Leita í fréttum mbl.is

Gróðurhúsaáhrifin eftir minni...

Fjölmiðlar hafa greinilega ekki staðið sér nógu vel í að upplýsa um grunnatriði gróðurhúsaáhrifa.

Þau eru í einföldustu mynd:

  • Sólin skín á jörðina, og hluti af geislunin (ljós ofl) er endurkastað en afgangin  er gleypt og hefur þau áhrif að hita jörðina.
  • Allir hlutir  yfir alkul gefa frá sér hitageislun.
  • Við okkar aðstæður  (hitastig) kemur geislunin sem innrauð geislun. 
  • Það er þessi geislun sem CO2,  CH4 og annað stoppar að hluta. (Vatnsgufa  líka, en valdi ruglingu hér að telja með)
  • Það er gott.  Annars væri mjög erfitt líf á jörðinni, að mig minnir 15 gráður kaldara. 
  • Með of miklum "gleypni "  innrauðs geislunar, hitnar jörðin.
  • Okkur stefnir núna í miklu meiri CO2 en hefur verið síðustu miljón ár, ef ég man rétt, og metan og annað eykst líka. 

Kíkið á t.d.

  • http://en.wikipedia.org/wiki/Greenhouse_effect
  • http://ourworldenvironment.blogspot.com/2006/12/greenhouse-effect.html
  • http://en.wikipedia.org/wiki/Infra-red

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Ég býð eftir fundi G8 ríkjanna sem talin eru menga 50% af mengunni. Sá fundur er á allra næstu dögum. Minnir 16 mars. Spurning hvað kemur út úr þeim fundi. Það væri 18% kaldara og ég býð nú ekki í það á Íslandi í dag. Heyrist menn vera ansi kaldir það nú þegar.

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 15.3.2007 kl. 09:47

2 Smámynd: Morten Lange

Mm.. 18% ?  
Það eina sem google gefur mér í fljótheitum um G8 og loftslagsmál er fund í júni, læiklega í Þýskalandi ?

Morten Lange, 15.3.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Hér segja þeir 22-33C kaldara. Þetta er skýrsla vísindanefndar um umhverfisbreytingar frá 2000.

http://www3.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/vedurfarsbreytingar_lokautg.pdf

Vona að þú hafir rangt fyrir þér með G8 ríkin. Kemur í ljós. Kv. Þurý

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 16.3.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Morten Lange

Fann þetta áðann :

www.ruv.is » Fréttir » Frétt Fyrst birt: 16.03.2007 18:26
Síðast uppfært: 16.03.2007 19:50
Þingað um mengun í Potsdam
Ráðherrar á leið á fundinn

Umhverfisráðherrar átta helstu iðnríkja heims funduðu í dag í Potsdam í Þýskalandi um aðgerðir til þess að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Rædd var tillaga Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 20% á næstu 13 árum og um allt að 30% fáist þróunarríki til þess að draga úr mengun. Stefnt er að því að tillagan verði samþykkt á leiðtogafundi iðnríkjanna í júní.

Embættismenn frá Kína, Indlandi, Suður-Afríku, Brasilíu og Mexíkó tóku þátt í viðræðunum í Potsdam í dag. David Miliband umhverfisráðherra Breta segir mikilvægt að Bandaríkin axli ábyrgð og dragi úr mengun til samræmis við Evrópusambandsríkin.

Morten Lange, 17.3.2007 kl. 18:38

5 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Takk fyrir þetta það hefði farið framhjá mér ef þú hefðir ekki sett þetta þarna. En þetta er greinilega ekki fundur sem tekur afgerandi ákvarðanir heldur er sá fundur greinilega í júní eins og þú talaðir um. En þetta eru þó umhverfisráðherrar þessara ríkja svo það er eitthvað verið að leggjast yfir stöðuna. Kv. Þurý

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 20.3.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband