Leita í fréttum mbl.is

Dásamleg mynd ! Opnið og dreymið

Þessi tölvumynd frá Hverfisgötu eins og hún er hugsuð að líta út eftir að tilraunin hefst á föstudag er dásamleg. Þetta er björt og friðsæl hugsjón.  Hún virkar sem auglýsing fyrir hjólreiðar.  Ekki hefur borið mikið á svoleiðis auglýsingar, á meðan allir miðlar eru stútfullir af auglýsingum fyrir bílum sem eru í raun um leið auglýsingu fyrir því að eiga og aka bíl.  Við drukknum nánast í þeim.  Gott að fá loks eina litla glaðværa auglýsingu fyrir hjólreiðar !

Nú er um að gera að hjólreiðamenn / fólk á hjóli  flykkist á Hverfisgötu á föstudag og vikurnar framundan og gera þetta að veruleika. Cycle-Chic ! 

 

Viðbót : Ekki er verra að  benda á slóðir hjá Reykjavíkurborg

http://www.reykjavik.is/DesktopDefault.aspx/tabid-757/521_read-22567/
http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/umhverfissvid/myndir/HjolastigurHverfisg.jpg

Hymynd um lj�fari Hverfvisgata (T�lvumynd Reykjav�kurborgar)


mbl.is Hjólreiðastígur á Hverfisgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og enginn með hjálm á myndinni á mbl.is ;-)

Didda (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 10:59

2 Smámynd: Morten Lange

Já, vel á minnst, Didda :-)

Auglýsing á  hjólreiðum skila sér einhvernveginn betur þegar er verið að undirstríka gleðina, kyrrðina og frelsið.

Morten Lange, 18.8.2010 kl. 20:04

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Enginn með hjálm Didda?

Af hverju ættu hjálmar frekar að fylgja hjólreiðafólki en ökumönnum? Það er miklu hættulegra að vera í bíl en á hjóli.

Með ódýrum hætti og smá útsjónarsemi í gerð umferðamannvirkja má bæta öryggi hjólreiðafólks til mikilla muna. Það á ekki að þvinga það til að nota hjálma ef þess gerist ekki þörf. Þá mætti eins skipa fólki sem fer upp og niður stiga að nota hjálma.

En okkar á milli, vertu með hjálm ef þér liður betur þannig. :-)

Magnús Bergsson, 19.8.2010 kl. 00:21

4 Smámynd: Morten Lange

Heh, Maggi... Ég túlkaði Diddu þannig að hún þekkti afstöðu mína /okkar, nokkurn veginn og ekki þannig að henni "saknaði" hjálmana :-) 

Morten Lange, 19.8.2010 kl. 00:37

5 Smámynd: Magnús Bergsson

Jæja, það er ágætt :-)

En skilaboðin eru þá kominn til allra hinna sem lesa þetta.

Magnús Bergsson, 19.8.2010 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband