Leita í fréttum mbl.is

Gróðurhúsaáhrifin magnast. Byrjum á aðgerðum með hliðarávinningi

Lengi hefur verið vitað að hláturgas N2O hafi mjög sterka gróðurhúsavirkni. Nú eru að koma fram vísbendingar um að hlýnun jarðar auki losun N2O með náttúrulegum ferlum. Sem sagt magnandi áhrif hlýnunar sem er innbyggður í lífhvolfinu. Þetta er þriðja dæmið um svoleiðis magnandi áhrif sem tengist (norður-)heimskautunum, sem ég man eftir í fljótu bragði.

  1. Hlýnun bráðnar hafís, sem þýðir að sólarljós hitar yfirborðið frekar en ef ljósið er endurvarpað af ís og snjó
  2. Hlýnun bræður sífreranum sem inniheldur miklu magni af metani, sem er um 20 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýring
  3. Þegar sífrerinn bráðnar losast líka N20 sem er um 300 sinnum öflugri en CO2.

Auk þess er bent á í frétt mbl.is að N2O hafi neikvæð áhrif á ósonlaginu.  Og við vitum líka að þynnra ósonlag geti aukið hlýnun, því meir orka berist neðar í lofthjúpnum.  Og undir vissum kringumstæðum getur aukning í gróðurhúsalofttegundum gert það að verki að neðri hluti lofthjúpsins hlýnar meðan efi hlutar kolna. Kólnun efri hluta lofthjúps geta haft neikvæð áhrif á ósónlaginu. 

Til mótvægis við þessu má nefna að hlýnun getur undir sumum kringumstæðum aukið skýjamyndun,  sem getur dregið úr hlýnun.  En sumar tegundir af skýjum (þunnir) geta reyndar haft þveröfug áhrif...

Og svo má rétt nefna að  mengun í formi agna hafi mögulega ýtt undir skýjamyndun sem hefur leitt til kólnunar, miðað við það sem hefði annars verið.  Já þetta  kerfi er flókið og það er svo sannarlega skýrt að við þurfum að fara varlega og draga úr áhrifum okkar, sérstaklega hvað varðar sóun sem eykur sífellt losun okkur á gróðurhúsalofttegundum.

Nú er um að gera að grípa til aðgerða þó fyrr hefði verið.  Mesta samstöðuna og mesti ávinningurinn ætti að vera hægt að ná með því að  byrja á aðgerðum sem hafa hliðarávinning. Eitt besta dæmið sem ég þekki til er aukning í hjólreiðum og að draga um leið úr notkun einkabíla. Við ættum að byrja á því að leiðrétta þær skekkjur sem eru í samkeppnisstaða samgöngumáta. Dæmi :

  • Gjaldfrjáls eða niðurgreidd, en í raun rándýr bílastæði
  • Ökutækjastyrkir í stað  samgöngustyrkja í bland við búsetustyrkja
  • Íþróttastyrki sem sjaldnast má nota til viðhaldi á reiðhjóli, kaup á fatnaði til göngu, hjólreiða eða notkun strætó
  • Hlunnindaskatt á samgöngustyrkja  meðan verulegur partur af ökutækjastyrki eru skattfrjáls
  • Samgöngumannvirki hannaðir með  "þarfir" einkabíla í fyrsta sæti
Leiðir til úrbóta gæti verið að snúa við þessu sem ég hef talið upp, en passa upp á að hafa ávalt samtalið opið og skýrt um bestu leiðir og taka þetta í skrefum, en samt ekki löturhægt.  Og svo mætti kóróna með til dæmis  :
  • Alvöru yfirlit yfir það sem ofvaxinn umferð einkabíla kosti okkur í raun, og bera saman við tekjur sem koma á móti
  • Mengunarbótarreglan og grænir skattar virkjaðar í þrepum, um leið og skatt á vinnu er lækkuð

 


mbl.is Er hláturgas næsta stóra ógnin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Heyrði þú í samgönguráðherranum í gær í sjónvarpsfréttum? Hann réttlæti tilvonandi vegatolla með því að notendur bensínbíla borga svo mikið í eldsneyti og þeir sem nota rafmagnsbíla sleppa. Þess vegna væri réttlátt að láta alla bílanotendur borga vegagjöld en lækka bensínið í staðinn. Skrítinn hugsunarháttur á tímum þar sem loftmengun sökum ökutækja er alltaf að aukast.

Úrsúla Jünemann, 7.4.2010 kl. 12:49

2 identicon

Fleiri hugmyndir um aðgerðir:

Leyfa fyrirtækjum að veita starfsmönnum sínum reiðhjól sem tekjuskattsfrjáls hlunnindi, eins og gert er í Hollandi og Bretlandi. Jafnvel að leyfa fyrirtækjum að innskatta vaskinn líka.

Fjölga götum með 30 km/h hámarkshraða.

Breyta íbúðagötum þar sem gegnumakstur er vandamál í tvo botnlanga með blómakerjum.

Efla starfsemi Strætó bs.

Jens (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:46

3 Smámynd: Morten Lange

Jens: Tek heilshugar undir, og hef áður birt svipaðar hugmyndir :-)

Sástu nýjasti fréttin á www.LHM.is þar sem sagt er frá hvatning til hjólreiða í Sutton, London sem hefur skilað miklum árangri ? 

  http://lhm.is/frettir-af-netinu/samgongumal/437-hjolreiear-vaxa-um-75-mee-markvissum-aegereum

Úrsúla :  Sá hluti af fréttinni, amk. Ég skil hvað þú átt við, en held að þetta sé ekki svona einfalt. Vandinn er mun viðtækari en bara mengunin úr púströrum (og   dekkjum).

Morten Lange, 7.4.2010 kl. 17:04

4 Smámynd: Morten Lange

Reyndar er ég tvístígandi varðandi að loka alveg á bílaumferð.  Þá verða fljótin á meginumferðaræðunum sennilega enn öflugri og erfiðara að komast yfir þau.

Morten Lange, 7.4.2010 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband