Leita í fréttum mbl.is

Mjókkun sýnir framsýni. Lækkum líka í 30 km eða lægra

Það er skiljanlegt að ekki verður farið í mjög dýrar aðgerðir eins og þess að leggja stokk frá Sæbraut  nánast undir ráðstefnu- og tólistarhúsið og að Mýrargötu, þegar efnahagsástandið er eins og það er.  En jafnframt er maður svekktur. þarna var ætlun að stórfækka bílunum. Setja fólk, heilsa, bjartsýni og borgarbrag í forgang fram yfir rándýru málmkassana.

En nú eru fréttir um samdrátt í umferð og að einhverju leyti mun vandamálið leysast.  Nú sýnist mér frá  frettina sem krækt er í hér fyrir neðan  að akbrautin verði mjókkuð.     

Vá !

Þetta hefðu menn hreinlega ekki þorað fyrri nokkru. Að hugsa sér að storka bílaguðina þannig !  Reynslan sýnir hinsvegar að viða í erlendum borgum, bæði í Evrópu og BNA  hefur mjókkun gatna ekki leitt af sér umferðaröngþveiti.  Nei þetta stillir sér af.  Talað er um "traffic evaporation" (Gúglaðu það !  :-) ).

En auk þess að mjókka úr fjórum í tveimur akreinum , ber að sjálfsögðu að lækka hraða í 30 km/klst, eða jafnvel lægra.  Þá geta gangandi, hjólastólanotendur, hjólreiðamenn og ökumenn bíla lifað þarna í sátt og samlyndi !    Öll dýrin í skóginum vinir !

 

 

 

 


mbl.is Lagningu stokks undir Geirsgötu og Mýrargötu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2008

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband