Leita í fréttum mbl.is

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt

Frá vef LHM :

Í dag var sagt frá því að Reykjavíkurborg hefur samþykkt að efla hjólreiðar með  margvíslegum aðgerðum á næstu árum sem hluti af grænu skrefunum.

Það er fagnaðarefni að Reykjavíkurborg sýnir frumkvæði í því að efla hjólreiðar og þannig viðurkennir hjólreiðar sem alvöru samgöngumáta, og sannarlega hagkvæm, heilsusamleg og umhverfisvæn.

 

http://lhm.is/content/view/357/125/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú þurfir ekkert að míga á þig af spenningi.  Það eru að koma kosningar og nú keppist fólk við að henda út loforðum og plönum sem síðan verður ekki staðið við.

Venjulega deilir maður í orð pólitíkusa með pí, en fyrir kosningar er akkúrat ekkert að marka þeirra orð.

Ég fyllyrði hér og nú að hjólreiðastígar í Reykjavík muni ekki fimmfaldast fyrir árið 2016 líkt og áætlunin boðar.  Ég spái því að þeir muni ekki einu sinni tvöfaldast á þessu tímabili.

Björn I (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 17:20

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Orð eru til alls fyrst, vonandi verður eitthvað úr þessu, þó svo að efast megi um fullar efndir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.1.2010 kl. 22:53

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég ætla að vera bjartsýnn. Vonandi eru þetta ekki orðin tóm. Það eru a.m.k. menn innan meiri- og minnihluta borgarstjórnar sem vilja raunverulega auka hlutdeild hjólreiða í borginni.

Áætlunin rímar líka ágætlega við drög að aðgerðaráætlun ríkistjórnarinnar í loftlagsmálum.

Árni Davíðsson, 19.1.2010 kl. 23:43

4 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég hélt að það væri kominn 1. apríl þegar ég las þessa frétt í morgun.  Vona svo innilega að þetta verði að veruleika.

Hjóla-Hrönn, 20.1.2010 kl. 00:38

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Og ekki gleyma því: Það er líka atvinnuskapandi að leggja hjólreiðabrautir, ekki bara að bora göng, byggja mislæg gatnamót eða tvöfalda umferðagötur. Margt smátt gerir líka stórt.

Úrsúla Jünemann, 21.1.2010 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband