Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Frábært framtak, en af hverju bara skipulögð hreyfing

Frábært framtak  !  

En þarf ekki líka og ekkert síður að yta undir hreyfingu sem hluti af daglegu lífi til samræmis við áherslur frá meðals annars Evrópudeildar Alþjóða heilbrigðisstofnun ( World Health   Organisation - WHO ) ?  Bæta umhverfið bæði huglægt og efnislegt þannig að það stuðli að aukinni hreyfingu. 

Nýlega var til dæmis gerð breyting á mörgum gangbrautarljósum þannnig að bilstjórar biða skemur, en gangandi lengur. Er það skref í rétta átt ?   Það eru mörg önnur dæmi... 


mbl.is Hreyfing fyrir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólum úti - mun heilbrigðara á allan máta

Þessi frétt mbl.is um tölvuleiki tengda við þrekhjól fyrir börn hafa gefið mörgum tilefni til að legga orð í belg.

Mín fyrsti viðbrögð er að eithvað hljóti að vera að hjá okkur þegar þetta er boðið sem lausn. Börnin eru ekki úti að leika sér lengur, og við fullorðnum erum að gera sífelt erfiðara fyrir þá.  Í mörgum skólum er ekki leyft að hjóla til skólans. Foreldrar aka börnin sín, út af tímaleysi og vegna þess að þeir eru hræddir um að börnin verða fyri bíl við skólann eða a leiðinni í tómstundir ! 

Ég er sammála  Katrínu varðandi að hollusta og hreyfing sé aðalmálið.  Einhæft og stöðugt tal sem túlkast í þeirri átt að allir þurfa að vera mjóir  og að vera aðeins yfir meðal- eða staðalþyngd sé skelfilegt. Rangt mataræði og lítill eða röng hreyfing eru hins vegar skelfilegar  þegar þetta grípur um sig eins og faraldur. Þessi faraldur, sem kallast offitufaraldurinn, drepur að sögn 300.000 bandaríkjamanna fyrir aldur fram, en bílslýsin sem eru mjög skæð þarlendis drepa 40.000 manns árlega.

Nýleg sýndi rannsókn birt í British Medical Journal fram á að einstaklingar sem voru talin þjáíst af offitu  sem voru gerða  að hreyfa sér  mátulega  og daglega, urðu heilbrigðari.  Kemur ekki á óvart, en aðalariðið var að heilbrigði  þeirra batnaði marktækt, þó að BMI stuðulinn breyttist ekki mikið.  Man ekki allveg hvort miðjumál var líka athugað.  En að sjálfsögðu skiptir fitinn máli, og sérstaklega þegar fólk er orðið eins feitt og maður sér á myndum frá BNA. 

En er ekki málið það að umhverfi barnanna (og okkar fullorðinna) sé allt of lítið hvetjandi fyrir hreyfingu ?   Börnin eru í miklu minna mæli úti að leika sér miðað við þegar við ólumst upp, eða jafnvel bara fyrir 10-15 árum.  Foreldrar hafa áhyggjur af ymsum hættum "þarna úti", að mestu með röngu.  Látum börnin hjóla úti og gerum umhverfið þannig að það sé hvetjandi. Lækkum hámarkshraða bíla í 30km/klst, nema á fáum stofnæðum.  Og notum hreyfingu , til dæmis á reiðhjólum, sem hluti af kennslunni.  Hugmyndir  um svoleiðis aðferðir má lesa um á umferd.is - Reiðhjól og fjölgreindir .

En svo snýst þetta líka um fyrirmyndir. Við ættum ekki að leggja þetta vandamál bara á herðar  krakka, heldur sýna að við fullorðna fólkið gerum það sem við viljum að krakkarnir gera. WHO og margir aðrir hafa sagt að hver og einn fullorðinn þarf að hreyfa sér hóflega 30 mínútur á dag. Krakkar þurfa amk klukkustund, að mig minnir.

Hreyfum við okkur 30 mínútur á dag ?  Jafnvel þo talin séu með skúringar, að laba upp tröppur og garðvinna ?

Að hjóla til vinnu eða í öðrum erindum er frábær leið til þess að tryggja sér  hóflega hreyfingu samofin daglegu lífi.  Ekki allir geta þetta, en mun fleiri en gera það.  Rannsóknir hafa leitt líkur á því að hjólreiðar séu meðal heilbrigðustu líkamsræktin sem völ er á og þeir sem hjóla daglea lífa lengur og lífa heilbrigðari lífi. Sjá rannsóknir Lars Bo Andersen, og samstarfsmanna frá árinu 2000, "All cause mortality ... cycling to work.."

 


mbl.is „Gáfnahjól“ til höfuðs offitu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband