7.2.2007 | 12:52
Enn engin haldbær rök fyrir 2+2
Þetta er með ólíkindum ! Öll rök mælir með 2+1. Að mínum dómi virðist vera eitthvað allt annað en aukið öryggi sem mælir með 2+2 lausnina. Þar vegur sennilega þyngst þægindi og öryggistilfinning þeirra sem eiga þarna leið um. Hún er að sjálfsögðu líka einhvers virði, en menn eru ekki að koma hreint fram með þessu, að mér sýnist.
Ég held að
- Að vetri til verður hættulegt að fara fram úr á 2+2 vegna þess að ísingin verði ekki eytt. Umferðin verði of lítill til þess.
- Allt árið mun hraðinn aukast og árvekni minnka vegna aukins öryggistilfinnings bílstjóra á 2+2 miðað við 2+1.
- Aukin öryggistilfinnnig leiði til þrystings um að hækka hámarkshraða.
- Með betri veg má reikna með að fleiri kjósa að búa fyrur austan fjall og keyra daglega til Höfuðborgarsvæðisins.
- Aukin umferð yfir Hellisgheiði þyðir aukin gróðurhúsaáhrif og líka aukin umferð í borginni og fyrir austan fjall, með aukinni mengun ( svifryk, lofttegundir, hávaði ) og skert aðgengi og öryggistilfinning gangandi og hjólandi.
- Aukin þægindi þýði þannig meiri umferð og það geti í sjálfu sér aukið slysahættu.
- Kostnaðurinn er svo miklu meiri að aðrar úrbætur sem snúa að því að aðgreina umferða úr gagnstæðri átt, seinki.
- 2+1 vegur þar sem einn eða tveir akreinar eru á vixl stuðli að ábyrgari hegðun almennt. Það er vel þekkt að menn sem hafa ekið á hraðbraut séu með einhverskonar hraðablindu. 2+1 vegur stuðli í minna mæli að þessu, að mínu mati.
- Virt norsk handbók um umferðaröryggi sýnir að tvöföldun eitt og sér leiði að meðaltali til aukins kostnaðs vegna slysa.
- Umferðarráð hefur sagt sig mótfallin 2+2 lausn yfir Hellisheiði.
Ég styðst hérna að einhverju leyti við greinar/viðtöl við Rannsóknarnefnd umferðarslysa og Vegagerðamanna.
Vegagerðin áætlar að tvöföldun Suðurlandsvegar kosti 13,5 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:22 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Morten.
Samkvæmt þessu þá á að hætta nú þegar við tvöföldun Reykjanesbrautar og klára það sem eftir er af henni sem 2+1 veg. Eða hvað?
Baldur Már Bragason, 7.2.2007 kl. 12:59
Baldur:
Það er of seint að snúa við núna, en ef menn vissu þá það sem menn vita núna, þá held ég að 2+1 leiðin hefði verið farin. Ekki nema þá í helsta þéttbýlinu (Reykjavík - Kópavogur - Hafnafjörður). Ég held að Reykjanesbraut frá Hafnafirði og vestur hafi ekki þurft að vera tvöföld, 2+1 hefði dugað...
Mr. FourEyes (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 13:16
Sæll Baldur. Já, það getur svo sem verið. Búið að heyrast ansi mikið um hraðakstur á Reykjanesbrautina. Og það þarf að bæta við vegrið á þeim vegi. En 2+1 á Raykjanesbraut væri pólitisk óframkvæmanlegt núna. Svo er líka umferðin meiri þar.
Um leið tek ég fram að 2+1 lausnin í Svínahrauni er ekki til fyrirmyndar. Vegkantar of mjóir og brattar, enda var ákveðið að setja víraleiðarann á milli akstursstefna eftir að búið var að ákveða hönnun vegarins og að mig minnir framkvændir langt komnar.
Morten Lange, 7.2.2007 kl. 13:19
Sæll Morten,
Ég hef farið reglulega yfir Hellisheiðina síðan ég man eftir mér og undanfarin ár hefur umferð yfir hana á annatímum orðið það mikil að núverandi vegur er engan veginn að höndla hana. 2+1 vegarspotinn sem nú er verulega áhættusamur þar sem staka akreinin var hönnuð alltof knöpp og ef t.d. dekk springur hjá einhverjum þá er hann í stórhættu og lokar jafnvel akreininni. 2+1 er alltof skammsýnt og að ísing myndist ekki á honum í sama mæli og 2+2 vegi er hreint út sagt bull, það er alltaf ísing á aukaakreinum á heiðinni þegar þannig viðrar þannig að það er sama hætta þar og á 2+2.
Er ekki manni ekki frjálst að velja hvar maður býr? Eigum við íslendingar að hætta að búa útá landi og allir flykkjast til Reykjavíkur? Það er stefnan hjá stjórnvöldum að auka jafnræði í byggðum landsins svo að betri vegur væri einmitt til að framfylgja þeirri stefnu. Auk þess þegar fleiri búa fyrir austan fjall þá flytjast þjónustustörf þaðan úr Reykjavík.
Ég segi hættum þessari skammsýni sem hefur einkennt skipulag á Íslandi og lítum lengra fram á veginn
Haraldur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 13:31
Ég held öllum ætti að vera ljóst að langmikilvægasti þátturinn í þvi auka umferðaröryggi á þjóðvegum er að aðskilja aktursstefnur.
2+1 vegur skilar því jafn vel og 2+2 lausn. Það er rétt að ef ekki báðar akreinar á 2+2 vegir eru hálkuvarðar skapar það aukna hættu við framúrakstur umfram 2+1 veg. 2+2 vegur skilar heldur ekki fullum afköstum ef hámarkshraði er í í samræmi við aðstæður eins og maður finnur greinilega fyrir á Reykjanesbraut.
Þar er 90 km hraði einfaldlega of lágur miðað við aðstæður, ökumenn leita ósjálfrátt í hærri hraða, sem er 100-110 km/klst, og ég sé fyrir mér stórfellt aukna skattheimtu af ökumönnum ef hraðaeftirlit þar verður aukið að ráði án þess að hámarkshraða verði breytt.
Hjörleifur Ingason (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 13:32
Þú skrifar: "Aukin þægindi þýði þannig meiri umferð og það geti í sjálfu sér aukið slysahættu."
Myndirðu vilja skýra þetta aðeins betur út. Getur það verið að það eigi að vera sjónarmið við vegalagningu að vegur megi ekki vera of góður því að þá komi fleiri til með að nota hann?Baldur Már Bragason, 7.2.2007 kl. 13:32
Sæll
Hef nú ekki lesið annað eins BULL lengi mæli með að þú farir í ökuferð erlendis og skoðir alla 2+1 vegina þar
Gylfi Björgvinsson, 7.2.2007 kl. 13:41
Sæll Gylfi.
Takk fyrir innlit og viðbrögð. Það má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér í einhverju af þessu. En við komumst ekki áfram í umræðunni með yfirlýsingar um að eitthvað sé bulll, án þess að útskýra hvað er átt við. Hvað er svo arfa vitlaust með þessum 2+1 vegum erlendis sem þú talar um ?
Varðandi Hellisheiðina, þá var ætlunin að aðskilja umferð úr gagnstæðum áttum með vegrið. Ekki allir 2+1 vegir erlendis eru þannig.
Morten Lange, 7.2.2007 kl. 13:50
Baldur : Þetta er sjónarmið sem hefur komið fram hjá þeim sem rannsaka umferðaröryggi, já. En að sjálfsögðu getur verið fleiri þætti sem þurfa að huga að en bara umferðaröryggi. Og svo eru kannski ekki til 100% algild svör í þessu.
Það eru reyndar líka til dæmi um að meiri umferð geri það að verkum að hægist á umferðina og þar af leiðandi verða færri harðar árekstrar.
Morten Lange, 7.2.2007 kl. 13:57
Haraldur : Sammála að ekki stuðla að því að safna alla íbúa á Höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu er manni frjalst að búa hvar maður vill, en það verða kostir og gallar, og kannski jafnvel hagrænir hvatar frá verslunum, yfirvöldum oþh. Þó að menn kjósa að búa á ákveðnum stað er ekki gefið að samgfélagið skuli stuðla að því að menn aki meira. Það má vera að ísinginn sé ekki ýkja frábrugðin á 2+1 miðað við 2+2, en fræðimenn halda fram að markverður munur sé. Og hvað sem því liður, þá varstu þarna ekki að setja fram rök með 2+2, bara mótmæla að 2+1 væri betri hvað þetta varðar. Ég tel að heildarmatið er það sem telur.
Ef ein rökfærsla fellur, falla ekki hina punktana með. Það eru rökin sem telur, ekki hver hefur rétt fyrir sér og ekki hver setti fram hvaða rök.
Bloggfærsla Kára Harðarson tekur á svipuð efni ( Um rökfærslu í pólítiskum umræðum )
Morten Lange, 7.2.2007 kl. 14:19
"Að vetri til verður hættulegt að fara fram úr á 2+2 vegna þess að ísingin verði ekki eytt. Umferðin verði of lítill til þess. "
Þetta er afskaplega fræðileg fullyrðing og mjög varasamt er að taka hana upp gagnrýnislaust, sérstaklega ef að baki liggur erlend ransókn. Mikil umferð minkar vissulega hættuna á ísingu en það verður að hafa í huga að ísing er, að mestu leyti, fall af umferð, veðráttu (hitastigi og raka). Þannig getur ísing orðið til bæði þegar umferð er mikil eða lítil allt eftir hitastigi og raka, einnig er það nú þannig að umferðaþungi á eðlilega lestuðum vegi er ekki samfelldur heldur breytilegur eftir því hvort það er morgunn eða miður dagur - nú eða nótt en það vita þeir sem aka e-ð að ráði um þjóðvegina að ísing gerir helst vart við sig á kvöldin og þá er umferðin alltaf lítil hvort heldur er á 1+1, 2+1 eða 2+2 vegi. Og svo er það hin breytan; veðráttan, en hita- og rakabreytingar að vetri til á Íslandi eru slíkar að annað eins fyrirfinnst ekki í öðrum löndum og aftur gerir það niðurstöður sem þessar ómarktækar hér á landi.
Að öðru leyti er ég ósammála þér um hina punktana sem þú nefnir. Ef heimildir þínar eru flestar frá Vegagerðinni þá verð ég bara að segja að þar sem Vegagerðin er opinber stofnun þá er það henni allsendis ómögulegt að sýna framsýni eða stórhug, til þess þarf e-ð annað (t.d. einkaframtakið) og sannast það best á Hvalfjarðagöngunum. Þau voru "algerlega óþörf" á sínum tíma. Rannsóknanefnd umferðaslysa og tilkoma hennar hefur í auknum mæli beint sjónum manna að aðstæðum sem valda slysum í stað þess að skella allri skuld á hraða einsog Umferðaráð gerir alltof mikið af. Slys eru slys og það ber að forðast aðstæður sem leiða til slysa.
Gunnar (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 15:47
Já, Gunnar, það kann að vera að rökin um ísing séu ekki mjög sannfærandi. En þú segist vera ósammála hitt sem ég segi, án þess þó að nota rök á móti rökfærsluna. Að tala um hver sem ályktar eitthvað hjálpar ekki mikið ef við eigum að finna besta lausnin með rökum. Sérstaklega ekki ef tal um aðilar en ekki rök sé gert að aðalatriði.
Morten Lange, 7.2.2007 kl. 16:43
Það sem ég hef helst á móti 2+1 vegi er tvennt. Annars vegar það að ef óhapp verður t.d springur á bíl eða bíll bilar þá verður hann óhjákvæmilega fyrir á einbreiða veginum og vegriðið hindrar að það sé hægt að komast framhjá með góðu móti. Sýnt var fram á í sjónvarpi þegar nýji kaflinn á Hellisheiði var opnaður að það væri hægt að komast framúr á þessum kafla, en til þeirrar sýningar var notaður Ford Transit sem er ca 190cm breiður og Volvo lögreglubíll sem er ca170cm. Samtals innan við 4m. Það er allt í lagi á 6m breiðum vegi. En setjum nú svo að Ford Econoline sjúkrabíll sem er 210cm breiður þurfi í forgangsakstri að komast fram úr malarflutningabíl sem er 250-260cm á breidd, og bílstjórinn etv óöruggur með fjarlægðina að vegkantinum. Þá má ekki mikið út af bera til að illa geti farið og vegna vegriðsins í miðjunni engin leið að búa til meira pláss fyrir sjúkrabílinn. Hitt atriðið sem ég hef áhyggjur af er atriði sem ég hef oft lent í á ferðum mínum um Hellisheiðina, það er þegar maður ekur fram úr bíl á tvíbreiðu akreininni í mikilli umferð og skyndilega endar akreinin. þá þarf maður að troða sér inn í röðina með tilheyrandi hættu á aftanákeyrslu. Í raun undrar mig það mjög að það skuli ekki hafa orðið alvarleg slys við þær aðstæður því oft skortir talsvert á að menn séu tilbúnir að hægja á sér í tæka tíð og hleypa bílum fyrir framan sig. Auðvitað má lagfæra fyrra atriðið með því að hafa vegöxl sem hægt væri að víkja út á, en verður það ekki jafn dýrt og 2+2.
Helgi Jónsson, 7.2.2007 kl. 17:13
Ég er alveg sammála þér Morten. 1+2 vegur er skárri kostur 2+2. Á vegi sem hefur ekki meiri umferð en þetta þá er það beinlínis heimska að gera hann 2+2. Þá er liklegt að saltaustur muni ekki virka til hálkuvarna þar sem það verður að vera viss mikil umferð á veginum svo saltið virki. Ég tel hinsvegar núverandi veg bara ágætan. Það mætti lagfæra vegaxlir og lækka hámarkshraðann úr 90 í 70km. Þannig mætti fækka slysum og mengun umtalsvert. Mér sýnist að þetta lið sem er að mótmæla þér sé að horfa á vegakafla sem finna má í Svínahrauni. En sá vegakafli er vitlaust hannaður. Á hann vantar vegaxlir. Meira að segja Vegagerðin viðurkennir það. Þeir sem heimta breiðari vegi vilja bara fá "öruggari" vegi til að geta farið "hættulaust" yfir leyfilegan hámarkshraða. Það er óþarfi að kasta miljónum í bílidíót sem hafa látið bílinn móta líf sitt.
Magnús Bergsson, 8.2.2007 kl. 16:41
Það getur allveg verið að þörfin fyrir breikkun Suðurlandsbrautar sé yfirdrifin. Það eina sem ég hef heyrt um slysin á Suðurlandsvegi er einhver heildartala yfir mörg ár. Hvert slys er eitt of mikið, en við verðum samt að reyna að hugsa rökrétt. Hefur farið fram athugun á hvað það sé sem eru helstu áhrifavaldar slysa þarna ? Ætli akstur á hraða sem er hærri en það sem aðstæður leyfa og annað sem tengist óþreyju bílstjóra eigi þarna stóran þátt ? Hvernig væri að finna út svolítið um þetta og fara út með fræðslu og væntanlega aukið eftirlit ?
Ég get ekki séð annað en að Vegagerðin / Lögreglan / Alþingið ættu að geta spanderad nokkra sjálvirka myndavéla / hraðamæli og 4-10 box til að færa tækin á milli. (Þannig eru fleir stöður þar sem menn eru minntir á eftuirlitinu.
En ég er svo sem ekki sérfróður í þessum efnum, þó ég eigi sæti í umferðaráði.
Morten Lange, 8.2.2007 kl. 23:26
Sæll . Fjölfarnar akbrautir eins og Suðurlandsvegur eiga að vera 2 + 2 .Að sjálfsögðu.
Að breið gata sé varasöm í hálku.!!? Allar götur er varasamar í hálku,bæði breiðar og mjóar. Í hálku hægir maður á sér ,svo einfalt er það. Hér áður fyrr þótti rétt að hafa krappa beygju áður en kom að brú !!. Nú eiga vegir að vera breiðir og sem beinastir .
Kær kveðja frá Akureyri
Snorri Hansson
Snorri Hansson (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.