Leita í fréttum mbl.is

Tvær ályktanir frá Félagi um lýðheilsu

Á síðasta aðalfundi Félags um lýðheilsu voru eftirfarandi tvær ályktanir samþykktar og dreift til fjölmiðla:
 

I. Holl skólamáltíð

Aðalfundur Félags um lýðheilsu, haldinn 10. desember 2008, samþykkir eftirfarandi ályktun:

Í þeim efnahagslegu þrengingum sem ríða yfir þjóðina má búast við að kjör margra fjölskyldna verði það kröpp að tekjur dugi vart fyrir nauðþurftum. Við slíkar aðstæður er brýnt sem aldrei fyrr að samfélagið standi vörð um velferð barna. Það má ekki líðast að efnahagsþrengingar verði til þess að börn í okkar samfélagi fá ekki viðunandi viðurværi, nægan og hollan mat. Holl skólamáltíð sem stendur öllum börnum til boða gegnir mikilvægara hlutverki en ella við núverandi aðstæður. Félagið skorar á sveitarstjórnir og skólayfirvöld að búa þannig að börnum að holl máltíð sé í boði í öllum grunnskólum landsins og að tryggt sé að ekkert barn þurfi að fara á mis við skólamáltíð vegna bágra kjara fjölskyldunnar.

 

II. Heilsusamlegri samgöngur

Aðalfundur Félags um lýðheilsu, haldinn 10.desember 2008 í Reykjavík, skorar á yfirvöld að samræma hagræna hvata í lögum og reglugerðum þannig að þeir feli í sér hvatningu til að nýta umhverfisvænar og heilsuvænar samgöngur. Nú eru dæmi um að að bílastæði séu skattfrjáls og niðurgreidd en hlunnindaskattur á styrkjum til að nýta strætisvagna og til kaupa á hjólreiðabúnaði.

 

Þetta er mitt framlag til að dreifa þessu og gjöra kunnugt, því þarna eru skynsamleg skilaboð á ferðinni.

Bloggfærslur 23. desember 2008

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband