Leita í fréttum mbl.is

Hallærislegt að virða hámarkshraða ?

Nú veit ég ekki fyrir visst um tildrög þessara slysa um síðustu helgi, en sérfræðingar virðist bera saman um að það sé fyrst og fremst hraðinn sem drepur. Beltin bjarga bílstjóra og farþega, en ekki ef hraðinn er mikill. 

Þar að auki hjálpa bílbeltinn lítið ef þú skellir saman við flutningabíl eða  jeppa / stóran pallbíl og hjálpar auðvitað ekki vegfarendur í öðrum bílum, eða þá sem eru ekki á bílum.

Af hverju er þá eins og manni finnst að viðhorfið meðal ökumanna sé að hallærislegt sé að virða hámarkshraða og aka eftir ástæðum sem og að hafa nægt bil á milli bíla ? 

Af hverju liggur mönnum svona mikið á ? Og af hverju taka þeir ekki mið af því að þeir séu að ferðast á tækjum sem drepa tugir manna og slasa miklu, miklu fleiri ár hvert ? 

Af hverju eru menn  í afneitun ?   

Er tími kominn til að sett sé viðvörun frá Landlækni neðst á bílaauglýsingum ?

Hvað getum við gert til að stemma stígum við þessum límlestingum ?
Við virðumst vera á réttri leið varðandi reykingar.  (Og þá væntanlega varðandi dauðsföll vegna reykinga ?).  Er eitthvað að læra þar ?   Það virðist ekki lengur vera álitað eins svalt að reykja. Hvenær verður minna svalt að keyra of hratt og ógætilegt ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Tók smá syrpu um þetta í nýjasta blogginu mínu..

Það er ekki hægt að kenna Hraða um öll þessi slys.. oftast er þetta frekar t.d lélegir vegir, og slæm dómgreind ökumanns og margt fleira sem spilar inní.

Stjórnvöld eru alltof viljug á að kenna bara hraða um.

Ólafur N. Sigurðsson, 3.7.2006 kl. 21:39

2 Smámynd: Morten Lange

Henrý : Ég skil ekki hvað þú átt við. Mér var skapi næst að fjarleggja færslu þína, því ekkert kemur þarna fram nema bræði.

En ég er sammála þeim sem segja að hraðinn sé ekki það eina sem ber að hafa í huga.

Morten Lange, 6.7.2006 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband