6.5.2015 | 10:09
Öflug hjólamenning fer vel saman við hjálmleysi
Ef maður rýnir í myndum frá borgum með öfluga samgönguhjólreiðamenningu, þá er stór hluti þeirra sem hjóla án hjálms. Reyndar virðist vera að hjálmaáherslur og öflug hjólamenning geti farið frekar illa saman. Margar rannsóknir hafa bent til þess að hjálmaskylda dragi gjarnan úr fjölda þeirra sem hjóla til samgangna. Ég vil bæta við að mikill félagslegur þrýstingur gagnvart "hjálmlausum" geti verið ígildi hjálmaskyldu.
Það að hjálmaskylda og mikill fókus á hjálmum dragi úr aukningu í samgönguhjólreiðum, er aðalástæðu þess að nýleg skýrsla OECD um öryggi hjólreiða mæli ekki með áherslu á hjálmum heldur nefnir tugir annarra þátta til að bæta öryggi. "Umferðaröryggisbíblian" frá Samgönguhagfræðistofnun Noregs, Transportøkonomisk institutt, kemst að sömu niðurstöðu. Umferðaröryggisbíblian er virt rit og byggir á skipulega og vandaðri úttekt á bestu rannsóknirnar sem hafa birst í ritryndum vísindatímaritum.
Nú er viðbúið að einhverjir komi með sína sögu af einhverjum sem var "bjargað" af hjálmi sínum, en eins og sagt er á ensku : "The plural of anectdotes is not data". Ef við skiljum ekki að vísindi trompi reynslusögum þá er illa fyrir okkur komið. (Ekki að vísindinn séu með eilíf svör, né hafið yfir gagnrýni, ég var ekki að segja það.)
Valdar setningar úr OECD skýrslunni, sem fer varlega, enda tekur tíma að snúa stóru skipi :
"Non-infrastructure measures can improve safety, but they should not be the sole focus of policy."
"To be clear -- these studies indicate reduced risk of head injury for a single cyclist in case of a crash. The effects must not be mistaken for the safety effects of mandatory helmet legislation or other measures to enhance helmet usage."
Hjálmar hjálmlaus á hjólinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Hjólreiðatengt, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:29 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Umferðaröryggisbiblían er ekki virt rit. Og að sjálfsögðu dregur aukin notkun á hjálmum úr líkum á höfuðslysum. Það er augljóst.
KIP (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 10:48
Einföld regla: Aukin reiðhjólanotkun án hjálma veldur fleiri höfuðsköðum. Yfirleitt er um yngri manneskjur að ræða og höfuðskaðar eru oft alvarlegir eða varanlegir. Hvatning til reiðhjólanotkunar sem endar í því að flestir sem bætast við eru hjálmlausir ætti því helst ekki að eiga sér stað út frá lýðheilsusjónarmiðum.
Ívar Pálsson, 6.5.2015 kl. 10:49
Takk fyrir athugasemdina, Ívar.
Ég get ekki séð að rökin þín eiga við. Þær byggja á misskilningum, sem eru algengar og ansi skiljanlegar miðað við áróðrinum sem hefur verið rekin.
Ég vonast til að ná að svara rökunum betur síðar.
Vona líka að þú svari mínum rökstuðningi og helst vitni í heimildum.
Morten Lange, 6.5.2015 kl. 11:35
Það er margt sem eitt sinn þótti augljóst sem svo kemur í ljós að ekki stóðst, KIP. Það myndi lyftta umræðuna á hærra plan ef þú myndir segja frá nokkur dæmi þess :-)
Morten Lange, 6.5.2015 kl. 11:37
Af hverju er Illugi ráðherra á stelpuhjóli? Ef ég tek mér smá skáldaleyfi og vitni í orð Schwarzeneggers, "don't be a political girlie-man."
Hilmar (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 11:38
Ef fólk nennir að googla, þá á finna mýmargar kannanir sem sýndu fram á að almennt séð eru hjálmar ekki að bjarga mannslífum. Eins merkilegt og það er.
Hjálmar eru fyrst og fremst að hjálpa í minniháttar óhöppum þar sem högg er lítið en hefði mögulega geta orðið alvarlegt.
Flestir hjálmar eru bara of mikið drasl, þar sem staðalinn er ekki merkilegur, til að bjarga í þessum háorkuslysum. einnig verja þeir ekki nægilega stóran hluta höfuðsins.
þannig að það má alveg færa rök gegn hjálmaskyldu.
Reyndar man ég að kannanirnar sýndu jafnframt fram á að börn hefðu betra af hjálmanotkun en fullorðnir, þar sem þau lenda í margfallt fleiri af þeim slysum þar sem hjálmar hjálpa. Þau eru líklegri til að falla á hliðina til dæmis þar sem hjálmurinn er að verja höfuðið fyrir hliðarhögginu.
þetta voru nokkuð magnaðar kannanir. mæli með google.
Hallur (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 12:04
síðan er það nú að hjálmar eru ekki hannaðir til að þola högg nema dottið sé af reiðhjóli nánast úr kyrrstöðu. Í öðru lagi útheimtir það kunnáttu að detta með hjálm. Hvaða hjólreiðamaður sem hjólar í vinnuna 2-3 mánuði á ári veit t.d. að hann á að hald sér í stýrið og láta höggið koma á hjálminn, í stað þess að bera fyrir sig hendur - þegar dottið er fram fyrir sig. Og sömuleiðis hvaða hjólreiðamaður kann að detta úr hliðarstöðu með því að láta sig falla bak og láta þar með afturhluta hjálms taka höggið? Enginn. Auk þess sem að mörgum hjálmum er tyllt ofan á þykkar húfur og blakta þar eins og strá í vindi.
jon (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 12:45
...ef við erum áhugasöm um lýðheilsu með því að við viljum fækka höfuðmeiðslum, þá myndum við skylda alla til að vera með hjálm sem hafa fengið sér meira en 4 áfenga drykki. Flest höfuðmeiðsl verða þegar ölvað fólk dettur í götuna - eða veldur samferðafólki sínu höfuðmeiðslum með höggum eða spörkum.
jon (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 12:49
Þegar fingurinn bendir á tunglið horfir kjáninn á fingurinn.
Það er heilmikið af efni um notkun hjálma á netinu. Engin ástæða að vísa í norska leynibiblíu í umfjöllun um öryggi hjálma. Ég hvet þig sjálfan til að draga umræðuna um notkun hjálma upp úr þeim farvegi sem tískulöggur og áhugamenn um hjálmaleysi hafa komið henni í.
http://en.wikipedia.org/wiki/Bicycle_helmet
http://www.helmets.org/stats.htm
http://www.cps.ca/documents/position/bike-helmets-to-reduce-risk-of-head-injury
KIP (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 15:15
Einmitt, KIP, og að sjálfsögðu þekki ég öllu þessu sem þú bendir á.
Um Handbook of Raod Safety Measures: OECD visa sem dæmi ítrekað í henni. Og hún er til á frummálinu, ókeypis og til opinni aflestrar hér : http://tsh.toi.no
Morten Lange, 6.5.2015 kl. 15:33
Ívar skrifaði :
Aukin reiðhjólanotkun án hjálma veldur fleiri höfuðsköðum.
Það er að verða viðurkennt byggt á rannsóknum, að þegar fleiri hjóla þá aukist öryggi fyrir hvern þann sem hjóla. Þetta er menningartengt bæði því bílstjórar gera frekar ráð fyrir og taka tillit til fólks á hjóli, og meirihluti þeirra sem hjóla haga sér með öruggari hætti. Fólkið sem bætist þegar aðstæður til samgönguhjólreiða bætast er oftast ekki "die-hard" týpurnar, heldur varfærnar ömmur og svo framvegis.
Yfirleitt er um yngri manneskjur að ræða og höfuðskaðar eru oft alvarlegir eða varanlegir.
Tölfræðin um höfuðmeiðsl nær oft yfir hluti sem eru ekki alvarlegir, og getur til dæmis verið skurð á höku eða eyra. það er þegar hjálmskylda á þá yngstu. En umræðan hér tengdist frjálsu og upplýstu vali fullorðinna og reyndra hjólreiðamanna.
Hvatning til reiðhjólanotkunar sem endar í því að flestir sem bætast við eru hjálmlausir ætti því helst ekki að eiga sér stað út frá lýðheilsusjónarmiðum.
Út frá lýðheilsu er mikill akkur að fleiri byrja að hjóla, svo segja margar rannsóknir, og ekki síst samantektir á bestu rannsóknunum. heatwalkingcycling.org er eitt merki þess.
Og lengi mætti fram halda ...
Morten Lange, 6.5.2015 kl. 23:42
Tökum nokkrar staðreyndir.
Hjólreiðar eru ekki hættulegar og eru reyndar það hættulitlar að það getur ekki á nokkurn hátt talist til áhættuhegðunar að hjóla hjálmlaus.
Það fylgri því minni slysahætta að fara frá a til b innanbæjar á hjóli þó maður hjóli hjálmaus heldur en að fara það í bíl.
Það að hjóla þó hjálmlaus sé er meðal hættuminnstu líkamsræktar sem menn stunda. Það eru til dæmis margfalt meiri líkur á alvarlegum meiðslum að spila fótbolta með vinum sínum í klukkutíma heldur en að hjóla í klukkutíma þó hjálmlaus sé.
Heilsufarsávinningurinn af því að hjóla er það mikill og slysahættan það lítil að ávinningurinn af hjólreiðum heilsufarsávinningurinn minnkar líkur á ótómabærum dauðdaga eða heilsutjóni af sjúkdómum þar sem hreyfingarleysi er áhættuþáttur að minnsta kosti tuttugufalt á við hættuna á að verða fyri ótímabærum dúðdaga eða heilsutjóni vegna slysa við hjólreiðar.
Það eru því engin tilefni til að amast við því að menn hjóli hjálmlausir og það er mun begtra út frá lýðheilsusjónarmiðum, umhverfismálumn og viðskiptajöfnuði þjóðarbúsns að menn fari ferða sinna á hjóli fremur en í bíl.
Sú mikla áhersla sem lögð er á hjálmanotkun fær fólk til að halda að hjólreiðar séu mun hættulegri iðja en þær eru og dregur því úr hjólreiðum. Hún er því skaðleg fyrir lýpheilsu, umhverfismál og viðskoptajöfnuð þjóðabúsins.
Það að hvetja til hjólreiða án þess að leggja á sama tíma áhersslu á hjálmanotkun er því ekki bara í lagi heldur mjög æskilegt. Vissulega er betra að menn hjóli með hjálm en áh hans en aðalatriðið er að fá sem flesta til að hjóla óháð því hvort menn noti hjálm eða ekki.
Sigurður M Grétarsson, 7.5.2015 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.