Leita í fréttum mbl.is

Fórnarlambinu kennt um, aftur

Enn sjáum við að fórnarlömbin eru (óbeint) kennt um.  Ekkert er sagt um athæfi ökumanns, hver hámarkshraðan sé, hvort grunur sé um hraðakstur eða að ökumaðurinn hafi talað í síma á meðan hann var að aka. 

Þetta er liður í kerfisbundnu óréttlæti !  -  Af hálfu lögreglu og fréttamiðla. Ítrekað, og siendurtekið  en af gáleysi.  Menn eru farnir að trúa lyginni.  Þessir aðilar  ættu að sjá þetta ef bent er á og bæta sitt ráð.  


mbl.is Ekið á 10 ára dreng á hjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeez dude, lighten up.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 02:23

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég stend alveg með Morten.

Kerfisbundið óréttlæti - absalútt rétt skilið.

Kveðja, BF

Baldur Fjölnisson, 2.10.2010 kl. 02:43

3 identicon

Það er heldur ekkert tekið fram hvort drengurinn hjólaði fyrir bílinn, hvort hann var að hjóla á móti umferð, hvort hann var með hendurnar á stýrinu eða hvort hann var fullur á hjólinu.

Taktu eftir að fyrirsögnin er "Ekið á 10 ára dreng á hjóli", ekki "10 ára drengur hjólaði fyrir bíl" eða "Reiðhjólaníðingur hjólaði á bíl" - þannig er (óbeint) verið að kenna saklausum bílstjóranum um þetta. Þetta hlýtur að vera kerfisbundið óréttlæti gagnvart bílstjórum almennt.

Gulli (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 10:35

4 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

ég get ekki séð að verið sé að kenna barninu um - ekkert í fréttinni né fyrirsögninni bendir til þess - frekar er óbeint verið að kenna ökumanninum um.  Vonandi er allt í lagi með alla sem eiga hlutdeild að þessu slysi - það hlýtur að vera rosalegt áfall að keyra á barn sem er að hjóla - eða bara keyra á manneskju yfir höfuð - þannig að það eru báðir aðilar örugglega í sjokki

Ragnar Birkir Bjarkarson, 2.10.2010 kl. 11:18

5 Smámynd: Morten Lange

Tek undir óskir uim að allir hlutaðegandi  spjari sér og hljóta ekki varanleg mein af.  

Morten Lange, 2.10.2010 kl. 17:14

6 Smámynd: Morten Lange

Ég veit að það sem ég skrifaði komi mörgum spánskt fyrir sjónir. Kannski einmitt þess vegna finnst mér að það þurfi að hafa orð á þessu. 

Hver er tilgangurinn með að endurtaka það sem allir vita, eru sammála um og að vinna í ? (OK smá ýkjur )

Til útskýringar, þá er ég að velta fyrir mér heildarmyndina frekar en þessi frétt einn og sér.  Ég er að hugsa á svipuðum nótum og þeir sem aðhyllast "Road Danger Reduction", sem mætti etv útleggja "Drögum úr hættu á vegunum" . 

Stutt útskyring gæti hljómað sem svo (frjáls þýðing á því sem fylgir fyrir neðan):  

  • Skoðum ekki mál sem varða umferð og lýðheilsu út frá þröngu hefðbundnu umferðaröryggissjónarhorni. Skoðum ekki bara fjöldi drepnir og slasaða, heldur neikvæð heildaráhrif vélknúna umferðar : mengun, hræðsla við umferðina, farartalmar og annað sem leiðir af sér hreyfingarleysi hjá mörgum sem hefðu viljað hjóla, ganga, nota strætó.
  • Gerum öllum ljóst að sá sem er með morðvopn í hendurnar beri meiri ábyrgð. Þegar unnið er með öryggismálum almennt, skiptir máli að stemma stig við óöryggi við uppsprettuna, eins mikið og fýsilegt er

Frá :

http://www.roadpeace.org/why/road_danger_reduction/
Road Danger Reduction

RoadPeace was launched in 1993 on the principle of road danger reduction. Road danger reduction takes a more radical approach to the problems on our roads. Rather than putting the responsibility on people to make themselves safer, it focuses on making the roads less dangerous, and tackling danger at the source. It also takes into account the other negative consequences of inappropriate and excessive motor vehicle use such as intimidation, environmental impact and public health issues.

This differs from road safety in that
  • it adopts a wider approach that considers not only the quantity of death and injury by crashes, but also the effect of excessive and inappropriate motor vehicle use on the quality of life and the environment, and
  • it places a greater duty of care on those that pose the greater threat, i.e. motor vehicle owners and drivers, and argues for danger to be controlled at source (in the motor vehicle)

For more information see Road Danger Reduction Forum, one of our key partners. 

Það eina sem frétt mbl.is um þessum árekstri á milli reiðhjólamann og bílstjóra nefnir, hvað varðar áhrif á útkomu, er að hjolreiðamaðurinn var með hjálm. Ekkert sagt um bílstjórann eða bílinn. Og yfir höfuð ekkert sagt um tildrög og hvað kunni að hafa haft úrslitaáhrif sem gerði að árekstur varð. 

Morten Lange, 3.10.2010 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband