Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lýðheilsa

Hagsmunaárekstur og hugsanlega skort á faglegum grunni

Augljósa vandinn með að einkageirinn taki við verkefni á þessu sviði frá Lýðheilsustöð  er að sjálfsögðu hætta á hagsmunagæslu og hagsmunaárekstrar.

Ekki minnkar hættan þegar talað er um að Sjóvá taki við heilt svið sem Lýðheilsustöð núna vinna. Þá er mikill hætta á að þekkingaruppbygging á heilu sviði mætti afgangi hjá Lýðheilsustöð.

Ég hef eitt mjög skýrt dæmi, einmitt á sviði forvarna, sem ég hugsa til  skelfingar. Gott starf hefði farið forgörðum  ef Forvarnarhúsið, sem er hluti af Sjóvá,  hefðu verið með slysavarnir og ekkert eftir af þeim hjá Lýðheilsustöð. 

Þegar samtök tryggingafélaga þrýstu á um að lög yrði sett um að banna líka fullorðnum að hjóla án hjálms, var það mögulega í góðri trú. En þegar fulltrúi þeirra í Umferðarráði var spurður um hagsmunaárekstri neitaði hann að svara.  Spurt var hvort  það gæti hugsast að útborganir til fornarlama á hjóli gætu minnkað ef þeir væru án hjálms í slysi eftir að nýjar reglur kæmu til.

Sem sagt

1. stórar líkur á hagsmunaárekstri þarna

Og þetta er staðfest í fregnum úr breskum dómstólum, þar sem tryggingafélög reyna þetta trekk í trekk, jafnvel þrátt fyrir því að engin svoleiðis lög sé þar  í landi.  Hingað til hefur fagmaður á sviðinu tekist að sannfæra dómstóla um að rökin fyrir því að hjálmurinn hefði gert bragabót sé á brauðfótum, auk þess sem kannski er bent á það augljósa varðandi hver er "veiki"  aðilinn og hver sannarlega veldur tjóni, en það er bílstjórinn, í krafti stærðar og hraða ökutækis. 

2. slæm reynsla þegsarkemur að hlutlæg athugun og heildarsýn 

Ennfremur kom fram í hjálmamálinu  að viljinn til að horfa hlutlægt á rökin séu takmörkuð hjá Herdísi. sem var álitin vera einhverskonar sérfræðingur hér á landi varðandi hjálma.  Herdís gat að vísu vitnað í fáeinar  skýrslur sem lita vel út fyrir hennar málstað, en hafa fengið mjög harða dóma í rítryndum læknatímaritum  varðandi aðferðafræði og þröngsýni.  Þegar ég sendi tilvitnanir í gagnrýnina, og krækjur í aðrar skýrslur, 

Ég leitaði hins vegar til Lýðheilsustöðvar og Transportøkonomisk institutt í Noregi og mætti allt annað viðhorf á báðum stöðum.  Báðir þessar aðilar sáu að málið sé alls ekki svo einfalt að "hjálminn bjargar" og að það væri mikill kostur að banna fólki að hjóla án hjálms.

Ef það hefði ekki verið fyrir því að starfmaður Lýðheilsustöðvar væri til í að leggja sér fram og kynna sér málið, hefði þessar reglur verið breyttar í dag, og eflingu hjólreiða hefðu beðið miklum hnekki.

Því ráðuneytið  hefur lítið fyrir því að kynna sér rök hjólreiðamanna, almennt.  Og sérstaklega ef hægt er að túlka málflutninginn sem þrönga hagsmunabarátta og jafnvel misskilin.  Nei, þá er auðveldara að trúa bara að Forvarnarhúsið og Landlæknir hljóta að vita best.  En vegna þess að aðili frá Lýðheilsustöð mætti í ráðuneytið og staðfesti að mikill ágreiningur  sé meðal vísindamanna um þetta, þá var hætt við.  Því miður án skýringar, og því miður án þess að hvorki Umferðarráð né Landssamtök hjólreiðamanna voru greint frá niðurstöðinni.  

 

Nú má auðvitað sjá fyrir sér að Lýðheilsustöð  væri eftirlitsstofnun sem gæti sett spurningamerki við faglegum grunni sem einkaaðilana  styðja sér við, og hagsmunaárekstrum í starfinu. Þá gæti komið upp einhverskonar jákvæð togstreita, en ég á erfitt með að sjá að  hægt væri að treysta á því að svo mundi gerast. 


mbl.is Deilt um einkavædda lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum ekki fleiri

Það sem þarf eru hjólreiðabrautir , sem sagt samgöngumannvirki hönnuð fyrir samgönguhjólreiðar, og þá sem valkost og í festum tilfellum eftir stofnbrautunum í þéttbýli.

Á venjulegum götum er allt of lengi  að biða eftir hjólastíga/brauta. Hjólreiðamenn, bílstjórar gangandi, strætóbílstjórar og vörubílstjórar  verða bara að venja sér á  að hjólreiðamenn séu að nota ökutækin sín á götunum eins og umferðarlögin gera ráð fyrir.

En sem sagt sem valkost við stofnbrautir sem þvera (og skera) borgina og tengja og einangra borgarhluta og sveitarfélög, þarf hjólreiðabrautir, ( og helst göngustíg við hliðina ) .

Þetta hefur verið áhersluátriði hjólreiðamanna og samtök þeirra yfir mörg ár. 

Þessi ræma  eftir 90 m. af Laugaveginum er barn síns tíma, en nokkuð  tímamót sem fyrsta samgöngumannvirki ætlað hjólreiðmönnum.  ( Takk Árni Þór Sigurðsson )  En í dag  er ræman einna best til þess falinn,  ekki til notkunar, eða að hermt sé eftir hönnunina, heldur einmitt til þess að minna fólk á að hægt sé að leggja alvöru hjólreiðabrautir. 

 

Ég nenni ekki enn einu sinni að ítreka rökin um mikilli hagkvæmni þess að greiða götur hjólreiða, gríðarlegt lýðheilsubætandi  og  áhrif þess, hvernig hjólreiðar blása líf í borg og bæ, og svo fram eftir götunum.

En hver er eiginlegi rökin fyrir því að ekki leggja alvöru hjólreiðabrautir til samgangna ?  Ég efast um að haldbær rök séu til.  En væri meir en til í að heyra þessi rök og ræða.

Ef aðrar aðstæður en góð rök séu að hamla þessu , og einhver hafi visbendinga um hvernig þetta virkar væri það líka fróðlegt.  Nokkrir fræðilegir möguleikar :  Þekkingarleysi um hjólreiðar, þekkingarleysi um skaðsemi þess að einblina á einn samgöngukost,  misskilningar um óskir kjósenda ,  hagsmunapot, ítök hópa á stjórnkerfinu, tregða í skipulagsyfirvöldum, eða hjá framkvæmdaaðilum  ?

 


mbl.is Engin kreppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband