4.10.2010 | 12:15
Það stórvantar heildstæða úttekt á kostnaði
.. samfélagsins við því að fólk ekru um á einkabílum.
Eins og sjá má í skjölum sem ég vísaði í á bloggi Birgi Þórs, þá er ýmislegt í fréttum úr ráðuneytunum sem benda til þess að enn sé verið að borga með bifreiðanotkun. Ekkert gjald tekið fyrir mengun, nema að standi til að rukka smávægis fyrir koltvísýringi. Ekkert er borgað fyrir heilsumissir og örkuml sökum árekstra og útafkeyrslna, fyrir versnandi borgarumhverfi og að erfitt þyki fyrir börnum að ferðast ein í mörgum þéttbýliskjörnum á landinu. Dönsk yfirvöld vilja meina að hjólreiðamenn spara samfélaginu fyrir nokkra króna á kílómeter, en bílstjórar kosta samfélaginu "nettó" tugi króna á kílómeter.
Hér er athugasemd mína við færslu Birgis Þórs þar sem hann leggur til að leggja líka gjald á gangandi og hjólandi:
Takk fyrir að gera þessa vangaveltur opinbera, Birgir Þór. Þú ert pottþétt ekki sá eini sem hugsar á þessum nótum.
En nei, í tilvikum hjólreiðamanna og gangandi verður skráð inneign hjá ríki og sveitarfélög vegna jákvæðra áhrifa, mælanleg í venjulegum hagfræilegum skilningi og á sviðum sem erfiðara er að "mæla" hagfræðilega.
Sjá til dæmis
http://www.umhverfisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/1442
"Kostnaður við mótvægisaðgerðir er mismikill en ljóst er að ódýrar aðgerðir geta skilað umtalsverðum árangri. Kostnaðurinn spannar allt frá aðgerðum sem gefa hreinan fjárhagslegan ávinning svo sem aukin áhersla á göngu og hjólreiðar, eða aukin notkun sparneytnari bifreiða, til mótvægisaðgerða sem eru fremur dýrar, t.d. raf- eða vetnisvæðing samgangna."
http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1691
"Fyrstu samgöngusamningar umhverfisráðuneytisins og starfsfólks þess voru undirritaðir í dag. Samkvæmt samningunum mun umhverfisráðuneytið kaupa strætisvagnakort fyrir starfsfólk sem að jafnaði notar almenningssamgöngur og komið verður til móts við þá sem ganga eða hjóla til og frá vinnu með þátttöku í útlögðum kostnaði, til dæmis vegna hlífðarfatnaðar."
http://www.samgonguraduneyti.is/malaflokkar/umferdamal/frettir/nr/3258
Marta Birna bendir á að það sé í hæsta máta eðlilegt að í ráðuneyti samgöngumála, þar sem er meðal annars á stefnuskrá að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum, gangi starfsmenn á undan með góðu fordæmi. ,,Með því að starfsmenn eru með styrk hvattir til að ferðast á umhverfisvænan hátt leggjum við okkar að mörkum í þágu umhverfisins fyrir utan hvað þetta er þægileg og holl hreyfing. Þess vegna get ég hvatt alla sem geta nýtt sér þessar leiðir að gera það. Ég notaði styrkinn sem greiðslu uppí reiðhjól og fyrir utan að sækja vinnu á hjólinu er hentugt að geta farið á fundi á hjólinu ef því er að skipta og það hef ég notað talsvert.
( Þetta með inneign var grín, en eins og fréttirnar úr ráðuneytum sýna þá er þetta ekki víðs fjarri sannleikanum samt.)
Veggjöld um GPS í stað eldsneytisskatta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Hjólreiðatengt, Vísindi og fræði | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef það á að gera úttekt á kostnaði samfélagsins vegna aksturs einkabíla, finnst mér að taka verði inn kostnaðarþætti sem falla á samfélagið ef einkabíllinn er ekki notaður. Þar má nefna að talsverður hluti vinnandi fólks á höfuðborgarsvæðinu þarf að koma börnum sínum í skóla eða leikskóla jafnframt því að sækja vinnu. Til þess að það geti gengið upp, þarf annaðhvort að lengja viðveru barna í skólum/leikskólum og þykir þó mörgum alveg nóg um vinnudag barna í dag, eða að stytta viðveru foreldris á vinnustað. Ég er ekki alveg að sjá fyrir mér að vinnuveitendur almennt séu tilbúnir til að stytta viðveru um allt að 1 1/2 til 2 klst á dag. Fleiri atriði þarf að taka í reikninginn, það heyrir nánast til undantekninga að fólk komist milli heimilis og vinnustaðar á Höfuðborgarsvæði nema á ótrúlega löngum tíma. Undirritaðan tekur t.d. 1 og 1/2 til 2 klst að komast hvora leið. Það kostar miljónatugi að bæta hverri leið inna á leiðarkort strætó og hjá því verður ekki komist eigi strætó að vera valkostur.
Einnig þarf að reikna með talsverðri aukningu á beinbrotum þegar hálka er mest að vetri. Og svo má lengi telja, ef minnka á umferð einkabíla, verður að reikna með öllum kostnaði sem til fellur, það vill yfirleitt gleymast að setja í jöfnuna hvað kostar þjóðfélagið að draga úr bílaumferð.
Kjartan Sigurgeirsson, 4.10.2010 kl. 15:25
Takk fyrir góðan ábending, Kjartan. það er rétt að það þurfi að huga að mörgu.
En líklegt er að helst verða það ferðir þar sem ferðatími aukist ekki mikið, sem verða skiptar út fyrir bíllausa. Þá er tímamunurinn ekki mikill.
Reyndar þá er ég um það bil jafn lengi að fara á milli staða í Reykjavík vestur af Elliðaá, og fólk sem fer á bíl. Á samgönguviku 2006 var gerð óformlega könnun um samanburð á ferðatíma. Þá var hjólreiðamaðurinn sneggstur.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2006/09/22/fljotlegra_ad_hjola_en_keyra_ur_vogahverfi_i_haskol/
Það er hjá flestum þannig að ódýrari er að hjóla, ganga eða nota strætó, þannig að hægt væri tæknilega séð að minnka starfshlutfalli.
Auk þess er okkur ráðlagt að hreyfa okkur amk 30 mínútur á dag. Með því að hjóla eða ganga, er verið að slá amk þessar tvær flugur í einu höggi : að ferðast á milli staða og fá daglega og heilbrigða hreyfingu. Þá gæti sparast einhverja peninga og tíma sem hefði annars farið í að stunda líkamsrækt. Og margar rannsóknir benda til þess að veikindafjárvistum fækki hjá starfsmönnum sem hjóla til samgangna.
Og svo mætti reikna inn kostnaðinn af umferðarteppunum, og dreifingu byggðar tengd bílavæðingu. Og svo framvegis og svo framvegis.
þetta verður aldrei 100%, en við getum gert okkar besta til að komast nær því hver heildarkostnaður og heildarávinningur sé.
Morten Lange, 4.10.2010 kl. 16:07
Einstæða móðirin sem býr í Breiðholti, er með barnið sitt í leikskóla í Grafarvogi og býr í miðbæ, hættir bara að vinna, hún hefur ekki um annað að gera miðað við núverandi almenningssamgöngur. Það gengur víðast hvar á landsbyggðinni að hætta að nota einkabíl til að komast úr og í vinnu, en á höfuðborgarsvæðinu er það ill mögulegt.
Það er ágætt að hreyfa sig í 30 mínútur í það minnsta á dag, en það eru ekki allir færir um t.d. að hjóla eða ganga í kafsnjó. Þó lítið hafi snjóað undanfarin 2 til 3 ár er alls ekki ólíklegt að næsti vetur eða þar næsti verði mikill snjóavetur og þá er ekki gott fyrir okkur gamalmennin að verða að treysta á reiðhjólin.
Kjartan Sigurgeirsson, 4.10.2010 kl. 16:40
Einstæða móðirin sem býr í Breiðholti, er með barnið sitt í leikskóla í Grafarvogi og vinnur í miðbæ, hættir bara að vinna, hún hefur ekki um annað að gera miðað við núverandi almenningssamgöngur. Það gengur víðast hvar á landsbyggðinni að hætta að nota einkabíl til að komast úr og í vinnu, en á höfuðborgarsvæðinu er það ill mögulegt.
Það er ágætt að hreyfa sig í 30 mínútur í það minnsta á dag, en það eru ekki allir færir um t.d. að hjóla eða ganga í kafsnjó. Þó lítið hafi snjóað undanfarin 2 til 3 ár er alls ekki ólíklegt að næsti vetur eða þar næsti verði mikill snjóavetur og þá er ekki gott fyrir okkur gamalmennin að verða að treysta á reiðhjólin.
Afsakið ritvilluna á að vera vinnur í miðbæ ekki býr í miðbæ.
Kjartan Sigurgeirsson, 4.10.2010 kl. 16:42
Takk fyrir þetta, Kjartan. En það er engin að segja að allir munu geta geta stórminnkað notkun á bílum á morgun, eða á komandi árum.
Samt sem áður skiptir máli að gera sér grein fyrir hvað núverandi samgöngumynstri kosti ef mikilvægustu hliðarverkanir verða teknar með í reikningnum.
Mér leikur forvitni á að heyra hvers vegna þessi rök um að "það geta ekki allir hjólað" og "það geta eki allir notað strætó komi upp" þegar verið er að benda á augljósa ókosti ofnotkunar á bílum.
Ef það er eitthvað sem við höfum lært, eða ættum að hafa lært þá er það einmitt að við getum ekki stólað á eina lausn. Ekki geta allir ekið um á bílum og ekki geta allir notað bara strætó eða bara reiðhjól.
Morten Lange, 4.10.2010 kl. 17:22
Í dæminu með einstæða móðirin, þá er spurning hvort ekki væri gáfulegri að stuðla að því að minnka þörfin á svona erfiðum ferðalögum, og skaffa til dæmis leikskólapláss nær heimili eða vinnu. Og fjölga forgangsakreinum strætó. Miklu frekar það en að "fjárfesta" í breikkun akvega, mislægum gatnamótum, fræsing og lagningu nýs malbiks og svo framvegis.
Hvað varðar snjórinn, þá gengur mjög vel í Oulu að ryðja útivistarstígana sem eru notaðar til samgangna hjólandi og gangandi allt árið. Oulu er í norður-Finnlandi þar sem er mun meiri snjór en hér á Suðvesturhorninu. Sennilega svipað og á Egilsstöðum eða Akureyri.
Morten Lange, 4.10.2010 kl. 17:30
Það kostar tugmilljarða í umferðarmannvirkjum að koma öllum þessum bílum áfram og síðan eru um milljón bílastæði á stór Reykjavíkursvæðinu. Þetta er svo gjörsamlega desperat ástand að landinn hefur meira að segja fundið upp umferðarljós uppi á umferðareyjum, hahahaha.
En í kerfi sem gengur á skuldapappírum og opinberri forsjárhyggju þá skiptir hraðinn að sjálfsögðu mjög miklu máli og ágæt innlegg Kjartans hérna skýra það mjög vel.
En þetta er gífurlega dýrt kerfi og sjálfsagt komið á hausinn fyrir nokkru ásamt restinni af hinu opinbera.
Baldur Fjölnisson, 4.10.2010 kl. 21:52
Það gæti breytt miklu ef skilyrði væri fyrir því að fá að hanna umferðarmannvirki að viðkomandi hafi bílpróf. Oft finnst manni á ferð um borgina að þeir sem hafa hannað mannvirkin hafi annaðhvort aldrei keyrt bíl eða séu stórlega greindarskertir.
Þetta með miljón bílastæði er sennilega svolítið ýkt, það eru ekki nálægt því svo mörg ökutæki á landinu. En þetta leysis væntanlega fljótlega því með því að leyfa þessari ríkisstjórn að kreista áfram lífsandann úr þjóðinni, leggst bílaumferð sennilega af á næstu misserum, með sama áframhaldi hefur enginn ráð á að eiga eða reka bíl.
Kjartan Sigurgeirsson, 5.10.2010 kl. 09:08
Skemmtilegt að heyra þetta sjónarmið að það sé eins og hönnuðir bílamannvikja aki ekki sjálfir bíla. Því mjög svipað er verið að segja um hönnun og skipulagningu með þörfum hjólreiðamanna í huga. En þó ég sé ekki hlutlaus, þá verð ég að segja að framsetning þín virðist nokkuð ómálefnaleg. Það er gefið mál að þeir eiga bílpróf, aka daglega, lang, lang flestir og hafa lært fræðina. En þeir sem hanna "stígana" eða taka ákvarðanir að þeim lútandi eru klárlaga ekki að hjóla til samgangna dags daglega, og góð námskeið í fræðinni eru enn af skornum skammti. Fólk geta ekki einu sinni farið rétt með orðfærin, og gera ekki greinarmun á hjólreiðastígar/ hjólabrautir hinsvegar og hjólareinir og hjólavísa annarsvegar.
En nú erum við kominn talsvert út fyrir efnið.
Hvað varðar bílastæðin þá reikna skipulagsfræðingar með því að fyrir hvern bíl eru 3-4 bílastæði, hið minnsta. Heimili, vinna, verslanir, íþróttir/afþreying, ofl.
Morten Lange, 5.10.2010 kl. 11:29
komnir....
Morten Lange, 5.10.2010 kl. 12:00
Kjartan. Ef við byrjum á fryrstu athugasemd þinni þá er það staðreynd að hættulegasta leiðin til að fara milli staða í þéttbýli er að fara á einkabíl. Það að fara aðrar leiðir eins og til dæmis að fara hjólandi fækkar því beinbrotum en fjölgar þeim ekki.
Flestir komat tiltölulega auðveldlega milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu á innan við hálftíma hjólandi eða í strætó þó vissulega sé ákveðinn hluti, sem þarf meiri tíma nýti hann sér þá leið. Flestir geta náð um 10 km. á hálftíma á reiðhjóli þó vissulega séu þeir, sem eru í slæmu líkamlegu formi lengur að því en það er tiltölulega fljótlegt fyrir flesta að ná upp líkamsformi til að fara 10 km. á hálftíma. Einnig getur mikill fjöldi umferðaljósa á leiðinni lengt ferðatímann en með fjölgun undirganga eða brúa á aðalleiðum hjólreiða geta breytt því.
Það eru mjög fáir með börn sín á leikskóla í öðru hverfi en þeir búa. Slíkt ástand er oftast nær tímabundið fyrst eftir flutning milli hverfa.
Það fer um helmingur af flatarmáli höfuðborgarsvæðisins undir vegi og bílastæði. Ef við notuðum bíla í mun minna mæli en við gerum í dag þá næði höfuðborgarsvæðið yfir mun minna svæði og þar með væru vegalengdir, sem fólk þarf að fara styttri. Einnig væri byggðin þá þéttari og þar með væri auðveldara og ódýrara að vera með almenningssamgöngur, sem gætu þjónað fólki þannig að það gæti sinnt sínum erindum í strætó. Einnig væri þá auðveldara að fara ferða sinna í strætó því bæði væri þá um styttri leið að fara auk þess, sem þéttari byggð húsa eykur skjól fyrir vindi.
Og að lokum. Það er mýta að veðurfar hér á höfuðborgarsvæðinu sé þannig að það skapi eitthvað vandamál við að fara milli svæða á reiðhjóli allt árið. Þetta þekki ég eftir að hafa nýtt mér reiðhjól til og frá vinnu allt árið í 16 ár. Ég hef þurft að fara með börn á leikskóla og í grunnskóla á þessum tíma.
Sigurður M Grétarsson, 5.10.2010 kl. 21:50
Kjartan, þú getur bara haft samband við borgarverkfræðing ef þú trúir þessu ekki en þetta er því miður svona og bílaeigendur eru á spena hins opinbera sem skiljanlega er núna farið á hausinn undann þessu og öðrum ruglanda.
Baldur Fjölnisson, 6.10.2010 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.