónustu, kirkjuathöfn eða annað helgihald með hávaða eða öðru því sem andstætt er helgi viðkomandi athafnar.
4. gr. Um starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar gilda eftirfarandi reglur:
1. Á helgidögum skv. 1. tölul. 2. gr. er öll almenn starfsemi heimil.
2. Á helgidögum skv. 2. og 3. tölul. 2. gr. er eftirfarandi starfsemi óheimil:
a. Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram.
b. Markaðir og verslunarstarfsemi, svo og önnur viðskiptastarfsemi.
5. gr. Á helgidögum skv. 2. tölul. 2. gr. er eftirfarandi starfsemi undanþegin banni því er greinir í 4. gr.:
1. [Gististarfsemi og tengd þjónusta, starfsemi lyfjabúða, bensínstöðva, bifreiðastöðva, verslana á flugvöllum og fríhafnarsvæðum, blómaverslana, söluturna og myndbandaleigna, svo og starfsemi matvöruverslana með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem a.m.k. 2/3 hluti veltunnar er sala á matvælum, drykkjarvöru og tóbaki.]1)
2. Íþrótta- og útivistarstarfsemi.
3. Listsýningar, tónleikar, leiksýningar og kvikmyndasýningar eða sams konar sýningar. Einnig má halda og veita aðgang að sýningum er varða vísindi eða er ætlað að gegna almennu upplýsingahlutverki, svo og að hafa opin listasöfn og bókasöfn. Starfsemi þessi má ekki hefjast fyrr en kl. 15.00.
4. Heimila má að dansleikir er hefjast að kvöldi laugardags fyrir páska eða hvítasunnu standi aðfaranótt páskadags og hvítasunnudags samkvæmt almennum reglum, þó eigi lengur en til kl. 3.00.
Á helgidögum skv. 3. tölul. 2. gr. er starfsemi lyfjabúða, bifreiðastöðva, gisti- og veitingastarfsemi undanþegin því banni er greinir í 4. gr.
Eins og sjá má var þessu rýmkað árið 2005, en bann við bingó og happdrætti stendur enn.
Sennilega voru fæstir sem tóku þátt á Austurvelli sérstakir áhugamen um bingó. En menn vildu benda á þessi ólög sem rökrétt afleiðing þess að Ríkiskirkjan og gömlu sýnin hefðu enn árið 2005 mjög sterk ítök í löggjöf landsins.
Aðrar afleiðingar af þungum ítökum kirkjunnar á löggjöf og til dæmis kennslu í skólum eru miklu alvarlegri og margir vekja athygli á því á blogginu, á opnum fundum og á Alþingi. Gjörninginn fyrir framan Alþingi á föstudeginum langa var táknrænn fremur en annað og benti á fáránleiknum í þessum ítökum kirkjunnar.
Ómar, Þér virðist finnast að áhrif ríkiskirkjunnar sé réttlætanleg vegna þess að hún sé svo fjölmenn. Já meirihlutinn hefur einhver rétt til að forma samfélaginu, en siðaboðskapinn um umburðalyndi segir að ekki ætti að valsa yfir minnihlutann.
Annað er að þessi viðtekni sannleikur um að Þjóðkirkjan sé svona fjölmenn virðist vera mikill blekking. Börnum eru skráð í kirkjunni, jafnvel án skírnar, ef móðirin er skráð þar, eða ef móðirin kemur frá landi þar sem "Lútherstrúar" eru sögð í meirihluta. Mjög fáir sem eru skráðir í þjóðkirkjunni hafa tekið upplýst val um það sem fullorðnir einstaklingar. Menn eru þarna mikið til vegna hefðar, sumir vegna athafna og skorti á valmöguleika í athöfnum og annað.
Samkvæmt könnun á hversu mörgum trúi á kjarnanum í trúarjátningunni, eru kristnir um helmingur Íslendinga. Ekki fleiri en tæplega 50% trúa að Jesús sé sonur Guðs, frelsari sem dó á krossinum fyrir sýndir mannanna, og lifir enn. Enn færri trúa á dómsdag. Við þessu bætist að sumir sem trúa þessu eru ekki í þjóðkirkjunni. Varðandi hinn helmingin : margir trúa á einhvern æðri mátt sem þeir kalla kannski Guð, en samræmist ekki í aðalatriðum neinn formleg trúarbrögð. Húmanistar og aðrir trúlausir eru um 20% þjóðarinnar. Loks tilheyra sumir öðrum trúarbrögðum en kristnir.
Þessar tölur eru frá minni, en ég held að þetta standist nokkurn veginn, og sé í samræmi við kannanir Þjóðkirkjunnar.
Vantrúaðir spila bingó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 18:45
Umferðarátak lögreglu í íbuðahverfum tímabært
Þetta eru góðar fréttir. Vonandi mun lögreglan öðlast innsæi og reynslu sem hvetur til þess að endurtaka svoleiðis aðgerðir seinna. Og líka bara mæla og fylgjast með umferðinni í íbúðahverfum svona af og til.
Varðandi hraðahindrunina sem börnin telja vera gangbraut - Af hverju ekki bara gera þetta að gangbraut, eða lækka hraðann til dæmis í 15 km/klst á þessu svæði.
Hættur í íbúðahverfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar