Leita í fréttum mbl.is

Hjólreiðamenn "sjálfbjarga", ólíkt öðrum ferðlaöngum

Ég man amk. ekki eftir einni einustu frétt  af hjólreoðamanni sem björgunarsveitir hafi þurft að bjarga.

En rjúpnaveiðmenn, jeppamenn, göngufólk í kassavís hafi verið bjargað.

Þannig er myndavalið við fréttina pínu öfugsnúið :-) 

En kannski er ( hér um bil) öll athygli á hjólreiðum jákvæð ? 


mbl.is Íslendingar meðvitaðir á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Prófaði að google þetta og fann engan hjólreiðamann sem hefur þurft að bjarga síðustu ár.

Þannig að myndin er úr takti við fréttina.

En erum við hjólreiðamenn ekki svo inn þessa dagana að það er varla hægt að birta frétt án þess að koma okkur fyrir einhvernstaðar.

Vilberg Helgason, 12.8.2010 kl. 10:59

2 Smámynd: Morten Lange

Alveg ótengd þessu, en sem eigandi bloggsíðunnar, leyfist mér að vera pínu til hliðar við efni færslunnar :-) 

http://www.yehudamoon.com/index.php?date=2010-08-11

Reyndar þá er skýr tenging við efnið á þann hátt að þetta snúist um heilbrigðisafleiðingar ferðamáta og hvort maður sé öðrum (verulega) til ama eða ekki...

Morten Lange, 12.8.2010 kl. 12:34

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Snilldin ein.... Skemmtilegt hvað hjólreiðamaðurinn á svip með skoðunarbróður sínum hér á landi þó... ;)

Vilberg Helgason, 12.8.2010 kl. 13:04

4 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Eigum við ekki að túlka þetta svo að klausan "og hefur borið á því að Íslendingar séu ábyrgari í ferðum sínum en áður" eigi við hjólreiðamanninn á myndinni  

Ég skal viðurkenna að ég var næstum búin að hringja í 112 þegar ég var pikkföst í skriðu í fjalli rétt hjá Ísafirði og færðist nær brúninni í hvert sinn sem ég hreyfði mig eða hjólið.  Þá hefði ég verið fyrsti hjólarinn sem hefði þurft að hjálpa býst ég við .  Ég var aðallega með áhyggjur af því að missa hjólið fram af brúninni og það lenda í hausnum á einhverjum niðri í dal nokkur hundruð metrum neðar.  Ég sjálf var svo sem ekki í hættu, það var ekkert mál fyrir mig að komast ein út úr skriðunni, bara erfitt að toga hjólið með sér.  Það tókst þó að lokum.

Hjóla-Hrönn, 12.8.2010 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband