Leita í fréttum mbl.is

Eru Færeyingar kristið fólk ? Íslendingar ?

Það er gott að Høgni Hoydal undirstriki að Færeyingar almennt séu ekki sammála Jenis av Rana í sinni afstæðu gagnvart samkynhneigðum.

En hvað hefur Høgni fyrir sér, eða hvað á hann við þegar hann segir að Færeyingar séu kristið fólk ? 

Hann á greinilega ekki við að Færeyingar taka biblíuna bókstaflega.  Kann að vera að hann eigi við að þeir trúa á guð ? Mæta í kirkju, segjast trúa á guð ?  Er skráð í kristnum söfnuðum ? 

Svipað er oft sagt um Íslendinga, að þau séu kristin.  En könnun sem kirkjan gerði sjálf fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að hlutfall þeirra sem skrifa undir mikilvægustu atriði trúarjátningu sem notuð er í kirkjum landsins vikulega, sé mikill minnihluti Íslendinga.

Maður getur vel ímyndað sér að Færeyingar "halda meira í trúnni" en Íslendingar, en það kæmi samt ekki á óvart ef fram kæmu upplýsingar um að  meginþorri Færeyinga séu líka í erfiðleikum með að trúa meginatriði trúarjátninguna bókstaflega.  ( Guð er almáttugur. Jesús sonur hans, meyfæddur, dó á krossinum fyrir sýndir mannanna (sýndalausn gefið að þeir trúa á honum), lifnaði svo við og flaug / fór  til Guðs, föður síns. Og mun koma aftur og ákveða hverjir fara til heljar.    ) 

Hinn postullega trúarjátning ( kirkja.is ) 

 

Postulleg trúarjátning
Ég trúi á Guð, föður almáttugan,
skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason,
Drottin vorn,
sem getinn er af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey,
píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs, föður almáttugs,
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda,
heilaga almenna kirkju,
samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna,
upprisu mannsins
og eilíft líf.
Amen.

 ------

Svo má auðvitað fara að túlka þessu...  En af hverju ekki bara segja beint út það sem kristnir menn (að eigin sögn) geta sameinist um ?


mbl.is Notar biblíuna í pólitískum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel að það séu max 10% íslendinga sem eru kristnir... þá er ég að tala um fólk sem hefur lesið biblíu og trúir þrátt fyrir það.

En meira svona eins og hjá honum penis í Færeyjum, því meira sem fólk veit um kristni því fyrr deyr kristni.

P.S. Biblían er pólitík.. .hún hefur aldrei verið notuð í neitt nema pólitík... Það er svo gott að vera með stjórnamálaflokk sem hefur ímyndaðan formann

doctore (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 14:02

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sem betur fer rúmast fleiri en ein rétt túlkun á kristninni trú. Mennirnir eru misjafnir og á það einnig við um túlkun Biblíunnar og trúnni almennt. Það á líklega við um bæði Færeyinga og Íslendinga.

Ég held að það sé óhætt að fullyrða að doctore hafi max 1% rétt fyrir sér hér að ofan.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.9.2010 kl. 16:26

3 identicon

Hve mörg prósent trúaðra finnurðu í aldursflokknum 16-29, fólkið sem mun erfa jörðina?

Anton Geir (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 17:10

4 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir athugasemdina, Guðmundur. 

En til að geta sagt að  þjóð eða mikill meirihluti sé kristinn, þurfti helst að vera ljóst hvað  orðin þýða  - að lágmarki ?

Er ekki trúarjátningin og hvort eða hversu sammála menn séu henni besti mælikvarðinn  ? 

Aðrar skilgreiningar á hverjir séu kristnir mega alvega nota líka, fyrir mig, en þá væri ágætt að fram kæmi hvaða skilgreining sé verið að nota. 

Margir sem hafa pælt í þessu vilja meina að Íslendingar séu margir hver miklu frekar í einhverja blöndu af deisma og nýaldarhyggju, því þeir taka ekki ákveðið undir þeim atriðum sem skilgreina innsta kjarna kristni, og aðskilja frá önnur trúarbrögð. 

Sumir vilja kannski skilgreina kristni út frá ytra rammanum : Hefðir,  prestar, krossar, kirkjur, athafnir.  Eða þá að fólk sé skilgreint sem kristið vegna þess að það sé skráð í kirkjuna, þrátt fyrir því  að fæstir hafa skráð sér sjálfir og sjálfviljugt í kirkjuna.

Morten Lange, 7.9.2010 kl. 18:56

5 Smámynd: Morten Lange

Takk, Anton Geir.

Hvað átt þú við með að einhver sé trúaður ? (Væntanlega trúandi  kristinn ? )

Morten Lange, 7.9.2010 kl. 18:58

6 identicon

Tja, ætli það eigi við um öll flest trúarbrögð hér á Íslandi. Ég yrði ekki hissa ef hlutfall trúaðra hækkar mun þegar við lítum á eldri aldurshópa.

Anton Geir (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 19:07

7 Smámynd: Morten Lange

DoctorE : Fyrirgefðu, en síðustu ummælin þín  fannst mér fara yfir stríkið. Tókst manninn en ekki boltann, að mér fannst.

Hér er fyrri hlutinn hjá þér sem mér fannst  svolítið málefnanlegri :

Guðmundur FAIL: Sem betur fer rúmast fleiri en ein rétt túlkun á kristninni trú.

Það getur bara verið ein rétt túlkun gói... en þakka þér fyrir að sýna okkur að kristni snýst um að túlka allt samkvæmt eigin vilja.

Morten Lange, 8.9.2010 kl. 15:52

8 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég held að þetta sé eitt af viðkvæmustu málefnum sem fyrirfinnast.  Þetta er eitthvað sem maður elst upp við sem "sannleika", fer að efast um á unglingsárunum, endurnýjar gjarnan ef það dynja á manni erfiðleikar.  Ætli ég myndi ekki kalla mig hóflega efasemdarmanneskju frekar en kristna.  Ég hef hitt fólk með ofboðslega góða nærveru, þetta geta verið prestar, sálfræðingar, læknar, hjúkrunarfólk, heilarar, kuklarar og bara allra handa fólk sem virðist hafa einhvers konar dáleiðslu, heilandi og líknandi hæfileika.  Sennilega sækir þess háttar fólk í störf sem þessir hæfileikar nýtast vel.  Því miður er líka mikið af andlega skemmdu fólki innan um sem sækir líka í þessi sömu störf.

Þetta er kannski orðatiltæki "Við erum kristin" sem þýðir "Við erum góð".  Þ.e. fólk sem lifir samkvæmt boðorðunum og almennum gildum sem þjóðfélagið setur sér.  En að ætla að "kristið" fólk hafi einkarétt á að vera gott og allir aðrir vondir er náttúrulega út í hött.

Hjóla-Hrönn, 9.9.2010 kl. 11:12

9 identicon

Audvitad er thetta “vidkvæmt málefni“. Fólk tholir almennt illa ad vera sagt ad vinir theirra séu í raun bara allt í plati og himnapabbi bídur ekki med köku handa thér thegar thú drepst. Ætli thad sé ekki bara fyrsta srefid ad leita sér hjálpar. Annadhvort faglegrar eda bara einnhven til ad tala vid(einhvern sem adrir sjá á ég vid Gudmundur minn).

Legato (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband