Leita í fréttum mbl.is

Gott að ekki fór verr. Viðurlög þurfi að herða. Hjálmar ekki málið

Mikið er maður feginn að ekki fór verr fyrir Guðrúnu.  Guðrún hefur gert margt gott til að efla hjólreiðar í vinnu sinni með Vinnuskóla Reykjavíkur. Auðvitað þarf að herða viðurlög á bílstjóra sem brjóta af sér með þessum hætti, en jafnframt þarf að stórefla fræðslu til bílstjóra, og annarra. Og ekki gamla fræðslan , heldur nútímaleg byggða á rök, heildarsýn  og rannsóknir. 

Líka mjög gott að Morgunblaðið notar ekki yfirskriftin í fréttatilkynningunni frá borginni sem var á þá leið að hjálmurinn bjargaði.  Auðvitað er ábyrgð ökumannsins aðalmálið, ekki hvort hjólreiðamaðurinn var með hjálm eður ei.  Við skulum forðast að leggja ábyrgðina á herðar fórnarlamba, frekar en að beina sjónir að þeim aðila sem sannarlega valda skaðann.

Eins og ég hef margoft ítrekað eftir áralangangan lestur vísindaskýrslan og eftir að hafa sótt alþjóða málþing  um efnið :  Hjálmar er ekki að virka næri því eins vel og af er látið. Í þeim löndum sem hjálmaskylda hefur verið tekin upp og almennileg tölfræði er til, bendir flest til að hjálmaskyldan hafi ekki hjálpað. Höfuðmeiðslum á hjólreiðamönnum fækkuðu ekki hlutfallslega.   Það sem hins vegar gerðist er að hjólreiðamönnum fækkuðu.  Sá sem hefur þolinmæði til að kynna sér málið og beitir heildræna rökhugsun, mun sannfærast um að allt of mikill áhersla er lögð á þessum léttvægum hjálmum.  Ef menn notuðu mótorhjólahjálma á reiðhjólin (og í bílum) væri þetta allt annar umræða, en þó í sumu óbreytt. Eitt er grátbroslegt : á myndinni er Guðrún því miður ekki með hjálminum rétt stillt.  Ennið er "bert".   Þetta er nánast regla frekar en undantekning meðal stór hluti þeirra sem nota hjálm.   Hefði getað skrifað  í nokkra klukkustundir í viðbót frá ýmsum hliðum um efnið en læt staðar numið hér.

Ég er til í að mæta hvern sem er í rökræðum ( ekki tilfinningamiðaðar) um hjálmaáróðri og öryggi hjólreiðamanna, enda sennilega  sá á landinu sem hefur lesið sér mest til í þessum efnum. Þeir hjálmafrömuðir sem er best lesnir styðja  sér (síðast er  ég vissi ) til dæmis við lestur á fáeinum skýrslum sem hafa verið harðlega gagnrýndar í ritrýndum vísindagreinum. 


mbl.is Keyrð niður á merktri gangbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2008

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband